Vikan

Útgáva

Vikan - 19.08.1965, Síða 25

Vikan - 19.08.1965, Síða 25
ÓÞJEGILEGT ÁSTAND Smásaga efftir Antony Burgess Eg held að það bezta sem maður getur gert, ef það liggur lík á eldhúsgólfinu, og líkið er af eiginmanninum, sé að hita sér gott og sterkt te. Svo að ég setti ketilinn á og lagði á borð, en alltaf varð ég að stíga yfir Howard, til þess að kom- ast í hillur og skápa. Við erum annars vön að drekka bara mjólk, en mér fannst að ég hefði unnið fyrir svolitlu betra. Svo settist ég inn í dagstofuna og sötraði í mig teið, og hugsaði um hvað ég ætti að gera. Auðvitað hefði ég átt að kalla í lögregluna, en um þetta leyti voru þeir eflaust að hlusta á úrslitin úr fótbolta- kappleiknum og athuga veðmiðana sína, svo að þeir yrðu örugglega bara ergilegir ef að ég færi að ónáða þá. Svo fór ég að hugsa um að hringia beint til Scotland Yard í London. Lik á eldhúsgólfinu var ábyggilega meira í þeirra bransa, og svo hafa þeir örugglega svo mikið að gera þar, að þeir eru ekki að hlusta á fótboltafréttir. Svo fór ég að hugsa að ég þyrfti á hjálp að halda og yrði að fá góð ráð hjá einhverjum, því að ég var í mjög erfiðri aðstöðu, það rann allt í einu upp fyrir mér. Tilhugsunin um þessa erfiðu aðstöðu, gerði mig máttlausa ( hnján- um. Mér var fyrst Ijóst hversu alvarlegt þetta var, þegar að ég var að hella í annan bollann og ég var næstum búin að missa bollann. Morð, — morð, morð. En hann hafði verið að hugsa um að myrða mig, svo að það var í sjálfsvörn sem ég gerði þetta. Maður myrðir venjulega manninn sinn, vegna þess að maður hatar hann, en ég elskaði Howard, það vissu allir. Eða þá er eiginmaðurinn myrtur til að ná í peningana hans, eða að taka saman við annan mann, en hvor- ug var hægt að heimfæra á mig. En allt í einu varð mér hálfflökurt, þegar að mér datt Red f hug. Og þegar að ég fór að hitta hann á hóteli, klædd í minkapelsinn og allt skrautið, og sagðist vera systir hans. Og kerlingarskrattinn bak við afgreiðsluborðið mundi ábyggilega muna eftir því, því að hún hafði starað á mig eins og augun ætluðu út úr hausnum á henni. Ó, drottinn minn, þvilík íkoma! En Red var sá eini sem gat hjálpað mér. En hvar var hann að finna ? Bjó hann á hótelinu, eða var hann farinn aftur til London . ? Þeir hlutu að vita það á lögreglustöðinni. En það væri meira en lítið skrítið að fara þangað og spyrja eftir hon- um, og nefna ekki neitt að ég hefði myrt Howard og að lík hans lægi á eldhúsgólfinu heima hjá mér . Þegar að ég var búin að drekka teið. þvo upp og koma ílátunum fyrir f skápnum, fór ég upp á loft og hafði fataskipti. Mér fannst það dálítið undarlegt að ég hafði hengt svona vel upp fötin mín, eftir að hafa afklætt mig, til að deyja. En Howard hafði líka gert það, því að við höfum alltaf verið snyrtileg, bæði tvö. Já, ég klæddi mig í allt aftur og snyrti mig vel og fór svo niður. Ljósið frá lampanum skein á aumingja Howard, sem lá á gólfinu f náttfötum og slopp. Já, vesalings Howard. Svo datt mér í hug að Howard hafði lokað bæði forstofu og eldhúsdyrum, og að lykilinn minn, sem að Red hafði fengið, þegar að hann bjó hjá okkur, hafði Howard tekið af honum, þegar að hann fór, og ég vissi ekki hvar hann var. Ég leitaði lengi vel, en þá datt mér í hug að Howard hafði ætlað sér að opna hurðina, um leið og ég gaf upp andann, svo að hann var líklega með lyklana í vasanum. Þeir voru líka í sloppvasa hans og ég varð að snúa honum við, til þess að ná í þá. Ó, ég hefði getað lamið hann fyrir það, hvað hann hafði gert allt flókið. Að hugsa sér, hvernig nú var komið fyrir mér. Ég klæddi mig í minnkapelsinn og fór út. Fyrst datt mér í hug að fara yfir á „Ljónið" og vita hvort Red væri þar ennþá, eða hefði skilið eftir eitthvert heimilisfang. Ég gekk hratt að strætisvagnastöð- inni, til þess að aka inn í borgina. Og hverjum haldið þið að ég hafi mætt..? Einmitt lögregluþjóninum sem hafði komið tvisvar heim til okkar, og í bæði skiptin var Red með honum. Hann stanzaði og sagði: — Ég vona að þér hafið ekki haft meiri erfiðleika. Með hann, á ég við .......... — Með hvern? spurði ég. — Hvað eigið þér við? — Ég á við hann þarna, unga manninn. Hann var á lögreglustöð- inni í gærkvöld og ég ók honum burt. Ég sagði honum að ef hann ekki hætti þessari heimsku, yrðum við að taka til annara ráða .... — Hvar er hann? spurði ég. — Ég verð að hafa tal af honum. Ég hugsaði fljótt. — Hann er með útidyralykilinn okkar . — Það var verra, svo búið má ekki standa, frú. Ég sá hann ganga inn í „Villisvínið og hundinn" fyrir hálftíma síðan. ,,VilIisvínið og hundurinn" var knæpa sem við Howard fórum aldr- ei á, vegna þess að það var hálfsóðalegt þar. En núna neyddist ég til að fara þangað, það varð að hafa það. Allir störðu á mig, þegar ég kom inn. Hávaðinn hljóðnaði og karlarnir, sem voru í skutluspili, sneru sér við og góndu á mig. En Red var þar, guði sé lof. Hann sneri baki að mér og ég gekk til hans og klappaði á öxlina á honum. Hann horfði undrandi á mig, en það var eins og honum létti. — Ég verð að tala við þig, sagði ég. — Það er mjög áriðandi. — Fáðu þér sæti, ég skal sækja handa þér drykk, sagði hann. Þér er skítkalt. — Það liggur mikið á, sagði ég, — og við getum ekki talað saman hér inni. Þá drakk hann úr glasinu sínu og kom með mér út. Og á leiðinni heim til okkar reyndi ég að segja honum hvað hefði komið fyrir, og gerði það eins varfærnislega og mér var unnt. Þegar að hann loks- ins skildi, hvað hafði komið fyrir, snar stanzaði hann. — Ó, drottinn minn, þetta getur ekki verið satt. — Jú, víst er það satt, sagði ég. — Komdu bara og sjáðu það. Svo komum við heim, og ég var að vona að eitthvert kraftaverk hefði töfrað Howard burt af eldhúsgólfinu, en það var nú ekki svo gott. Hann lá þarna svo sannarlega ennþá. Red varð náfölur og bað guð fyrir sér, aftur og aftur. Svo sagði hann: — Þú verður að hringja í lögregluna, þú neyðist hreinlega til þess. Og þetta er líklega það sem þú rotaðir hann með? Hann hafði tekið hamarinn upp af gólfinu og stóð með hann í hendinni. — Fjand- inn hafi það, þetta er ógeðslegt .... Það var augljóst að hann horfði sjaldan á sjónvarp, og stundaði ekki kvikmyndahús, því að hann setti fingraförin sín allsstaðar á Framhald á bls. 46. VIKAN 33. tw. 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.