Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 45
'hafði hann ekki heyrt neitt frá barnsræningiunum síðan á föstu- daginn? Bruno kom tii hans og filkynnti, að það væri síminn til hans. — Það ■er utanbæiarsamtal, herra Paxton. Ég býst við, að það sé faðir yðar. — Hvað kemur næst? muldraði Andy um leið og hann fór inn til að svara. Það var eingöngu af áhyggjum vegna sonar hans, sem faðir hans hringdi. — Hvernig líður þér, sonur minn? spurði faðir hans. — Ég hef verið að reyna að hafa upp á þér síðan í gær, en af einhverri ástæðu tókst mér ekki að hafa upp á þér. Mig langaði að vita, hvort ég gæti hjálp- að þér með nokkuð. Andy hélt að svo væri ekki. — En þú veizt, að ég hef lagt örlítið til hliðar. Það er ekki mikið, en ef þú þarft á því að halda, þá máttu nota það eins og þitt eigið fé. Og þar að auki get ég selt hús- ið . . . — Þakka þér fyrir, pabbi, ég held að þess þurfi ekki, en mér þóttii gott að heyra í þér. — Segðu bara til, ef ég get eitt- hvað gert, hélt pabbi hans áfram. — Og Andy . . . Þegar allt er komið^ í liðinn aftur, finnst mér að þú ætt- ir að koma heim ásamt fjölskyld- unni, þá getum við farið í veiði- ferð saman. Það er mál til komið að strákurinn kynnist afa svolítið. Andy lofaði því. Hann var mun hressari við að finna traust föður- ins á að allt yrði gott á ný og Andrew litli gæti átt með þeim ham- ingiusama framtíð. Um miðdegisverðarleytið varð þó nokkuð uppþot, þegar hraðsendill kom með bréf til Andys. Það var krafa um lausnarfé, en átti ekkert sameiginlegt með fyrri bréfunum og lykilorðið „Næturgali" kom hvergi fyrir. Andy sá sér til gremju, að þetta var falsbréf, og lét lögregt- una hafa það. Það var ekki það eina, sem gerðist í þá áttina þann daginn. Undir kvöld gripu tveir leynilögreglumenn mann, sem var að reyna að klöngrast yfir múrinn umhverfis garðinn. Hann var með bréf, þar sem hann heimtaði lausn- arfé. f Ijós kom að þetta var geð- truflaður maður, sem hafði áður sent þekktu fólki hótunarbréf. Blaða- mennirnir höfðu lagt lestrarstofuna undir sig og notuðu sér þessi atvik eftir beztu getu, en létu Andy ann- ars f friði í fullvissu þess, að þeir vissu jafnmikið og hann. Andy var eirðarlaus og niður- dreginn, þegar hann settist við mið- degisverðarborðið ásamt Lissu. Hon- um kom þægilega á óvart, að sjá stól tengdamóður sinnar standa auðan, en forðaðist að spyrja nokk- uð út f það. Ef til vill bar hann innst inni ótta um, að hún myndi allt í einu skjóta upp kollinum, ef hann spyrði. Þegar þau voru setzt, kom Bruno inn og kveikti á sjónvarps- tækinu. Andy horfðl spyrjandl á Lissu. — Einn blaðamannanna sagði. að við ættum að sjá fréttasending- wrra, útskýrði Lissa. — Hann vildi e'kki segja hversvegna. Það var þegar farið að útvarpa ffréttunum. Þulurinn var að segja ífrá járnbrautarslysi . . . Ráðuneyti sagði af sér . . . Jarðskjálfti í S- Ameríku. Andy einbeitti sér að imatnum og hugsaði um vandamál sfn. Allt í einu greip Lissa í hand- ILegg hans. — Andy! Það er mamma! Andlit tengdamóðurinnar skein •við þeim með vandlega hugsuðu feimnisbrosi. Þulurinn sagði: — I kvöld höfum við fengið frú Ivora Deane í heim sókn. Ommu hins horfna barns 'Paxtonhjónanna. — Frú Deane, þér komið hingað í alveg sérstöku til- efni, er ekki svo? Jú, einmitt, sagði móðir Lissu. — Eg er mjög þakklát fyrir, að það ihefur náð fram að ganga . . . Ekki aðeins þakklát vegna sjálfrar mín, Iheldur einnig vegna Lissu, dóttur iminnar, og að sjálfsögðu vegna Andrews litla. Myndavélin sogaði hana til sfn og sýndi nærmynd af henni: — Það :sem ég ætla að segja, er bón til þeirra, sem hafa rænt barnabarni mínu. Ég vona að þeir heyri til mín, hvar sem þeir eru. Ég grátbið ykk- ur að skila Andrew aftur heilum og 'höldnu, áður en þið kremjið hjarta vesalings móður hans. Rödd henn ■ar skalf: — Ég bið ykkur að sýna miskunnsemi . . . Ef þið aðeins gæt- ■uð séð, hversu niðurbrotin af sorg ■og örvæntingu þessi hughrausta •unga móðir er, mynduð þið ekki hika eina sekúndu við að skila barn- inu aftur. Ivora Deane rak vasa- klútshornið upp í augnakrókana. — Hugsið eitt andartak um ykkar eig- in móður . . . Minnizt þess, hve ó- ■eigingjörn hún gaf ykkur allt, án þess að krefjast nokkurs f staðinn . . Og miskunnið ykkur yfir þessa ör- væntingarfullu móður, sem er niður- brotin á sál og Ifkama. — Drottinn minn sæll og góður, þetta getur ekki verið satt, hvfslaði Lissa og það fór hrollur um hana. Framhald í næsta blaði. í fullri alvöru Framhnld af bls. 2. hér voru stúlkur á ferð. Ekki kvað kunninginn sér hafa verið mögulegt að dæma kynferði unga fólksins eftir klæðnaðinum. Öll þrjú klæddust gallabuxum, víðum að neðan og leðurjökk- um. Það er víst af sem áður var, að ungar stúlkur lögðu sig i líma við að rækta með sér hina kvenlegu eiginleika. Og svo kór- ónaði kunninginn söguna, þeg- ar hann sagði mér frá þvi, að ekki fengjust síðbuxur á konur þarna i útlandinu nema með buxnaklauf. Þar er öfugstreymið farið að keyra um þverbak. milfl- 06 HTMmMI M KÁPUR Glæsilegt úrval Nýjar sendingar vikulega D RAGTIR HATTAR BERNHARÐ LAXDAL HANZKAR Kjörgarði TÖSKU R BERNHARÐ LAXDAL Akureyri VIKAN ». »1.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.