Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 15
Nokkrum mínútum síðar stóð Charli* í dyrunum. Hann var hræðslulegur á svipnn. — Hvað er að, hvíslaði hún. — Þetta er í fyrsta skipti sem hann hefir sézt þarna, sagði hann. — Ég var svo viss um að hann hefði atvinnu þarna, eða byggi einhvers- staðar í nágrenninu, og að þetta hefði allt eðlilega skýringu. En hvernig á að skýra þetta með ein- fætta manninn? Mig dreymir draum og svo upplifir þú hann, það er öruggt að mig dreymdi þetta. Ég get ekki skilið hvernig það má vera að þú hittir einfættan mann og rang- eygða konu, bara vegna þess að mig dreymir það! — Það þýðir ekkert að verða reiður, Charlie. — Það hlýtur að vera skýring. Ég ætla að hringja til læknisins. — Nei, hrópaði hún, og gekk í veg fyrir hann. — Það máttu ekki gera. Ætlarðu að láta loka okkur bæði inni á geðveikrahæli . . . Um nóttina kom þeim ekki dúr á auga. Þau lágu þegjandi í myrkr- inu, og hún vissi að Charlie hélt sér vakandi, hann þorði ekki að sofna. Þegar að klukkan var orðin sex, sagði hann: — Það er eins gott að fara á fætur . . . Eftir því sem leið á sunnudag- inn fór Emmy að líða betur. Hún var viss um að þessi vökunótt hefði hjálpað þeim. Hvað sem þetta var, hlaut það að taka enda. Og þegar að Charlie fór að geispa sagði hún, ákveðin: — Nú förum við að hátta og sofa, Charlie! komdu nú. Vesalings Charlie sofnaði, um leið og hann lagði höfuðið á kodd- ann, og hún sofnaði líka strax. Charlie var kominn á fætur, þeg- ar hún vaknaði næsta morgun. Hann virtist eiga mjög annríkt. — Ég borða einhversstaðar á leiðinni, tautaði hann um leið og hann gekk f átt til dyranna, en hún sá and- litið á honum í speglinum. Hún æddi á eftir honum og togaði í hann. — Nei, Charlie, þú mátt ekki fara fyrr en þú hefir sagt mér hvað þig dreymdi. Þú verður að gera það, ég get ekki beðið allan daginn eftir þvf að vita hvað þig dreymdi. — Það var ósköp ómerkilegur draumur. Skilurðu ekki að öll þessi vitleysa byrjaði, vegna þess að ég sagði þér draumana. En þú hefðir ekki vitað hvað mig dreymdi, hefði þetta ekki komið fyrir þig . . . Hann ýtti henni til hliðar og flýtti sér út. Hún hló, þegar að hún skildi hvað hann átti við. Auðvitað var þetta rétt. Ef hún vissi ekkert um þessa drauma, gat hún ekki heldur upplifað þá. En hvað þau höfðu verið heimsk. Við kvöldverðarborðið sagði hún honum að hún hefði haft rólegan og áhyggjulausan dag. — Og ég, sem aldrei kaupi við dyrnar, gat ekki annað en keypt af konunni. Ég hugsaði sem svo, að hún þyrfti Ifka að lifa, svo að ég keypti grænmet- ishníf. Fyrst ætlaði ég að láta sem enginn væri heima, en sá eftir þvf. Aumingja konan hafði ekki nema þrjú fingur á annarri hendinni . . . En hvað er að þér, Charlie? Hversvegna horfði hann svona einkennilega á hana? Rétt eins og að hann væri hræddur við hana. — Charlie, sagði hún, og röddin var skræk. Hann stóð upp og flýtti sér út. . . Hún sat eftir, eins og steinrunnin. Það var eins og herbergið fylltist af einhverjum óhugnaði, sem teygði fálmara sína eftir henni, þrýstu að hjarta hennar og vöfðust um háls- inn, eins og hengingaról . . . Hún gat ekki losnað við drauma hans! Þótt hún vissi ekkert hvað hann hafði dreymt, varð hún að upplifa þá. Dag eftir dag, eitt- hvað sem Charlie hafði dreymt. Hún æddi út úr húsinu, út á göt- una. Hún sá hann álengdar. Hann slagaði, eins og dauðadrukkinn maður. Hún hljóp eftir honum, hrað- ar en hún hafði nokkru sinni áður hlaupið. Að lokum náði hún honum og greip í handlegg hans. Hann nam ekki staðar, hægði ekki einu sinni á sér. Þau héldu áfram, og án þess að vita hvernig, voru þau komin heim til sín aftur. Dyrnar stóðu opnar og þau gengu hinn, án þess að segja eitt einasta orð. Þegar að hún sá að hann var að reyna að brosa, fannst henni að hjarta sitt væri að brezta. — Ó, Charlie, vesalings Charlie — Fyrirgefðu hvað ég haga mér kjánalega, en ég gat ekki gert að því . . . — Ég skil það svo vel . . . — En nú verðum við að tala um þetta. — Já, Charlie. Hann horfði ekki á hana, leit bara niður á hendurnar, sem titr- uðu ennþá. — Ég skil þetta ekki, ég get hreint ekki skilið þetta. Ég hélt að það væri nóg, að ég segði þér ekki frá draumunum. Það virt- ist svo einfalt. En nú, nú vitum við að það dugar ekki, þú upplifir þessa drauma, hvort sem ég segi þér þá fyrirfram eða ekki. En ég ætla aldr- ei framar að hegða mér eins og núna í kvöld. Þegar þú segir mér hvað hafi komið fyrir, ætla ég fram- vegis að láta sem ekkert sé, þótt það sé nákvæmlega það sem mig hefir dreymt. Svo leit hann á hana, ákveðinn á svipinn. — Hér eftir ætla ég að taka þetta á mig, skilurðu það? Hún gat aðeins kinkað kolli . . . Svo komu óendanlega langar næt- ur. Dagarnir voru líka langir og leiðinlegir. Emmy lét Charlie ekki vita af því, að hún vissi hvenær hann dreymdi. Þá leit hann ekki á hana, en flýtti sér út. Hún var stöð- ugt hrædd um að eitthvað gæti komið fyrir. Það gat svo sem al- veg eins verið innan dyra sem ut- an. Gat það verið þetta, — eða hitt? Konan sem tók körfuna henn- ar í misgripum, eða dauði hundur- inn, sem hún hrasaði um. Þetta voru allt smáatvik, en einkennileg samt, einna líkust martröð . . . Það hlaut að vera ónotalegt fyrir Charlie að vita alltaf fyrirfram, hvað kæmi fyrir hana á daginn. Ósjálfrátt kom hann upp um sig. Þegar að þau sátu til borðs á kvöld- in, var hún vön að segja honum það sem á daginn hafði drifið, þá sá hún alltaf á honum þegar að hún kom að einhverju sem hann hafði dreymt. Hann beit þá saman vörunum og tók ekki einu sinni eft- ir því að hún þagnaði. Þetta var orðið hræðilega þvingandi. Hún hafði ekki talað við neinn af kunn- ingjum sfnum í háa herrans tíð, og ekki haft löngun til þess heldur. Hún var komin með bauga undir augun, og ekki þurfti hún að hafa áhyggjur af fitunni lengur . . . Og Charlie! Hún fann til, hvert sinn sem hún leit á hann. Hann var búinn að komast að því, hvern- ig hann kom upp um sig, svo að nú breytti hann aldrei um svip, með- an hún talaði og virtist alltaf vera á verði. Nú var ekki lengur mögu- legt fyrir hana að vita hvenær . . . Charlie kvaldist ekki síður. Hann potaði í matinn, þótt hún væri allt- af að búa til uppáhaldsréttina hans. Hann horfði ekki á hana, þegar að hún var að tala við hann . . . Og hann hló aldrei. Þetta var heldur ekki til að hlæja að, eða neitt til að horfa á. Eitt kvöldið gat hún ekki stillt sig lengur. — Þetta getur ekki geng- ið svona lengur, þetta verður að taka enda. Hún barði f borðið, svo að glasið hennar vallt á gólfið. Þá fór hann að hlæja, hló eins og trylltur maður og benti á gler- brotin. En svo hætti hann að hlæja, jafn skyndilega og hann byrjaði. Svo tók hann báðum höndum fyrir andlitið og sterklegar axlir hans titruðu. Hann grét, Charlie hennar var að gráta. Þetta kvöld tók hún ákvörðun. Hún kyssti hann og fór svo að hátta. Svo lá hún í myrkrinu og fann að hann sat kyrr og þorði ekki að hátta. Hún óskaði að hún gæti sagt honum að nú yrði allt gott aftur, hann þyrftu engu að kvfða. Því að frá og með deginum á morgun gerði ekkert til hvað hann dreymdi, þá væri hún ekki lengur til að upplifa drauma hans. Morguninn eftir sat hún lengi við eldhúsborðið, eftir að hann var far- inn. Hún hefði viljað kyssa hann innilega að skilnaði. Svo skrifaði hún á bréfsnepil: „Elsku Charlie, þetta er bezt fyrir okkur bæði. Þeg- ar annað okkar er farið, er hitt frjálst. Þín Emmy". Svo náði hún í glasið með haus- kúpunni og krosslögðu beinunum, hún hellti innihaldinu í glas, og fyllti það svo með mjólk. Svo leit hún, f síðasta sinn út í garðinn. Þá sá hún að Charle var að sveigja inn f heimkeyrzluna. Hún flýtti sér að setja glasið inn í ísskápinn, stakk bréfinu í töskuna sína og fleygði glasinu f ruslafötuna. Svo studdi hún sig við stól, svo að það væri ekki eins áberandi hve skjálf- andi hún var. — Hvað, hvað er að Charlie? — Ég var búinn að ákveða að segja ekki neitt, vegna þess að það er ekkert hvasst. En ég varð að koma aftur, Emmy. Þú verður að lofa mér því, að fara ekki út, hvort sem það hvessir eða ekki. Ég ætl- aði ekki að segja neitt, vegna þess að það er algert logn . . . — Logn? — Við þurfum ekki að vera hrædd, vegna þess að það er logn. Hann hné niður á stól. — En ég varð að koma aftur, þetta var svo óhugnanlegur draumur. Lofaðu mér því að fara ekki út. . . — Hvað er þetta með rokið, Charlie, hvíslaði hún. — Þetta var á Marken street brúnni; þú stóðst þar, á miðri brúnni, og við hliðina á þér stóð maður, með hauskúpu andlit. Og allt í einu kom stormsveipur og feykti þér yfir handriðið . . . Hann dró hana að sér. — Lofaðu mér því að fara ekki út í dag . . . — En það er alveg logn, Charlie, sagði hún himinlifandi. Svo hljóp hún út. Það var ekki einu sinni and- vari. Ljómandi af ánægju kom hún aftur inn. — Skilurðu það, Charlie, nú erum við frjáls. Alla hina draum- ana gat ég upplifað, en ekki þenn- an. Það er enginn maður til, sem hefir andlit eins og hauskúpa, og svo er alveg logn úti . . . — En lofaðu samt. . . — Ég er svo hamingjusöm, að ég lofa hverju sem er . . . Þegar að hún var orðin ein, Ijómaði hún af ánægju. Hún flýtti sér að símanum og hringdi á veð- urstofuna. — Haldið þér að það hvessi í dag? — Nei, það er algert logn. Það verður ekki einu sinni vindblær f dag. Hún klæddi sig f flýti. Þér skjátl- ast, Charlie. Það sannast ekkert, ef ég er kyrr heima. En brúin . . . Hún fór úr vagninum við brúna. Hún hefði getað sungið af ánægju. Framhald á bls. 44. VIKAN 38. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.