Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 22
ast um aS jörðin sé þarna ennþá, og þeir ekki ennþá aS fullu sam- einaðir guði í himnasal fyrir hlaupa- gleði sína. Litla fimm ára hnátan sem geng- ur næst á eftir pólitíinu er reynd- ar engill, en ekki af vængjaættinni heldur hinni sem er miklu geðþekk- ari. Hún sveiflar priki í hringi og ber fæturna hátt eins og dáti f kongens hær. A eftir henni koma tvær raðir af meyjum, á aldrinum fimmtán til sextán ára. Þær bera há kasskeiti spennt undir kverk, stuttpils og létt stfgvél sem auglýsa form fótarins. Það eru þær sem flagga með hvftt híalín. Þær hafa sama guðlega inn- blásturinn í kroppnum og hestarn- ir, svo að æruverðugar frúr bæjar- ins lenda í streði með menn sína sem að sjálfsögðu eru algjörlega afvopnaðir gagnvart slfkum nátt- úrusjarma. Síðan koma tvær stórar lúðra- sveitir. í þeirri sem fyrr gengur, eru börn undir tíu ára aldri, en f þeirri síðari allt að sextán ára. í miðri fylkingu gengur stjórinn, full- orðinn maður með skrautlegt prik í hendi og skartbúinn á átjándu aldar hermannavísu. Undir húfu- skyggninu brennur stolt sem eng- um er léð utan þeim sem æskan hrein hefur valið sinn foringja. Flokkurinn sveigir af aðalgöt- unni, niður á ráðhústorgið við sjó- inn. Borgin dunar af hornagný og fólkið sem er f þann veginn að hætta vinnu sinni við reiknivélar, skóflur eða hefilbekki, rennur óð- ara á hljóðið eins og fé á smalans hó. Ráðhús Oslóborgar stendur við sjávarsíðuna og horfir yfir höfnina, á sjómennina koma að með afla sinn og verzlunarflota landsins leggja f ferðir um öll heimsins höf. Húsið er stolt og stílhreint, — minn- ir þó töluvert á tilsvör Hákonar konungs í stríðinu og vitnar um norska umbyggingu frá sterkri fornmenningu til nútíma glans- og glæsimenningar. Turnar þess rísa til himins eins og draumar um mikla framtíð, byggðir á magn- þrunginni reynslu f fortíð. Á tröppum þessa húss, milli höggmynda Péturs, Páls, Straums af jógínum verksins, völdu lúður- þeytarar æskunnar sér stöðu. Þau léku og sungu fyrir mig sína barns- legu gleðisöngva. Þeir endurgullu í fornum múrum Akerhus-virkisins sem er frá fjórtándu öld, og breiddu sig um borgina inn í hjörtu þús- unda. Furuklædd fjöll sendu lengi á millum sín óminn af viðlaginu: „Det er solvejr og vár í mit sinn". Þannig tók Osló á móti mér. Það er ætíð með hálfum hug, ef ég ónáða frá vinnu sinni þá menn í þessum heimi sem dag og nótt sitja yfir samsetningu dýrðarverka fyrir börn eða fullorðna. Þvf er það alltaf með dálitlu samvizku- biti að ég hringi síma eða dyra- bjöllu slíks manns. — Hver veit; hefði ég látið hann f friði, þá hefði hann ef tii vill fundið einmitt þann sannleik sem veröldina þyrstir eft- ir og fært á bók handa eilífðinni að erfa. En ef þú hefur ekki að- eins eigin erindi að reka heldur vinar, þá má það teljast afsökun. Vinir eru helgir. Fyrir málstað vin- ar hefur þú ekki aðeins móralsk- an rétt til þess að ónáða hvern sem er heldur skyldu. (Annars get- ur maður fengið sálarþrykk ef sá skyldi nú skyndilega burtkveðjast úr seilingarfæri þessa heims.) Því taldi ég mig heppinn að hafa meðferðis bréf frá vini mfnum og þar með löglegt erindi til rithöf- undarins Torbjörns Egners. Ég leitaði í símaskránni og fann að hann býr í landi því sem Ed- vard Munck gaf ásamt villu sinni sem byggingarlóðir fyrir listamenn. Svo hringdi ég. Á meðan ég beið, var ég að hugsa um að hvað í ósköpunum ég ætti nú að segja við manninn. Ég mundi ekki eitt einasta orð í norsku nema „billetterr". Ætti ég ekki bara að segja: afsakið skakkt númer? Bréfið sendi ég svo bara í pósti. En þá mundi ég ekki heldur hvernig „skakkt númer" er á norsku svo það var engin undankomuleið. — Já, er þetta hjá — (O andskot- inn) — er det hos herre Egner? — Ja, det er meg. — Oh, yes, — það vill segja, — Om forlatelse. Fjandans klúður! — stopp muna eftir Napóleon — til síðasta manns — hægt — rögg á heilasellurnar!) (Byrja á byrjuninni!) — Jeg er en islensk student. — Kommer fra Moskva . . . Har pakke, det vil sige, brev . . . Hvor til jeg skulle bringe det? (Bara stólpa- ræða I) — Er denne pakken til meg? — Jovist. . I (Geníalt!) Og svo skýrði ég stórslysalaust frá því hver sendandinn var. Eftir það afrek var ég svo ánægður með sjálfan mig, að ég lét eftirfarandi flakka allt í einni bunu: — Jeg har ogsð önsket meg at treffe Dem. De har en liten stund for meg ... jeg mener hvis De har ekki noe imot, sá kunne jeg komme med den pakken. — Har De tid nu i kveld? — Mál- rómur hans var þýður og léttur: — Ja, ja jeg har altid tid. — Sá kommer jeg til hotellet og henter Dem í bii om ti minutter. — Jovisst... I Jeg mener; mange tak. Þótt í þetta hús komi margir gest- ir, þá á húsmóðirin til bros handa öllum, og börnin virðast ekki verða leið á að koma niður af herbergj- um sínum til þess að samneyta þér við borð. Það er eins og hérna sé fólk búið að hlakka lengi til komu þinnar. Margir menn, enda þótt þeir hafi ekki afrekað helming af lífsstarfi Egners, hvorki að magni né kval- íteti, sjá eftir tíma sem fer í að tala við ókunnuga forvitna lærlinga og sýna þeim af yfirlögðu ráði sem minnsta gestrisni nema þeir hafi fyrir hann beint brúk. Enn fátíðara er að oss sé veitt kaffi og koníak með allri fjölskyldunni hjá tíma- bundnum snillingum. En Torbjörn Egner lét ekki þar við sitja. Hann sýndi mér verk sín, bækur, teikn- ingar, lög og óframkvæmdar hug- myndir í heilt kvöld. Og hann spjall- aði við mig um mikla höfunda, leikhús, gamla norska sveitamenn og um börn. Hann hefur safnað sextán bindum af bókmenntasýnis- hornum fyrir skólabörn, — alla bekki. Slíkt verk er óunnið hjá þeirri þjóð í norður-Atlantshafi sem talin er af mörgum mesta bók- menntaþjóð heims, að minnsta kosti af sjálfri sér, — og heitir ennþá íslendingar. (Icelanders). Egner er lágvaxinn maður, hæg- látur en sporléttur og greinilega verkmaður iðinn. Hendur hans eru afar aðgætnar, einkum þegar hann fer þem um bækur. Augun eru stór, gráblá, virðast róleg en vök- ul. Ég hygg að ekki fari rhargl merkilegt framhjá þeim. Þessi augu lýsa af umhyggju. Það er ekki um- hyggja af þeirri gerð sem allir þekkja og nær ekki út fyrir stofu- veggi, heldur einnig til ókunnugra manna, dýra og blóma. Sennilega er það þessvegna sem hann skrif- ar bækur betri en almennt gerast. Skrif eins manns verða aldrei stór ef kærleikur hans er smár. Hann vrðist mundu berskjaldaður fyrir ertni eða illkvittni og þakklátur þér ef þú læfur slíkt eiga sig. Hann leysti mig út með bóka- gjöfum og spurði hvort ég vildi ekki vera svo vænn að taka við peningum hjá sér að láni. Ég get ekki sagt annað en að óðal meist- arans Munck sé höfðinglega setið. En það búa þar nú reyndar fleiri en Egner. Sólin var um það bil að búa sér náttstað bakvð furutrén þegar Egner ók mér heim til Studenterby- en pá Sogn. Það var hinn eldlegi litur Muncks á furutrjánum. Og meistarinn greinilega sjálfur á ferð um skóginn að endurlifa ævintýr lífsins í kvöldeldsins faðmlögum við ástkonur og menn, þegar borg- in er gengn til náða og borgarinn sefur við nælonmjúka frú án þess að hafa grun um allar þær miklu opinberanir sem yfir geta komið á einu kvöldi. Um eitthvað þessu Ifkt heyrði ég á hjal kvöldgolunnar eftir að Egn- ersfólkið var ekið burt í bíl sín- um. Einn dagur í Osló liðinn. Og nú fyrst tók ég eftr því að ég var bú- inn að tala við Norðmenn heilt kvöld án tungumálaerfiðleika. Kannski menn skilji ef þeir vilja? Ásjónur veraldarinnar eru marg- víslegar. Og veröldin virðist geta sett upp hvert það andlit sem henni sýnist hvenær sem er. Einnig getur hún æfinlega skipt um til þess að þókn- ast skapi þínu. Einu sinni fóru tvær kellingar saman á Hveravelli. Hjá annarri var veðrið þar: — Þessi djöfuls hryssingur eins og alltaf, — en hjá hinni var — þetta líka sálar- endurnærandi fjallakul. — Þó skildu þær aldrei. Sértu dapur, þá gránar heimur- inn og það gerir undireins þoku. Sé þér þungt um loft og finnist þú þurfa að brjóta af þér viðjar, þá tekur náttúran einnig til við að brjóta af sér klaka. Það köllum við vor. En ef þú tortryggir heiminn, þá er hann vís til þess að umturnast í eintóma glæpamenn. Takir þú aft- ur á móti fólki með opnu hjarta eins og fjölskyldan Egner þá getur öll veröldin átt til að opna þér sína milljón arma. Auðvitað má svo ekki gleyma þvl að þótt þetta sé svona, þá er það einnig alveg öfugt: Ef veröldin snýr lengi í þig súru andliti, þá er hætt við að af þér fari flírubrosið, eins og kerlingin sagði. Hlutir og fyrirbæri hafa sem sagt ekki fastákveðna ásjónu heldur breyta þeir gjarna um eftir duttlung- um og afstöðu manna til þeirra. Er til dæmis sama í hvaða landi maður rekst á hermann eða skilti með áletruninni „hernaðarsvæði", enda þótt þú þykist vera hreint og beint á móti hermennsku. Ég hef séð þessi skilti hjá Amerí- könum í Keflavik og hjá Rússum I ýmsum borgum ásamt tilheyrandi skriðdrekum, múrum og gaddavír og ævinlega fundizt við sllka sýn að allt mitt strit eftir viti og leit að Iffsfegurð, væri gert að engu I einum svip og ekkert eftir nema auðvirðileg klessa eins og af eggi sem hefur tekizt á óeftirgefanlegan Framhald á bls. 29. 22 VIKAN 38. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.