Vikan

Issue

Vikan - 23.09.1965, Page 27

Vikan - 23.09.1965, Page 27
 Gjafirnar teknar upp. I'au fá margar i) góðar gjafir. eitt og annað til gagns í nýstofnuðu heimili, eitt og annað tii skrauts og augnayndis. i Veitingar eru svo f jölbreyttar, að menn verða að gæta sxn á því einu að horða ekki yfir sig. Og hópurinn rabbar saman, allt vinir og kunningjar. -O Inni biða búin veizluborð. Það eru ham- ingjusöm ung hjón, sem ganga upp tröpp- urnar. O o :■ ý'T r . Q Síðan koma meiri veitingar. Þá er það kransa- kakan, sem er ómissandi í hverju brúðkaupi. Hjón- in ganga að kökunni og brjóta af henni að öllum viðstöddum, og síðan fá allir vænan skammt. Veizlan stendur sem hæst, en brúðhjónin draga sig í hlé og halda til íbúðar sinnar. Fram undan er brúðkaupsnóttin, síðan hveitibrauðsdagarnir — ný aðlögun að nýstofnuðu hjónabandi og heimili. Brúðarvöndurinn, tákn eilífðar og fegurðar, er í forgrunni myndarinnar, sem kveður brúðhjónin og árnar þeim allra heilla um ókomin ár.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.