Vikan

Útgáva

Vikan - 23.09.1965, Síða 29

Vikan - 23.09.1965, Síða 29
Torbjörn Egner Framhald af bls. 22. þinghúsvegg, og má sín einskis þótt allir viti að eggið ber frjómagn lífs- ins en veggurinn ekki. Einu sinni sá ég danskan soldáts- strák spranga sig eftir færeyskri bryggju með húfuna ofan í aug- um, hnakkann aftur á hrygg, yfir- gengilega langa ammeríska síkrettu í kjaftvikinu og kallmannlega klossa á löppunum. Hann kunni þá list umfram inn- fædda að spýta í austur og vestur án þess að taka síkrettuna út úr sér og lét vaða til hægri og vinstri um fjalirnar sem gamall karl var rétt að snurfusa. Þetta gerði hann af einskæru sakleysi og ánægju yf- ir því að vera mesti maðurinn i plássinu og hafa umfram náung- ann tileinkað sér fagrar listir, með- al stórþjóða. Þetta minnti mig á öll þau um- hyggjuverk góðra gamalla handa sem spýtt hefur verið á og allt það hið smáa og stóra sem stórir gór- illuklossar hafa troðið í skít af þvi að þeir voru of uppteknir af sjálf- um sér til að skilja verð þess, eða eru metnir eftir annarlegum mæli- kvarða. Eg minntist samlanda þessa unga Dana, Kaj Munks, sem erfið- aði við sköpun mikilla hugsana, en var einn góðan veðurdag rif- inn upp frá verki sínu og skotinn eins og hundur af mönnum sem brutu álíka heilann um rétt og rangt eins og þessi ungi maður. Það var allt og sumt. Það er svo erfitt að skrifa bækur en svo yfirtak vandalaust að hleypa af riffli, að mér fannst ég vera hjálparvana, fékk andþrengsli og tár í augu. Eg gekk á afvikin stað og þerraði augun. Og veröldin var grá þennan dag. En hjá dananum unga var ver- öldin glæsibjört. Hann spígsporaði á bryggjunni og fannst mikið til um eigin tilveru í svona reffilegu gull- hnepptu júníformi, við hliðina á tuskuðum færeyskum erfiðismönn- um og íslenzku idjóti í gömlum frakka með málningarblettum á erminni. Hefði ég sagt honum sem mér fannst, að hann væri að trampa á heiðri danskra vitmanna og spýta í andlit Kaj Munks þá hefði hann eflaust dregið þá ályktun að guð- inn myndi ekki hafa sæmt mig heila til þess að hugsa með eins og sjálf- an hann. Og hefði hann séð mig klökkna, þá hefi hann ályktað að ég væri ekki karlmaður. Það eru ekki karlmenn sem gráta. Það eru karlmenn sem fíra (freta), og spýta og trampa með stórum skóm. Allsstaðar þar sem ég hef rekizt á soldát, hefur sú hugsun yfirþyrmt mig hvernig einfeldni þessara stóru barna, veikleiki þeirra fyrir karl- mennsku og garpskap, er og hefur verið virkjuð af skuggamönnum með önnur áhugamál en uppbygg- ingu velferðar og skapandi anda- giftar ( heimi órum. Mér er ekki illa við heimskt fólk fyrir annað Rowent'db SJÁLFVIRK BRAUÐRIST vaCur (páCrrv-n & Co. Snorrabraut 44 - Sfmi 16242 en það hversu auðveldlega það gengur á mála hjá eigingjörnu og miskunnarlausu fólki. Því fæ ég hjartslátt og klígju í hvert sinn sem ég mæti þessum sjálfumglöðu sak- lausu dátastrákum, sem jafnvel telja sér heiður að því að vera att til morðverka við ormaveika bænd- ur suður í fjarlægu Viet-Nam. Þú labbar sem leið liggur frá Eystri-brautarstöðinni eftir Strand- götu einn sólskinsdag, þegar þú át1 frí en höfnin kraumar af vinnu. Halikranar mala og aka sér fram og til baka með langsigldar vörur í klónum. Þeir bera upp úr skipun- um og fylla á vagna sem síðan fara í tignarlegum lestum vítt um land. Menn hrópa. Skip sigla. Máv- ar líta eftir að ekkert fari til spillis. Þú beygir til hægri fyrir nesið, út á hinn bakkann sem öll borgin sézt frá og himinninn og hafið og skóg- urinn. Blár heiður norrænn himinn. Himinn norðurljósa bjartra nátta, himinn arnar og fálka. Þinn him- inn. Þá er það einnig þitt haf sem þú sérð, þín fjöll, þín borg, þín skip og þínir verkamenn sem þú sérð. Allt í einu stendur þú andspænis múrvegg. Þetta er gamall múr. Hann er byggður úr ótilhöggnu grjóti og vex gras milli steina þann- ig að hann sýnist vaxinn uppúr landinu sem þú hefur orðið ást- fanginn af. Þinn múr. Hann er um tíu metra hár og ramefldur, byggður af þeirri ást á handverkinu sem einkennir meistar- ann. Það er fallegur múr þinn múr Og ef sagan sem hefur gerzt inn- an þessara virkisveggja er þér að nokkru kunn, ef gamall myndskurð- ur á veggjum, vopn og klæði minna þig á garpa og skáld sem þú hef- ur numið um á móðurknjám einu sinni, þá finnur þú einnig til tengsla við fallstykkin á virkisveggnum og verður hlýtt til soldátastrákanna sem standa vörð um virki þinna verðmæta. Hangi þar einhversstað- ar skilti bak við gaddavír, með áletruninni ,,Heryfirráðasvæði", þá vekur það stolt en ekki klígju. Það var afmælisdagur kóngsins þegar ég gekk upp á Akerhus fæstning. Dátarnir voru að skjóta kónginum til heiðurs. Þeir voru stoltir vasklegir og upplitsdjarfir enda höfðu fallbyssurnar hátt hjá þeim. Bergið undir hinni fornu kon- ungshöll gnötraði, eldar blossuðu og púðurreykurinn steig til himins. Nú vantaði okkur bara óvin á fjörð- inn. Sá skyldi nú fá fyrir ferðina. Soldátastrákar! Þið eruð mikið bra! Lifi kóngurinn okkar! Bomm! Mér fannst ekki lengur að sol- dátar væru heimskir. Kannski norsk- ir hermenn séu það ekki í raun og veru? Það ætti þó að vera svipað og í öðrum löndum, er það ekki? En þeir eru reglulega geðþekkir ! sakleysi sínu og barnslegri sjálfs- ánægju. Offísérarnir sýnast bara kurteisir og intelígent. Eru þeir það í rauninni eða sýnist mér það bara af því að þeir eru norskir en ekki ameríkanskir? Kannski. Veröldin hefur mörg andlit og sýnir aðeins það sem maður er í skapi til þess að sjá, af því að augu okkar duga ekki til þess að sjá nema eitt af andlitum hennar í einu. Þjóðverjarnir sáu ekki annað við Kaj Munk, en það að hann væri á móti sjórn þeirra í Danmörku. Þeir spurðu ekki hversvegna en svör- uðu á þann hátt sem einfaldastur var, einnig vasklegastur: Lifi for- inginn! BOMM! Eftir að hafa verið allan dag- inn á Byggðey, og séð víkingaskip- in sem aftan úr grárri fornöld lyfta gapandi trjónum til hæða og all- ar gömlu stofurnar, sýnishorn af lífi þjóðar í þúsund ár, þá hlýtur maður að finna til straumþungans í mannlífsins framrás og þess, hversu hrikalegt það er á vöxt t heild sinni gegnum aldir. Þá blikna mjög og rýrna við slíkan saman- burð þessi venjulegu dæguráhuga- mál fólks um lakkaða bíla, prívat eignir, slips og popp. Þá er gott að vera frjáls til að ganga um litlar götur meðal vafningsviðargróinna einbýlishúsa, hlusta á vindinn og hundgá í fjarska. Eða þá rifja upp þau gleðiefni sem menn hafa mannazt til þess að búa sjálfum sér í heilbrigðu samfélagi, raðhús lista- verkum prýtt, safn Muncks fri ad- gang) unglingahljómsveit borgar- innar . . . Eg eigraði eftir litlum stíg sem lá upp á viði vaxna hæð og lét hugann spásséra um allífið. Hann nam staðar við stríðið. ER mögu- legt að allur sá gróði og glans sem hérna hefur verið safnað saman ásamt víkingaskipum og byggða- safni sem geyma sögu Noregs verði þurrkað út í einni sviftingu af yfir- borði jarðar? Nei, auðvitað er eng- in ástæða til þess að hugsa þann- LATUH OKKUR SJA - JA - HIKN HELMINGURINN G2FI SIG FRAM VIÐ JOHNS MAJOR I SKALA 19 VIKAN 38. tbl. 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.