Vikan

Issue

Vikan - 23.09.1965, Page 31

Vikan - 23.09.1965, Page 31
leikhúsi sem á beinna erindi við þessar hugleiðingar minar í gangi um borg nútímans: Það hékk aug- lýsing frá stærsta bíóhúsi bæjarins í forsalnum: „My fair lady, — et eventyr, en dagdröm, en henrivende flukt frá virkeligheten"! Auglýsend- ur, þeir sem eru verulegir bissnis- menn og um það þarf ekki að efast með forráðamenn Colosseum- bíósins, hafa gott auga fyrir því á hvaða strengi er árangursríkt að slá. Bjóði þeir vöru sína til flótta frá veruleikanum, þá getur maður treyst því að almenningur hefur á- huga á slíkum flótta. Mér hafði fundizt norskur veruleiki svo glæsi- legur að ég átti erfitt að skilja frá hverju er þörf að flýja. Frá Grieg? Eða höggmyndum Ströms við ráð- húsið? Eða frá unglingahljómsveit- inni? Eða eru þessir hlutir ekki norskur veruleiki heldur útstilling- arbrúður? Þá mundi ég eftir tölu sem ég hafði heyrt óminn af á lúðrasveitarhljómleikunum við ráð- húsið. Það var formaður félagsskap- arins sem sagði, að það væri erfitt að halda svona uppi. Getur það verið í svona stórum og fegurðar- elskandi bæ? Og var hann ekki eitthvað að minnast á peninga? Mikið rétt. Yngstu börnin höfðu ver- ið á ferð innan um mannfjöldann með sparibauka og fólkið hafði dreifzt eins og örskot. Þetta var þá ekki að tilverkan lýðræðislega kosinna fulltrúa samfélagsins skipu- lagður yndisauki fyrir bæjarbúa og gesti, heldur sníkjuferð barna sem vilja fá að læra mússík! Hafa þessi börn orðið að leggja á sig þreng- ingar til þess að geta sungið: „Det er solvejr og vár i mitt sinn"? Þetta er sem sagt verk nokkurra ein- stæðra sjálfsafneitunarmanna en ekki stórhuga samfélags. Var það rétt að fyrir brygði ein- manaleik ( augum Torbjörns Egn- ers? Á hann kannski ekki of marga sálarbræður? Á herrann á hæðinni ( Mellbydalen kannski fleiri? Það er kannski létt að kaupa hljóðfærið en erfiðara að spila á það, og hvergi hægt að nema þann slátt sem Myllarguttinn kunni þótt sjónvarps- og kóklaus væri. Er bílanna jarmur og neonljós- anna hrópanir orðnar það háværar að fólk heyri ekki raddir vindsins? Flug 714 Framhald af bls. 17. inn. Dauf tunglskinsglæta smaug niður á milli skýjanna. — Ef við verðum heppnir, verð- ur þetta góð ferð, sagði hann. — Veðurspáin var mjög hagstæð. Flugvélin flaug inn f ókyrrt loft og tók að hoppa Ktið eitt. Nokkurn tíma einbeitti flugstjórinn sér að stjórninni. Svo spurði hann: — Hvernig gengur þér með Bar- böru? — Ja, svona og svona. Við sjáum nú till Flugstjórinn leit snöggt á aðstoð- arflugmanninn. Víssulega endistfað Sílver Gillette Já-o^mykt |>essendíst revndi tKwi écfekkkafr en onnur rakblöé" endistog' endist Engir maðter -og ég sem getfeT veiðitif á morgun á piii Silver Gillette-þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist — Hvað áttu við? Sjáum nú til? Ef þú ert eitthvað að gera hosur þínar grænar fyrir Janet, er eins gott fyrir þig að hætta undir eins. Helmingurinn af starfsliði flugfél- agsins er að sverma fyrir henni. Gerðu þér ekki lifið erfiðara en nauðsynlegt er, fíflið þittl Fjórum metrum fyrir aftan þá var umræðuefni þeirra að taka við pöntunum fyrir kvöldverðinn. — Má bjóða yður eitthvað að borða, sir? spurði hún Spencer. — Vð erum með lambakótilettur og steiktan laxl — Ég held að fái lambakótilett- ur, takk. — Einnig ég, sagði Fellman. Næsta hálftímann var Janet önn- um kafin að bera fram matinn. Að lokum höfðu allir fengið sinn skammt, og hún gat tekið símann og þrýst á hnappinn. — Já. Það var rödd Petes. — Ég hef borið fram matinn, sagði Janet. — Loksins! — Hvort viljið þér lambakóte- lettur eða steiktan lax? — Andartak ... hún heyrði Pete spyrja flugstjórann, svo kom hann aftur: — Er fiskurinn góður? — Hann lítur ágætlega út, sagði Janet. — Það hefur enginn kvartað undan honum ennþá! — Við tökum laxinn, sagði Pete. — En stóru skammtana, Ijúfanl Minnstu þess, að við erum ennþá að vaxa. VIKAN 38. tbl. tJX

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.