Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.09.1965, Side 46

Vikan - 23.09.1965, Side 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Leiðbeiningar fyrir ungar stúlk- ur um viðeigandi framkomu - aðallega gagnvart piltunum, sem bjóða þeim á skemmti- staði. Um leið er komið inn á mörg önnur svið, þar sem heppilegt er að kunna rétta hegðun. Kynning Komi pilturinn heim til að saekia ykkur, á að kynna hann fyrir þeim, sem hann hittir á heimilinu, reyndar líka fyrir þeim kunningjum, sem þið hittið úti — þó ekki nema um sé að ræða, að þeir kunningjar stanzi eitthvað hjá ykkur. Sú regla gildir alls staðar, að sá yngri er kynntur fyrir þeim eldri, þ.e.a.s. nafn yngra mannsins er nefnt fyrst, sá sem lægra þykir settur í þjóðfélaginu er kynntur fyrir þeim, sem meiri virðingu hefur hlotið, og karlmaður er alltaf kynntur fyrir konu, nema maðurinn sé towm/v* miklu eldri en hún, t.d. mundi sextán ára skóla- systir ykkar vera kynnt fyrir pabba ykkar. Stúlka stendur ekki upp, þegar karlmaður er kynntur fyrir henni, ekki heldur séu það jafnöldrur henn- ar, en sé hún kynnt fyrir eldri konu, verður hún að standa á fætur. Karlmaður stendur undan- tekningarlaust upp, sé hann kynntur fyrir konu — ungri eða gamalli. Kynning getur verið mis- jafnlega hátíðleg, stundum er bara sagt, þetta er N.N. (yngri maðurinn), og síðan nafnið á konunni eða eldra manninum, oft er sagt eitt- hvað á þessa leið við konuna (eldra manninnn): Mamma, (ef verið væri að kynna piltinn fyrir henni) má ég kynna N.N. fyrir þér, þetta er móðir mín, S.S., en það er ekki nóg að segja, þetta er mamma, eða frænka eða þvílíkt, því að auðvitað er áríðandi fyrir piltinn að fá nafn- Á leiðinni og við komuna á skemmti- stsðinn ið, sem hann mundi nota í samskiptum við hana. Látið hann ekki bíða lengur en fimm mínútur eftir ykkur, þegar þið farið eitthvað saman — heldur ekki endalaust við borðið, eftir að þið eruð komin á staðnn, meðan þið lagið ykkur í snyrtiherberginu. Það fer ekki hjá því að hann verði ergilegur af því. Ef þið þekkizt lítið getur verið erfitt að halda uppi samræðum. Yfirleitt ætti stúlka að venja sig á að svara aldrei bara já eða nei í samræð- um við fólk, sem hún þekkir lítið eða hefur ný- lega verið kynnt fyrir. Reynið að bæta ein- hverju við setninguna, sama hve lítið það er — einhverju, sem gefur tilefni til frekari umræðna. Gefið honum tækifæri til að opna fyrir ykkur bílhurðina og aðrar dyr, en rjúkið ekki sjálfar til þess, áður ,en hann kemst að. Anið ekki inn á undan honum í salinn, herr- ann á að finna borðið og tala við þjóninn. Hann gengur þvi inn á undan, eða ef nóg pláss er ( salnum, gangið þið inn hlið vlð hlið. Svo kemur hér ein ráðlegging, sem er ákaf- lega mikilvæg og á við hvar sem er: Verið ekki vandræðalegar við gullhamra. Þiggið þá með glæsibrag, þ.e.a.s. brosið og þakkið fyrir. Upp- hrópanir eins og: Nei, það er ég ekki, eða: Það er ekki satt, eða: Mikið geturðu verið falskur, eru afskaplega afkáralegar, en þó tekur út yfir allt, þegar stúlkan í einhverju vandræðalegu mótmælafáti vekur athygli á göllum sfnum. Hann segir henni kannski, hve augu hennar séu fal- leg, og hún segir, að það sé nú ekki aldeilis, annað þeirra sé svolítið skakkt; þá veit hann það, þótt hann hafi aldrei tekið eftir því áður — sjáið þið ekki hvað átt er við? í næsta blaði verður svo talað um fram- komuna eftir að komið er á staðinn, borðsiði og margt fleira. ÓHREINT HÁR HREINT Á SVIPSTUNDU Sé hárið óhreint og feitt og ekki sé timi til að þvo það, en stúlkan ætli samt út að skemmta sér, má bjarga því við með þurrshampoo og bursta hárið vel á eftir. Sé það ekki til heima, má nota hafra- mjöl eða hveitiklið, en það þarf ekki síður að bursta vel úr. LEGGIÐ HARIÐ UPP ÚR BJÓR EÐA PILSNER Sé hárið bleytt með öli, verður það bæði viðráðanlegt og hæfilega stíft. Lagningin helzt ágætlega í þvi og hárið fær fallegan blæ — þó er þetta heppilegra fyrir dökk- hærðar eða skolhærðar stúlkur en Ijóshærðar, því að blærinn verð- ur stundum örlítið rauðleitur. Lyktin hverfur um leið og hárið þornar. VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.