Vikan

Útgáva

Vikan - 04.11.1965, Síða 11

Vikan - 04.11.1965, Síða 11
— Við höfum nú verið andskoti nærri því hvað eftir annað. Og tæki- færi gefst óreiðanlega enn ó ný. — Ég segi, að við munum ekki hrapa. Ég þori að veðja, að eftir klukkutíma sitjúm við í ró og næði í strætisvagninum yfir til London. — Jó, þér getið sagt það. Þér þurfið ekki að lenda þessu appa- rati. Ég er ekki eins viss. Það er eins gott að þér fóið að vita það strax . . . George só votta fyrir óþolinmæði í augum læknisins og snöggþagn- aði. Fellman hreyfði höfuðið örlítið f óttina til Janet. George beit ó vörina. Hann dró andann djúpt, sneri sér snöggt við og fór til henn- ar. — Stúlkan mín, sagði hann, eins glaðlega og hann gat. — Þú ættir að fó flugkrossinn eða hvað þær heita nú þessar medalíur. Þú ert fliót að hugsa og fljót að fram- kvæma! Það hefði sennilega verið betra að þú hefðir setið í þessu sæti fró upphafi. Stúlkan svaraði ekki. Hún sat grafkyrr og starði stöðugt beint framfyrir sig. Spencer sneri óróleg- ur til höfðinu og leit á Fellman. Fellman kom til þeirra. — Nú er allt í lagi, ungfrú Ben- son! Viljið þér nú ekki aftur hafa sætaskipti við Spencer flugstjóra? Það var eins og Janet vaknaði af dvala þegar hún heyrði vingjarn- lega rödd læknisins. Hún reis á fæt- ur og rýmdi til fyrir George. Hún brosti meira segja við Fellman, en það var frosið, framandi bros. Fellman hvíslaði að George: — Ég verð að láta hana gera eitthvað annað um stund. Hún hef- ur fengið taugaáfall. Hvað segið þér um að ég verði loftskeytamað- urinn yðar stundarkorn? Ungfrú Benson . . . Stúlkan horfði rólega á hann. — Já, læknir? — Haldið þér ekki að þér getið hitað svolítið sterkt kaffi handa okkur? Mér finnst einhvernveginn að við þurfum þess. — Siálfsagt. — Ég skal hugsa um loftskeyta- tækin á meðan. — Já, læknir . . . Janet Benson stóð nokkra stund hikandi, eins og hún væri að velta því fyrir sér, hvort hún ætti að gegna eða ekki. Síðan opnaði hún dyrnar og gekk fram. Fellman andvarpaði. — Jæja þá! Ætli hún spjari sig ekki úr þessu. En hún var hætt komin þarnal George hallaði sér yfir stýrið. — Er ekki hægt að læsa þessum dyrafianda? Ég vil ekki fá annan brjálæðing yfir mig. — Þér getið verið rólegur, Spenc- er! sagði Fellman brosandi. — Héð- an í frá skal ég verja yður fyrir öllu illu. Og nú verðum við að láta Turner heyra i okkur. Hann heldur að við séum öll búin að vera! — Andskotinn hirði hanni Hann sér okkur á radarskerminum! — Það er ennþá verra. Fellman greip hljóðnemann og þrýsti á hnappinn. — Ha|ló, London Airport, þetta er flug 714! Gerið svo vel að svara. Yfir! Turner lét ekki bíða eftir sér. — Hvern andskotann eruð þið eiginlega að gera? hvæsti hann. — Það liggur við, að þið séuð kom- in út af skerminum. Nú eruð þið á móts við Watford. Ætlið þið að halda áfram til Skotlands, eða hvað eruð þið að hugsa? — Andartak, Turner, sagði Fell- man kuldalega. — Það er að heyra, sem vinur minn Spencer eigi í dá- litlum erfiðleikum með flapsa og hjól. Að hann eigi erfitt með að halda ferðinni í gegnum loftið, þeg- ar við byrjum að lækka okkur. Við verðum að fara yfir þetta einu sinni enn, flugstjóri. — Nei, nei, muldraði George við hlið hans. — Þið getið bölvað ykkur upp á, að þið skulið fá að gera það, æpti Turner. — En fyrst verðið þið að snúa við. Halló, 714, eruð þið tilbúnir að taka hundrað og átta- tíu gráðu beygju? Fellman leit á George. — Til hægri eða vinstri? — Skiptir ekki máli, veljið þið bara. Fellman hallaði sér að George: — Hægri eða vinstri: Spencer- George gretti sig. — Eiginlega ætti ég að móðg- ast, sagði hann. — Spyrja flugmann, hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri! Til hægri auðvitað, bætti hann svo við. Til hægri! Segðu þess- um sadista þarna niðri, að ég ætli að beygja til hægri! — Halló, London Airport, sagði Fellman. — Við ætlum að beygja til hægri. — Okay, sagði Turner þreytu- lega. — Það hefði verið betra að beygja til vnstri, en það er bezt að þið hafið það eins og þið vilj- ið, svo þið röflið ekki meira en nauðsynlegt er. Þegar þið hafið far- ið hundrað og áttatíu gráður, eig- ið þið að fínstilla áttavitann, svo hann standi á hundrað sjötíu og fiórum. Hafið þið skilið það? Ger- ið svo vel að hafa það eftir! — Og við heyrum, sagði Fell- man. — Fyrst eigum við að taka hundrað og áttatfu gráðu beygju og fara síðan aftur á hundrað og sjötíu og fjóra. Ég reikna með, að þá lendum við á ný yfir flugvell- inum. — Duglegur strákur, sagði Turn- er. — Þér eruð fæddur loftsiglinga- fræðingur. Hvert fór stúlkan annars? — Hún er að hella upp á. — Hm. Þetta fer að vera svolítið heimilislegt! Allt í lagi, segið til, þegar þið eruð tilbúin að beygja! Fellman leit á George. — Ertu tilbúinn, George? - Já. — Beygðu þá! Til hægri! Og vertu bara rólegur! George leit til hægri, beindi hlið- arstýrinu til hægri og renndi sér inn í beygjuna. Hann tók þetta heldur geyst, en spyrnti í á móti og hélt við. Hann fann að gömlu við- brögðin voru að vakna hið innra með honum. Hann átti ekki í nein- um erfiðleikum með að beygja! Ef þau gætu bara beygt endalaust, þar til þau væru komin niður á jörð! Niðri í flugturninum sagði radar- maðurinn: — 714 í sjónmáli aftur, sir. — Ég sé. Hann beygir ágætlega. Hann þrýsti á hlióðnemarofann. — Gott, Spencer! hrópaði hann. — Þetta hefði ég ekki getað gert betur sjálfur. George brosti beisklega. — Og ég, sem hélt að þér vær- uð þjálfaður atvinnuflugmaður! muldraði hann. Kaldhæðnin fór framhjá Turner. Hann var niðursokkinn í að reikna út framhaldandi stefnu flugs 714. — Halló, radar, sagði hann. — Hvað viljið þið fá hana langt út? — Fimm mílur duga, svaraði rad- armaðurinn. — Ég ætla að reyna að gefa honum upp einhver staðaheiti, sem hann getur áttað sig á. Hann var kunnugur á þessum slóðum í stríð- inu. — Ætli hann þekki nokkuð af gömlu stöðunum ennþá? — Ef þú telur eitthvað upp, skal ég spyrja hann. Það varð hljótt um stund, stðan kom: — Látum okkur sjá. Nú er hann á móts við Harrow, hefur það vinstra megin við sig. Þekkir hann Egham? — Ég skal spyrja hann. Turner þrýsti á hlióðnemarofann. — Halló, Spencer! Eruð þér þarna? — Við erum hérna, svaraði hin rólega rödd Fellmans. — Þekkir Spencer Egham? Borg- arhluta suðaustur af Eaton? I flugklefa 714 sneri Fellman sér spyriandi að Spencer. — Þér heyrðuð, hvað hann sagði. Þekkið þér Egham? — Það held ég. — Allt í lagi. Þá segjumst við þekkia Egham, hrópaði Fellman í hljóðnemann. — Þér þurfið ekki að hrópa, sagði Turner ergilega. — Ég heyri liómandi vel ennþá. — Fyrirgefið. — Breytið stefnunni yfir á hundr- að og níutíu gráður. Einn níu núll. Núi Spencer beygði varlega. Komp- ásinn snerist fyrir framan hann. — Svona! sagði hann hógvær- lega. Einn-níu-núll-gráður! Látið vita um það! — Við liggjum í einn-níu-núll, sagði Fellman í hlióðnemann. — Það er goft! Verið kyrrir þar, þangað til þið sjáið Egham. Segið þá til! Þið eigið að vera þar eftir ... Turner þagnaði og hugsaði sig í flýti um. — Þið ættuð að vera þar eftir þrjár mínútur. George hallaði sér áfram og rauðsprengd augu hans minnkuðu. — Ég held ég sjái þangað, sagði hann. — Gott, sagði Fellman. — Eg- ham framundan, flugstjóri! — Gott, sagði Turner. — Farið framhjá Egham og beygið síðan til vinstri! Staðnæmist á Ein-sjö-núll- gráðum. Fljúgið þannig eina mín- útu, beygið þá til vinstri og takið aftur stefnu núll! Hafið þið með- tekið það? — Er þetta einhver flugsýning, eða hvað, muldraði George. — Rólegur, bara Spencer, sagði Fellman. — Ég skal endurtaka þetta stig fyrir stig. Eruð þér vissir um, að það sé Egham sem er fram- undan? — Já, ég þekkti vatnsturninn! — Gott. Þér hafið minni eins og hestur! George flissaði taugaóstyrkur að þessum eigin brandara. Dyrnar opn- uðust og Janet kom fram með bakka og á honum voru tveir rjúk- andi kaffibollar. — Getið þið drukkið kaffið núna? sagði hún með sinni venjulegu rödd. — Aðeins andartak, ungfrú Ben- son! Við ætlum bara að beygja fyrst. Janet lagði bakkann frá sér á gólfið. Hún hallaði sér yfir flug- mennina tvo, sem lágu meðvitund- arlausir á gólfinu. Báðir önduðu ró- lega en lágu í diúpum dvala. Hún lagaði teppin á þeim, reis svo upp aftur, og hallaði sér að stól Fell- mans. — Hvernig gengur, dr. Fellman? Framhald á bls. 39. VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.