Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 18

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 18
Þ1 1 anddyri Hótel Borgar, 'létu fara vel um sig í bakháum hægindastól- um, reyndu að leiða hjá sér fyrirgang ungra aðdá- enda úti fyrir, sem klesstu nefin upp að gluggarúð- unum og hrópuðu: Kinks! Kinks! Þeir eru að koma! eða önnur álíka vígorð. Svo kom ferðabíllinn og fjórmenningarnir, Ray, Dave, Pete og Mick plús tveir fararstjórar gengu út í sólskinið. Það varð uppi fótur og fit á gang- stéttinni, ungpíur veifuðu blaðsneplum og ritföng- um og báðu um eiginhandarundirskriftir hjá goð- unum, en að þessu sinni var enginn tími til að standa í slíkum stórræðum. Goðin höfðu líka af- ráðið að vera laus ailra slíkra mála þennan dag. Auðvitað hafði það verið Ray Davies, hinn alvar- legi og síþenkjandi fyrirliði þeirra félaga, sem hafði brotið upp á því, að úr því þeir væru komn- ir alla leið norður til íslands, væri ekki úr vegi að eiga eins og eina dagstund úti á landsbyggðinni — í stað þess að vera lokaðir inni eins og fuglar í búri. Hann hafði einhvern tíma heyrt, að ísland væri merkilegt fyrir margar sakir. Eftir talsverða samgönguerfiðleika úti á gang- stéttinni tókst öllum að sleppa inn í bifreið- ina. Ástandið úti fyrir var eins og í fugla- bjargi — en álengdar stóð hinn almenni borg- ari og horfði stórum augum á þessa aumingja ungu menn, sem voru svo ólánssamir að vera frægir! Það er ekki laust við, að piltarnir sakni þess stundum, að geta ekki notið frelsis og gengið um torg og stræti, án þess að vera með hala- rófu hávaðasamra unglinga á eftir sér. Pete Quaife sagði við okkur, þegar bifreiðin nam staðar við umferðaljós í Lækjairgötunni og ungar stúikur komu hlaupandi á eftir bílnum: — Fyrst þegar ég komst í kynni við þetta, hafði ég það á tilfinningunni, að við værum apar í sýningarbúri. Nú er ég fyrir löngu kominn á þá skoðun, að þetta séu aparnir. Hann benti út um gluggann á skarann, sem enn hélt áfram að hlaupa á eftir bílnum. Þetta var fallegur dagur og litirnir í Esju eins og þeir gerast fegurstir á haustin. Ferð- Ileimasætan að Reykjum, Guðbjörg I’órðardóttir, í skemmtilegum félagsskap — ásamt þeim Dave Davies, Pete Quaife og Mick Avory. ANDRÉS INDRIÐASON FÓR í FERÐALAG íNÁGRENNI REYKJAVÍKUR MEÐ THE KINKS, OG AF FERÐASÖGUNNI, SEM HÉR FER Á EFTIR MÁ RÁÐA AÐ: líka verið folk Jg VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.