Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 37

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 37
—- FaSir Richard sér, að ég þarf ekki á tólk að halda til að tala við koriu. Hann bar pípuna að vörum sér og púaði ákaft, án þess að hafa dökk, heit augun af Angelique. — Stjörnufræðingur minn sagði mér.... að í dag, miðvikudag, væri minn heiiladagur og svo komuð þér.... Ég get sagt yður.... að mér líður ekki vel í þessu landi. Venjur þess eru furðulegar og óskiljan- legar fyrir mig.... Hann gaf þjóni sínum bendingu um að færa þeim ávaxtadrykk og mola úr tyrknesku, glæru deigi. Angelique sagði varfærnislega, að hún gæti ekki skilið, hversvegna hans hágöfgi liði ekki vel. Hvað fyndist honum svona framandlegt i frönsku háttarlagi? —-Allir.... Náungarnir. . .. hér — hvað kallið þið þá? — Menn jarðarinnar.... — Bændurnir? — Einmitt. Þeir horfa á mig án þess svo mikið sem að hneigja sig. Hvilík ósvífni! Enginn hefur snert jörðina með enni sínu!.... kon- ungur yðar vill láta færa mig til sín eins og fanga.... í vagni.... með varðmenn við dyrnar.... og þessi litli peðringur, sem síendur- tekur: — Flýtið yður, við verðum að fara til Versala — eins og ég væri sióhalc — það er að segja óþægðarskepna, eins og asni.... meðan ég hinsvegar er þeirrar skoðunar, að af virðingu við hinn mikla kon- ung yðar beri að fara mér að öllu hægt.... Hversvegna hlægið þér, ó, fagra Firousi, með augu, sem Ijóma eins og gimsteinn gimsteinanna? Hún reyndi að útskýra, að þetta væri allt saman mikill misskiln- ingur. 1 Frakklandi auðmýkti sig enginn, nema hvað konur hneigðu sig, og hún sýndi ambassadornum, honum til mikillar ánægju, hvernig. —• Ég skil, sagði hann. — Þetta er einskonar dans.... hægur trúar- dans.... sem konur dansa frammi fyrir húsbónda sínum. Þetta finnst mér mjög fallegt. Ég skal kenna konum minum að gera þetta. Að lokum hefur konungur yðar hugsað í náð til mín, úr því hann hefur sent yður hingað. Þér eruð fyrsta manneskjan i þessu landi, sem hefur skemmt mér.... Frakkar eru hræðilega leiðinlegir! — Leiðinlegir! mótmælti Angelique hneyksluð. — Yðar hágöfgi fer villur vegar. Frakkar hafa orð á sér fyrir að vera mjög kátir og gam- ansamir. Að svo mæltu bjó hún sig til farar. Óánægja ambassadorsins var mjög greinileg. Hún varð að bera fram margar skýringar og afsakanir, til að koma honum i skilning um, að I Frakklandi væru konur ekki álitin aðeins kynsvölunardýr, og enginn gæti unnið hylli þeirra, án þess að gera fyrst hosur sínar grænar fyrir þeim eftir platonskum leiðum. — Persnesku skáldin okkar kunna að syngja þeim lof, sagði ambassa- dorinn. — Fyrir mörgum öldum sagði hið mikla skáld okkar, Saadi: Sá ást þína hlýtur, veit eilífa gleði, og ellina hrekur úr Paradís sinni. Og atlotin þín ráða bænarátt minni. því þú ert mitt austur, til þín rís mín bæn. — Er það þannig sem rnaður á að tala.... til að vinna hinar Þrjózku- fullu frönsku konur?.... Ég skal kalla yður Madame Turquouise.... Madame gimstein.... I okkar landi er blái liturinn dáðastur. Áður en hún gat vörnum við komið, hafði hann dregið gildan hring af hönd sinni og rennt á baugfingur hennar. — .... Madame gimsteinn.... þetta er til að undirstrika þá ánægju, sem ég hef af Því að horfa í augu yðar. Þessi gimsteinn hefur þá náttúru að breyta lit, ef sá maður eða kona, sem bera hann, eru maka sinum ótrú. Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framh. í ncesta blaSi. Bílaprófun Vikunnar Framhaid af bis. 9. fá kaldan, svalandi gust, en hvorki regn né ryk í kaupbæti eru tvær ristar ofan á mælaborðinu miðiu, og með þeim geturðu stillt hvar þú vilt fá gustinn og hve sterkan. Þetta er svipað kerfi og á Peugeot 404 og Renault R8 tók síðan upp, en ég veit ekki, nema gamla fyrir- komulagið hafi verið betra. Sé rign- ing, lætur þú vinnukonurnar í gang; þær vinna fremur hlióðlega og hafa góða yfirferð, og þurrka vel út til vinstri, en mikið vantar á hjá sum- um tegundum, að þess sé gætt. Hins vegar er rúðusprautan ekki góð. Það er handdæla, stýrð með þurrkurofanum, en dælir litlu í einu og er ófullnægjandi. Einfalt atriði en veigamikið. Að ytra útliti eru skiftar skoðan- ir um bílinn, en líklega fellur eng- inn í stafi yfir glæsileikanum. Því bíllinn er áberandi skottstuttur, og það gerir hann dálítið álappalegan, en um leið svo sportlegan, að mað- ur lítur á hann aftur, og þegar bíllinn hefur verið notaður nokkra daga, er það alvarleg móðgun ef einhver segir við umráðamanninn að bíllinn sé eins og rófustýfður hundur. Því það er einmitt það, sem ger- ir gæfumuninn með þennan bíl, að hann er sportlegur einkablll. Þetta atriði, stutta skottið, sem óprýðir hann við fyrstu sýn, gefur honum sportlegt útlit, en fallegur tækni- frágangur Peugeot gefa honum ýmsa þá eiginleika, sem manni finnst eiga að prýða sportbíl. Á ég þar við frábæra aksturseigin- leika, stöðugleika á vegi, aflmikla vél og vel unna aflútfærslu, lipurð í meðförum og góða, jafna hemla. Hitt er svo annað mál, að ég get talið upp ágalla fleiri en ég hef fingur, suma I ítilf jörlega, aðra veigameiri. Alla hina stærri skal ég telja upp. En samt er það svo, að þetta er einhver eigulegasti smá- bfll, sem ég hef kynnzt, bíll, sem ég myndi taka fram yfir marga aðra á svipuðu verði, sem hafa orðið vinsælir hér og það að verð- lekum. Mér fannst belgurinn á dekkjun- um full lítill. Það er einn af kostum bílsins, hve hátt er undir hann — Christain Dior varalitir Útsölustaðir ( Reykjavík: Gjafa- og Snyrtivörubúðin, Bankastræti 8, Hygea, Austurstræti 16, Sápuhúsið, Lækjargötu 2, Verzlunin Stella, Bankastræti 3, Hafnarfjörður: Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, AkureyrhVörusalan, Hafnarstræti.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.