Vikan - 04.11.1965, Page 41
Y~
UNDRAPÚÐINN
sem festir tanngóminn,
dregur úr
eymslum,
límist viS
góminn,
þarf ekki að
skipta daglega
SNUG er sérstaklega mjúkur plast-
ic-púði, sein sýgur góminn fastan,
þannig að þér getið talað, borðað
og hlegið án taugaóstyrks. SNUG
er ætlað bæði efri- og neðrigóm.
Þér getið auðveldlega sjálf sett púð-
ann á, hann situr fastur og hreins-
ast um leið og tennurnar. — SNUG
er skaðlaus tannholdi og gómnum.
Endist lengi og þarf ekki að skipta
daglega.
Snug
Heildsölu-
birgðir:
O. MÓLLER & CO.,
Kirkjuhvoli, Sfmi 16845.
LAUGAVEGI 59..simi 18478
Dl
kyrr þarna uppi maður! Verið kyrr!
Turner greip andann á lofti og
beið. Svo kom rödd George Spenc-
er, hás af eftirvæntingu og þreytu.
— Þér verðið að reyna að skilja
þetta, þarna niðri. Ég er að lenda.
Heyrið þér til mín? Ég lendi! Ég er
með fólk í flugvélinni, sem deyr
eftir minna en klukkutíma. Það get-
ur vel verið að ég eyðileggi flug-
vélina, en við verðum að taka
þeirri áhættu. Ég finn, að ég þoli
þetta ekki lengur. Þér verðið að
skilja þetta, Turner! Haldið bara
áfram að ná mér niður. Nú eru
hjólin komin niður!
— Jæja þá, Spencer, sagði Turn-
er þreytulega. — Jæja þá.
Hann setti heyrnartækin á sig
aftur. Hann hafði endurheimt sjálfs-
stjórn sína. En það fór krampakipp-
ir um hálsvöðva hans, hvað eftir
annað. Hann lokaði augunum eitt
andartak, opnaði þau svo aftur
og sagði með sinni rólegu, venju-
legu og karlmannlegu rödd.
— Þegar hjólin eru komin niður,
verðið þið að vera viss um, að
grænu Ijósin þrjú séu logandi. Hald-
ið stefnunni stöðugri! Ykkur er ó-
hætt að gefa svolítið meira bensín,
svo þið haldið sama flughraða með
hjólin niðri. Heyrið þér til mín?
— Við heyrum til yðar.
— Gott! Gangið nú úr skugga
um, að bremsuþrýstingurinn sé um
það bil fimm hundruð kíló. Mælir-
inn er hægra megin við aðstoðar-
dæluna. Eruð þér ennþá með?
Meðan Turner hélt áfram með
fyrirmæli sín, gekk flugvallarstjór-
inn út að glerveggnum og hvessti
sjónir út að sjóndeildarhring. Rós-
rauð birta aftureldingarinnar hafði
fengið gráan blæ.
Flugvallarstjórinn stóð grafkyrr
og hreyfingarlaus. Við hlið hans
sat flugtæknifræðingur við skrif-
borð. Fyrir aftan þá malaði Turner
áfram, látlaust og tilbreytingar-
laust.
— Gott Spencer! Ég skil nákvæm-
lega hvernig yður líður, og kannske
getið þér rennt svolítinn grun í
tilfinningar mínar líka. En við skul-
um fara varlega. Eruð þér sam-
mála?
— Svo sannarlega.
— Stillið spaðana! sagði Turner.
— Snúningshraðamælirinn á að
standa á fimmtíu. Ég veit, að þetta
er kannske dálítið flókið, en ég skal
endurtaka, ef þér þurfið. Þér verð-
ið að fá örugglega rétta stillingu
á alla fjóra spaðana!
— Tuttugu og tveir fimmtíu, end-
urtók George og hélt vökulu auga
með mælinum. — Janet, sagði hann
lágt. — Viltu vera svo elskuleg að
hafa auga með flughraðanum.
— Hann er hundrað og þrjátíu,
byrjaði hún hljómlaustri röddu. —
Hundrað tuttugu og fimm . . . hundr-
að og tuttugu . . . hundrað tuttugu
og fimm . . . hundrað og þrjátíu . . .
í flugturninum hlustaði Turner á
jafna og tilbreytingarlausa röddina
utan úr radarklefanum.
— Hæðin ennþá óregluleg. Níu
hundruð fet. . .
Osta-og smjörsalan sf.
VIKAN 44. tbl.
SÍMAR: 22206
22207
22208
llltima