Vikan - 04.11.1965, Page 48
/
Hin fjöShæfa S-11
verkefna trésmiðavél:
Bandsög, rennibekkur,
hjólsög, írœsari, band-
slípa, diskslípa, smergel-
skífa og útsögunarsög.
Fáanlegir fylgihlutir:
Afréttari þykktarhefill
og borbarki.
Fulikomnasla
Irésmíðaverhslæðiö
á minsta ðólKleti
fyrir heimili, skóla og verkstœði
EtViCO MAXIMAT AL-
HLIÐA RENNIBEKKUR.
verkfœri & járnvörur h.f.
Melitta kaffikannan
Framhald af bls. 47.
venjulega kaffikönnu, annaðhvort fyr-
ir 2 — 4 manns, eða venjulega fjöl-
skyldustærð og svo fyrir stórar fjöl-
skyldur eða hótel. En einnig eru litl-
ir pokar, gerðir fyrir einn bolla og
sérstaklega þægilegir í notkun. Ferða-
kanna er líka til af Melittugerð. Þeg-
ar hellt er á kaffið, verður að gæta
þess að hella beint 1 miðjuna, þannig:
að kaffið þyrlist upp og freyði, en.
freistast ekki til að hella utan með á
barmana, því að þannig nýtist kaffið
bezt. Þessir pokar eru líka heppilegir
til að búa til te í. Könnurnar og pok-
arnir fást í mörgum búsáhaldaverzlun-
um og er verðiö auðvitað misjafnt:
eftir því um hvaða gerð er að ræða..
T.d. kostar hulstrið eitt (minnsta gerð-
in) úr aluminíum með 10 blöðum kr..
95.—, úr postulíni með tilheyrandi
könnu kostar saman 210.— kr., ferða-
kannan 315.— kr., og eins manns boll-
inn kr. 128.— .
Fjölskyldan hélt ég
væri að slæpast
Framhald af bls. 27.
ferðina, hann þekktist bara ó sokk-
unum, fangamarkið hans var saum-
að í þá.
Það er farið að húma. Rétt und-
an landi liggur stórt skip, baðað
Ijósum. Og Ijósin í Reykjavík og á
Akranesi glitra og titra sitt hvorum
megin skipsins. Hlíf og Dagur sitja
í stóra glugganum, Hlíf starir á
Ijósin, Dagur á föður sinn, sem er
allur á valdi bernskuminninganna.
Freyr stendur hjá pabba, og horfir
upp á hann, hann vill ekki missa
af einu orði.
— Pabbi, hvað fannstu í þaran-
um? spyr Dagur ( ofvæni.
— Eg fann margt skrýtið í þar-
anum, þegar ég var drengur, segir
faðir hans og strýkur honum um
kollinn.
Eg sé, að það er orðið of áliðið
til að tefja lengur. Sigurjón fylgir
okkur út á hlað. Við horfum á eitt
verka hans, konumynd, sem stend-
ur þar í túni.
— Áttu ekki stundum erfitt með
að láta verk þín af he'ndi?
— Það þýðir ekkert að safna
þessu í kringum sig. Þó á ég erfitt
með að láta síðasta verk mitt, þang-
að til ég er búinn að gera nýtt.
Það eru einhver tengsl, sem ekki
má rjúfa.
Hann tekur hlýlega í hönd okkar
að skilnaði, og við horfum á hann
hverfa inn um dyrnar á vinnustofu
sinni. K.H.
Bréf til ömmu
Framhald af bls. 13.
fólk. Hann sagði að engir væru
eins. Sumir eru kannske agalega
góðir fótboltamenn, aðrir eru
bakarar. Svo eru iíka kennarar,
lestarstjórar og leikarar. Við
þurfum að hafa allt þetta fólk,
og það væri asnalegt að vera
reiður út í bakarann, þótt hann
kunni ekki að spila fótboita, við
eigum bara að vera glöð yfir því
að f4 kökur hjá honum. Þetta
sagði Bertil frændi...
Einn sunnudag, þegar veðrið'
var ekkert gott, fórum við í bíl-
túr. Við fórum í kirkju í þorp-
inu, sem er dálítið langt í burtu.
Við förum ekki eins oft í kirkju
og þegar þú varst hérna. En
hérna í sveitinni er allt þetta
fallega, sem guð hefir skapað,
trén, blómin, fuglarnir og sólin.
Og þegar kvöldgolan kemur,
heyrum við að hún hvíslar að
guð sé allsstaðar, það segir
pabbi. Þá sagði ég honum það
sem þú sagðir mér um bláklukk-
urnar, að þær hringi til guðs-
þjónustu úti í náttúrunni.
En í kirkjunni var ég dálítið
hræddur. Þar var allt svo stórt
og fallegt, en svo fátt fólk. Og
svo verður maður að sitja graf-
kyrr óg standa stundum upp,
líka þegar maður er að syngja.
Mér þykir mikið betra að biðja
til guðs, sem elskar börnin, á
kvöldin, þegar ég er háttaður. En
það ef samt afskaplega fallegt
í kirkjunni og fólkið syngur voða
vel. Hvernig er það í himninum,,
þar sem þú býrð hjá guði. Þú
sagðir einu sinni að þar gæti:
maður búið í paradís. Býrð þú í:
sumarbústað, eins og okkar?
Nú er að verða dimmt á kvöld-
in, og þá er komin tími til affi
flytja í bæinn. Á sumrin er svo
bjart, en á morgun kemur haust-
ið. Mér finnst það slæmt að hafa
dimmt á kvöidin, því að maður
getur ekkert séð í myrkri og svo
verður maður stundum myrk-
fælinn.
Einu sinni spurði ég mömmu,
hversvegna það þyrfti endilega
að vera dimmt á nóttunni. Þá
sagði mamma, að ef það væri
sól á nóttunni líka, þá þætti okk-
ur ekki eins vænt um hana, það
yrði bara leiðinlegt. En af því
að nóttin er dimm, verðum við
svo glöð, þegar bjartur dagur
kemur.
Ég er að verða svolítið syfj-
aður, en ég ætla ekki að fara að
sofa strax, ég þarf að segja þér
meira.
Elsku amma mín!
Við vorum í afskaplega fínni
veizlu í sumar. Þá átti pabbi
Palla fimmtíu ára afmæli. Það
var svo fín veizla, að mamma
varð að fara inn í bæ til að láta
greiða sér. Þegar hún kom aftur, „