Vikan - 17.03.1966, Qupperneq 18
^ sunnudagskvöldum brakar [ glerbrotum
undir hjólbörðum bílanna: allir drekka
og allir sem drekka brjóta flöskurnar
á götugrjótinu. Fari maður inn í hús (á eigin
ábyrgð) kemst maður varla hjá því að ganga
yfir ösku eftir marihjuana-neitendur í stiganum.
Ást í Harlem? Ástríður eru þar, hrollvekj-
andi og dýrslegar, eina ánægja fátæklingsins.
(Ef ykkur finnst ég nota frökk orð, er það vegna
þess að veruleikinn er miklu verri, en maður
getur gert sér í hugarlund).
Umhverfis Harlem er á eina hliðina Central
Park, hljóðlátur hvíldarstaður stórborgarinnar,
virðuleg einbýlishús á hæðunum sem liggja
meðfram Riverside Drive, ásar Norður-Manhatt-
an og f austur East River. Hinn stórkostlegi
mismunur á veröld negranna og heimi hvítra
manna, sést bezt á Fifth Avenue. Öðrum meg-
in eru íbúðir auðkýfinganna, hús, sem ein-
kennisklæddir dyraverðir hafa gát á og þar
sem snyrtilegar barnfóstrur fara með börnin á
leikvellina, þ.e.a.s. hvítu börnin. Hinum meg-
in Harlem, algerlega munaðarlaus heimur, þar
sem konurnar frjóvgast árlega, jafn reglulega
og að faðirinn hverfur, hverfur og kemur aft-
ur. Ást í Harlem? Fjölgun er svo ofsaleg að
hún er eins og ört vaxandi krabbamein, sem
er að sprengja fátækrahverfi. Barnafjölgunin
eykur óneitanlega fátæktina, sem nú þegar er
orðin svo ógnvekjandi að um það bil 300 börn
eru árlega flutt á sjúkrahús, skaðlega bitin af
rottum, oft dauðsærð.
Dick og Josephine búa í Harlem, Dick Hall,
28 ára gamall og Josephine Houston, 24 ára.
Dick og Josephine eru trúlofuð og ætla að
gifta sig, — þegar þau komast burt frá Harlem.
Það er bezt að taka það fram strax að Dick
og Josephine eru ekki táknrænt dæmi um Har-
lem-búa, þau eru mikið betur sett en almenn-
ingur þar. Þótt það sé ekki nema sú staðreynd
að þau hafa bæði atvinnu, þokkalega atvinnu,
gerir það að þau eru undantekningar í Harlem,
þar sem 25% af verkfærum mönnum hanga
á gatnamótum og vinnukraftur kvenna yfirleitt
ekki tekinn með f reikninginn. Þess utan hafa
þau bæði gengið [ skóla, gagnfræðaskóla og
það hafa þau líka yfir meðaltalið.
Maður getur hugsað eða látið sig dreyma
um það hvort ástin geti búið um sig f þessu
ömurlega umhverfi, meðal hinna vonlausu og
örvilnuðu; einhver vottur blíðu milli þessara
útigangsunglinga; — ærleg tilraun eiturlyfja-
neytanda til að rétta við vegna elskaðrar veru,
konu eða karlmanns. En þetta er aðeins skáld-
söguefni, bara hugarburður, því að vissu er
enga hægt að fá, það er ekkert samband við
þetta fólk. Sannleikurinn er sá, hinn hræðilegi
sannleikur er að við hina raunverulegu íbúa
Harlem-hverfisins, er ekkert samband. Maður
talar ekki einu sinni sama mál, og hvort ást-
in hefur nokkur lífsskilyrði þar er algert leynd-
armál.
— Ég veit hvernig þér er innanbrjósts, sagði
Dick, þegar ég færði þetta í tal við hann. —
En það þýðir ekkert að reyna að komast til
botns í þessu. Tortryggnin er of mikil, mismun-
ur á lífskjörum of stór. Þú hefur alið aldur
þinn í landi sem er stórt, frjálst og frjósamt.
Hvernig ættir þú að skilja náunga sem alinn
er upp hérna. Hann benti á sóðalegan bak-
garð, umkringdan háum húsum. Ég sá hrúgur
af gömlu kítti, sem fallið hafði frá gluggunum,
— ég sá dauðan hund, nokkrar yfirfullar rusla-
tunnur, glerbrot og ryðgaðar dósir. Ég sá tvo
smástráka í bófaleik . . .
— Hvað á að gera, sagði Josephine, sem yf-
irleitt var hlæjandi. — Rífa Harlem niður til
grunna og byggja nýtt. Það verður eflaust gert,
en ekki í okkar tíð.
— Fyrir okkur er aðeins eitt tækifæri, sagði
Dick. — Að vinna okkur upp og græða pen-
inga. — Komast héðan.
— Með því að vinna að jafnrétti negra?
— Þú mátt ekki misskilja okkur. Við höfum
talað mikið um þetta málefni. Allir negrar, sem
ekki eru algerlega niðurbrotnir hafa gert það.
En við höfum tekið ákveðna stefnu. Ef við
vinnum í frelsishreyfingunni, verðum við að
gefa allt annað á bátinn. Við höfum samúð
með baráttumönnunum, en við viljum ekki
fórna einkalífi okkar. Það eru líka til aðrar
leiðir. Maður reynir að vinna starf sitt af kost-
gæfni. Vinna sér inn peninga. Komasf hærra.
— Sýna það að negri sé jafnoki hvíta manns-
ins, hafi sömu hugsjónir.
— Þetta er miðstéttardraumur.
— Þú getur kallað það því nafni, sagði Dick.
— En ég held að þú missir marks að einu leyti.
Frelsishreyfing allra negra er miðstéttardraum-
ur. Hvað er það sem við viljum? Við viljum
ekki eyðileggja samvinnuna. Við viljum ekki
byltingu eða kommúnisma. Eða ef ég á að
segja það með öðrum orðum: við viljum ekki
standa fyrir utan, við viljum koma inn. Og ef
það er eitthvað sem þú skalt leggja á minnið,
þá er það þetta: Við viljum verða Ameríkanar,
reglulegir, viðurkenndir Ameríkanar.
— Er það nokkuð undarlegt að mig langi til
að lifa í friði og ró, eignast fallegt heimili,
horfa á sjónvarp og eignast börn, eins og hvít-
ar stúlkur gera? sagði Josephina.
— Eignast börn, sagði Dick, — nei, vina mín,
ekki ennþá. Við höfum ekki ráð á því ennþá.
Fyrst verðum við að safna peningum, svo get-
um við hugsað um að eignast börn.
— Varst þú að tala um miðstéttarfólk? sagði
ég.
Við gengum áfram í þessu ömurlega um-
hverfi, heim til Dicks. Hann hafði litla íbúð
við 127:e götu, þá götu sem Sammy Davies
jr. syngur um í ,,Golden Boy/# á Broadway.
íbúðin er ósköp lítil, eitt herbergi, eldhús, sem
er eiginlega ekki annað en eldunarkrókur, lok-
rekkja og amerísk húsgögn, þægileg, en langt
frá þvi að vera falleg. Þau sögðu mér ævisögu
sína.
Dick er fæddur á þessum slóðum, ekki langt
frá 127:e götu, í sóðulegum leigukassa, þeirr-
ar tegundar sem passar mjög vel við þær lýs-
ingar sem hann hefur gefið mér. En óendan-
lega veigamikið atriði aðskildi Hall-fjölskyld-
una frá flestum öðrum Harlembúum; það var
samheldni [ f jölskyldunni, faðirinn hélt sig
heima. Hann hafði ekki alltaf fasta vinnu, en
hann vildi vinna, þau höfðu aldrei mikla pen-
inga, en þau skrimtu.
Dick minnist þess hvernig rotturnar þutu fram
og aftur um kompuna, þar sem hann og bræð-
ur hans þrír sváfu. Hann segir ósköp venjulega
frá þessu, enda er það ekkert óvenjulegur at-
burður á þessum slóðum að samrekkja
rottum. Hann segir líka frá götubardögum, að
lögreglan hafi verið í hælunum á honum, eft-
ir að hann hafði brotið ráður; hann segir frá
hvernig hann hafi komizt að götuvændi og
spilafölsun. En allt er þetta fyrir honum liðin
tíð og hann segir frá þessu á furðulega óhlut-
lægan hátt.
Dick er greindur og það varð hans lán að
hann hafði alltaf góða kennara, sem tóku tillit
til hæfileika hans. Hann vinnur nú á stórri frétta-
stofu, „niðri í borginni" í alhvítri veröld og hef-
ur góða möguleika til að komast áfram.
Æska Josephine var tölúvert erfiðari. Hún
fæddist í Bedford-Stuyvesant hverfinu í Brook-
Josephine er 24 ára, Dick 28, og þau
eru trúlofuð. Josephine þarf að fara
langa leið frá íbúS Dicks til heimilis
síns um hættulegar götur, í þessu um-
hverfi þar sem „frjálsar" ástir eru jafn
sjálfsagðar og maturinn. Þrátt fyrir
þaS, gistir hún aldrei hjá honum. Þér
fáiS skýringuna á þessu í greininni.
Dick hefur litla notalega íbúS í Har-
lem. ÞaS sýnir aS þau eru einskonar
„yfirstétt" í þessum smánarbletti mann-
kynsins. Dick og Josephine hafa sam-
ÚS meS frelsishreyfingu negranna, en
þau taka ekkl þátt í henni. Hvers-
vegna?
jg vikav ll. tbl.