Vikan - 17.03.1966, Page 22
SMÁSAGA
EFTIR
ROBERT RUARK
Alec Barr hefur oft sagt við sjálfan sig, mörg-
um árum sfðar, að hann hafi aldrei hugsað
sér neitt alvarlegt f sambandi við Barböru.
Hann var að hefja fyrirlestrarferð sem átti að
byrja í Chicago, rétt eftir að ein bókin hans
kom út. Hann hafði drukkið sig fullan, vegna
þess að hann hafði andstyggð á þvf sem hann
var að gera. Þegar hann kom upp ( flugvélina,
var hann svo þjáður af timburmönnum að það
leið heill klukkutfmi þar til hann tók eftir sessu-
naut sfnum, hún var f einskonar blámóðu við
hliðina á honum.
— Þeir virðast ekki ætla að bjóða neitt á-
fengi í þessari ferð. Mild, skær en ákveðin rödd
reif hann upp af ömurlegum dvalanum. — Það
vill svo til að ég er af gamla skólanum og
tek alltaf með mér einhverja hressingu. Ég
held að þér ættuð annaðhvort að reyna að
lifna svolítið við, eða þá hreinlega að sofna
frá þessu volæði, herra Barr. Hvort viljið þér
heldur?
— Þér þekkið mig- sagði Alec bjálfalega og
deplaði augunum. Ljósið meiddi aum augu hans.
— Höfum við hitzt áður?
— Ég þekki yður. Þér eruð ekki algerlega
óþekktur. Þeir sitja stundum mynd af yður á
kápusfðu og stundum f dagblöðin Ifka. Eftir á
að hyggja þá erum við f sama sjónvarpsþætti.
Ég heiti Barbara Bayne og ég er léleg atvinnu-
leikkona.
Alec deplaði aftur augunum, svolftið gáfu-
legri á svipinn og tók við vasapelanum, sem
var úr hömruðu silfri. Hann sveið ( augun þeg-
ar hann reyndi að beina þeim í rétta átt.
— Auðvitað þekki ég yður. Ég hefi séð marg-
ar af myndum yðar. En þér voruð dökkhærð
á þeim. Og sú síðasta, sem ...
— Sem dó eftir fimm sýningar? Þér sáuð
hana Ifka og samt viljið þér drekka viskíið
mitt? Rödd Barböru Bayne var óhugnanlega
hressileg, þegar tekið er tillit til þess að hún
var að fljúga snemma morguns til þessarar
skltugu borgar, sem Alec hafði aldrei fyrr en
nú langað til að heimsækja.
— Mér fannst leikurinn ekki svo slæmur. Og
mér fannst þér vera ...
— Sæmileg, sögðu leikdómararnir. Það er yf-
irleitt ekki annað sem þeir sjá f mér. Þetta
er andstyggilegt orð. En sannleikurinn er sá að
óg læt yflrleitt vel að stjórn að rffst ekki við
mér betri leikara. Þessvegna er ég alltaf ráð-
In. Viljið þér vatn í viskfið?
— Ne-ei. Ég held ég vilji það óblandað. Mér
veitir ekki af hressilegri innspýtingu. Ætlið þér
ekki að drekka neitt?
— Ekki fyrr en þú býður mér til hádegis-
verðar f Chicago, sagði Barbara Bayne og brosti.
— Ég hefi beðið eftir þessu augnabliki í mörg
ár. Og mér finnst sfðasta bókin þfn „Algert
tap" alveg dásamleg. Hún hlýtur að hafa kom-
ið beint úr görnunum.
Alec Barr saup stóran sopa úr pelanum og
hristi sig.
— Það er alveg rétt, ég meina að hún kom
beint úr görnum mínum. En þetta verður sfð-
asta garnagaulið. Þetta er fallega sagt og mér
þætti það mikil ánægja að bjóða þér til hádeg-
isverðar og til kvöldverðar líka og á eftir. ..
Barbara Bayne brosti.
— Nei. Það tölum við um seinna.
Alec fann hvernig hann roðnaði. Hann fálm-
aði eftir sígarettunum og bauð henni, notaði
það sem afsökun fyrir því að hann virti hana
nákvæmlega fyrir sér. Barbara Bayne var björt
yfirlitum, kringluleit og hafði mjög djúpan spé-
kopp í annarri kinninni.
— Það sem ég ætlaði að segja var að það
er hnefaleikakeppni í kvöld. Þú hefðir kannske
gaman að því að sjá þá, það er að segja ef
þú hefur gaman að slíkum kappleikjum.
— Mér þykir gaman að kappleikjum, sagði
Barbara, — yfirleitt öllum kappleikjum. Mér
þætti gaman að sjá reglulega hnefaleikakeppni.
— Þú sýnist stærri á leiksviðinu, sagði hann
og horfði á hana gegnum sfgarettureykinn. —
Og eldri. í kvikmyndum ertu yfirleitt óörtug
og veraldarvön í útliti. Það er líklega vegna
þess að þú ert dökkhærð. Ég vona þú reiðist
ekki þótt ég segi þér að þú ert bæði yngri og
fallegri í veruleikanum. Og þó nokkuð sakleys-
islegri.
Barbara hristi skínandi, Ijóst hárið.
— Það er hárgreiðslukonunum að kenna. Ég
veit ekki hvað þessar kerlingar eru að brugga
bak við mig, en þær segja að þetta passi svo
vel við augu mín, vegna þess að þau eru brún.
— Ég væri hrifin af þér þótt þú hefðir bleik
augu og værir rangeygð f ofanálag. Þetta eru
fyrstu gulhamrarnir sem þú færð fyrir viskfið
þitt. Ég held ég verði að kafa svolítið í flösk-
una, til að verða nokkurn veginn eins og ég á
að mér, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þá fer
ég að slá þér gullhamra frá hjartanu.
Hann saup á flöskunni og rétti henni hana.
— Ég skal segja þér að þú ert falleg kona, það
finn ég þegar áfengið fer að verka á mig, ef
til vill Ifka án þess. Þú hefur svo fallegt morg-
unandlit.
— Þakka þér fyrir, góði herra, þetta er fallega
sagt. Ég gæti sagt það sama um þig, þrátt
fyrir þessa timburmenn þfna . .. Mér lízt alls
ekki þannig á að þú sért af þeirri tegund rit-
höfunda sem eru leyndardómsfullir, taka sjálfa
sig hátíðlega og eru venjulega með setningar
á vörunum, sem enginn skilur nema þeir sjálf-
ir.
— Ég er f raun og veru ósköp venjulegur
atvinnurithöfundur og hefi sæmilega afkomu
af ritstörfum mfnum. Ég er hræddur um að ég
komist ekki í Faulkner-Hemingway hópinn hvað
snertir sérvizkulega lifnaðarhætti. Þetta er ósköp
einfalt, ég bara skrifa daglega og vona að
útgefandinn minn gretti sig ekki of mikið þeg-
ar hann les ritsmíðar mínar. Hann er þekktur
fyrir það, að gretta sig, á ég við, enda er and-
litið á honum vel lagað til þess.
— Ekkert rithöfundarstolt? Engin fullvissa um
það að það séu ómetanlegar perlur, sem hrynja
af fingrum þfnum? Ekkert rifrildi við útgefend-
ur út af vafasömum atriðum?
— Mjög lítið, eiginlega ekki neitt. Alec Barr
brosti hálf vandræðalega. — Mig langar ekk-
ert til að hæla sjálfum mér, en mér hefur lengi
gengið svo vel. Ég er eins og góðlátleg feit
hóra, get ráðið við hvaða sjómann sem er og
hvenær sem er.
— Þú virðist vera óskarithöfundur útgefenda,
sagði Barbara Bayne. — Hefurðu engin önnur
göfug lyndiseinkenni? Ekki einu sinni anga af
listamannsskapi? Kvennaböðull? — Barnahatari?
Ég veit þú átt konu, ég hefi oft séð hana. Hún
er mjög falleg.
— Þakka þér fyrir. Já, hún er mjög falleg og
hún er líka góð kona. Hún hefur aðeins einn
leiðinlegan galla. Ég held að hún skilji mig
of vel. Það er að segja, ég held henni finnist
ég hálf lélegur eiginmaður. Ég held hún hati
hjákonuna, sem ég hefi f bakherberginu.
Það var enginn feimnislegur tómleiki á and-
iiti Barböru Bayne, eins og hann hafði ætlazt
til.
— Ritvélarskrattinn?
— Já, þessi andstyggilega ritvél. Það er bara
svo óheppilegt að ég þekki enga aðra leið til
að vinna fyrir daglegu brauði. Og það er sér-
staklega óheppilegt að þegar maður er búinn
að vera framkvæmdastjóri, kvikmyndaframleið-
andi, leikstjóri og allir leikararnir, ungir, gaml-
ir, kven- og karlkyns, svartir og hvftir, er mað-
ur orðinn svo þreyttur eftir faðmlögin við þessa
járnjómfrú, að maður veit ekki einu sinni hvað
maður heitir. Það eina sem kemst að er að
hvolfa í sig einum eða tveimur glösum af Mar-
tini og skrfða f rúmið, með bókina á undir-
vitundinni, til þess að geta byrjað á þessu
leiðinda torfi næsta dag . . .
— Drottinn minn, andvarpaði hún, — ég er
hrædd um að ég vild/ ekki hafa þig fyrir hús-
dýr. Gerir þú aldrei neitt þér til ánægju?
— Ekki þegar ég er að vinna, og venjulega
er ég alltof þreyttur. Ég var vanur því einu
sinni að taka mér frf og reyna að finna það
sem þú kallar skemmtun, en mér þykir ekk-
ert gaman f þessum drykkjuveizlum. Ég fæ allt-
af timburmenn og ég er feiminn við að sofa
hjá fólki, sem ég þekki lítið sem ekkert.
Barbara Bayne sagði: — Ég held að eitthvað
af frumunum í þér hafi frosið. Það þarf að
hressa upp á sálina í þér. Eigum við að reyna
það f kvöld, þegar þú ert búinn að gera það
sem þú þarft og hnefaleikunum er lokið?
— Hefurðu ákveðið að láta mig fá taugaá-
fall? Jæja, þarna höfum við Chicago. Þakka
þér fyrir samfylgdina, það er þér að þakka
að þessi ferð var bæði stutt og skemmtileg.
Nú er bara eftir að vita hvort við komumst
f heilu lagi á þennan litla og lélega flugvöll.
— Við skulum vona það, sagði Barbara. —
En nú er ég bæði svöng og hræðilega þyrst,
22 VIKAN 11. tbl.
I