Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 28
diiirux Framhaldssagan Eftír Sergeanne Golon - 5. hiluti Þegar hún kom aftur heim í krána, var hún rök af svita og hjarta hennar barðist ákaft. — Það er óráðlegt að leggja svona mikið á sig, sagði veitingakonan. — Þið hessar Parísarfrúr haldið að þið hurfið sífellt að vera á þönum. Komið þessa leið, ég hef búið til handa yður góða máltíð úr eggja- hræru og tómötum, með ofurlitlu af pimintu og olívu, og svo getið þér sagt mér fréttirnar. Hin móðurlega umhyggja veitingakonunnar stóð örugglega í nánu sambandi við úttroðna peningapyngju Angelique. Og henni var mjög áfram um að vita, hvað var á seyði, þvi henni var vel ljóst, að krá hennar var ekki fyrsta flokks hótel, og hafði undir eins gert sér grein fyrir, að Angelique var af háum stigum og vön að hafa um sig þjóna- her, en vildi af einhverjum ástæðum ekki vekja á sér athygli hér. Ah, ástin, ástin.... — Komið þessa leið, sagði hún við Angelique. — Hér er rólegt horn yfir hjá glugganum. Þér getið verið alein við þetta litla borð. Hinir gestirnir mínir geta ekki gefið yður gætur svona langt í burtu. Hvað má bjóða yður að drekka? Angelique leit upp, og tók eftir Flipot, þar sem hann stóð i dyrunum og gaf henni merki i ákafa. Hún sagði veitingakonunni í skyndi hvað hún vildi, og um leið og hún hafði snúið við henni baki, kom Flipot hlaupandi og hvíslaði: — Hann er að koma.... Vondi maðurinn.... Sá slóttugasti af þeim öllum. Hún leit út um gluggann og sá hvar maður kom neðan götuna. Hann var klæddur í skikkju úr skærrauðu silki með silfurbúinn göngustaf, sem hann hélt fyrir aftan bak — þetta var enginn annar en Francois Desgrez, lögregluforingi, og stefndi til krárinnar. 5. KAFLI Angelique varð fyrst fyrir að hendast á fætur og stökkva upp þrep- in tvö, sem skildu litla hornið frá aðalveitingasalnum, þvert gegnum hann og upp stigann upp á aðra hæð. — Komdu, sagði hún við Flipot. Veitingakonan fórnaði höndum: — Madame, hvað er að? Hvað um matinn, sem ég bjó til handa yður? — Komið, skipaði Angelique. — Komið með mér, fljót. Það er svolítið, sem ég þarf að segja yður. Fas hennar var svo valdsmannlegt, að veitingakonan þaut með henni, án þess að krefjast frekari skýringa. Angelique dró hana inn í herbergið sitt, hélt um úlnliði hennar og gróf neglurnar inn í hörundið, án þess að taka eftir því. — Það er maður í þann veginn að koma inn í krána, í rauðri skikkju með silfurbúinn göngustaf. — Er það sá, sem sendi skilaboðin til yðar í morgun? — Hvað áttu við? Veitingakonan fór ofan í fyrirferðarmikinn barm sinn og kom upp með skilaboð á pergamentssnepli. — Það kom drengur með þetta og skildi þetta eftir, rétt áður en þér komuð til baka. Angelique greip seðilinn og braut hann sundur. Þetta var frá föður Antoine, þar sem hann sagði henni af heimsókn Desgrez, lögfræðings, sem hann hafði haft þann heiður að hitta í París árið 1666. Honum hafði ekki þótt ráðlegt að dylja þá staðreynd, að Madame du Plessis væri f Marseilles, né heldur hvar hún héldi til. Angelique bögglaði saman bréfið. — Það skiptir mig engu máli núna, sagði hún við veitingakonuna. — Ef umræddur maður spyr um mig, vitið þér ekki hver ég er, og hafið aldrei séð mig. Strax og hann fer, komið þá og segið mér það. Hérna, þetta er handa yður. Hún rétti henni þrjá gullmola, sem veitingakonan tók svo fegins hendi, að hún gerði enga athugasemd, dró aðeins skilningsrik annað augað í pung og renndi sér út eins og samsærismaður. Angelique æddi fram og aftur um gólfið og nagaði neglur sínar I óþolinmæði. — Taktu saman allt mitt dót, sagði hún við Flipot, sem horfði spenntur á hana. — Settu allt ofan í töskurnar. Vertu viðbúinn. Desgrez hafði verið fljótur að átta sig, en henni var sízt í hug að láta hann ná henni, og þaðan af síður að draga hana aftur fyrir kon- unginn í hlekkjum eins og þræl. Nú var hafið eina undankomuleiðin fyrir hana. Nóttin var að skella á, og eins og kvöldið áður var tekið að slá á gítara, og mansöngvar hljómuðu úr dimmum, þröngum götum milli húsanna, niðri við sjávarbakkann. Angelique ætlaði að sleppa frá Desgrez og kónginum. Sjórinn átti að bera hana burt. Hún fór út að glugganum og stóð þar þögul, meðan hún hlustaði á það, sem gerðist í kránni. Einhver barði léttilega á dyrnar. — Þér hafið ekkert ljós, hvislaði hin feita veitingakona, þegar hún kom inn í herbergið. Hún kveikti á lampanum. — Hann er hérna enn- þá, hélt hún áfram. — Þetta er myndarlegur maður og mjög kurteis, en hann horfir skringilega á mann. Það skiptir mig svosem engu! — Eins og ég viti ekki, hverjir dvelja hér í kránni minni, sagði ég við hann. — Ég hefði svo sannarlega tekið eftir konu eins og þér lýsið ef hún væri í mínu húsi. En ég segi yður það satt að ég hef aldrei séð hana. Að lokum trúði hann mér, eða að minnsta kosti lét hann sem svo. Hann vildi fá kvöldmat og láta bera hann fram í sama litla afherberginu, sem ég hafði lagt á borð fyrir yður. Hann hnusaði út í loftið, eins og hann væri að þefa eitthvað uppi, með sínu langa nefi. —• Ilmvatnið mitt, sagði Angelique við sjálfa sig. Desgrez hafði örugglega þekkt það, þvi það var sérstaklega blandað handa henni hjá frægum ilmvatnsbruggara í Faubourg Saint-Honoré. Hann hafði oft andað að sér þeim ilmi. — Og allt í einu, hélt veitingakonan áfram, — rákust þessi sting- andi augu hans á gullmolana, sem þér gáfuð mér. Eg var ennþá með þá í höndunum. — Þér hafið örláta gesti, móðir, sagði hann. Ég varð svolítið ó- styrk. Er þessi maður eiginmaður yðar, Madame? — Nei! sagði Angelique með áherzlu. Konan hristi höfuðið nokkrum sinnum. — Ég skil, sagði hún. Svo brá hún annarri hendinni upp að eyranu. — Hver er að koma upp? Bnginn minna gesta hefur svona göngu- lag. Ég þekki fótatak þeirra allra. Hún opnaði dyrnar lítið eitt og flýtti sér síðan að loka þeim. — Hann er frammi I ganginum og opnar dyrnar á öllum herbergjunum. Hún brá höndum á lendar og sagði hneyksluð: — Ég skal sýna þessum frekjuvargi, við hverja er hér að eiga! Svo breytti hún um raddblæ: — Nei, það gæti eyðilagt allt. Ég þekki þessa menn, sem líta út eins og leynilögreglumenn. Ef maður byrjar að segja þeim til syndanna, þá endar maður með þvi að kjökra og snýta sér í vasaklútinn sinn! Angelique greip pyngju sína: — Ég verð að komast héðan út.... bókstaflega verð. Ég hef ekkert gert af mér. Hún rétti fram hand- fylli af gulli. — Komið þessa leið, hvíslaði veitingakonan. Hún dró Angelique út á litlar svalir og tók hluta af handriðinu burtu. — Stökkvið! Svona, 2g VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.