Vikan - 17.03.1966, Side 45
ekki gengið. Ef unglingur vill endi-
lega fara eitthvað, halda honum
engin bönd.
ÞORBJÖRG: Það er ýmislegt, sem
ekki verður aftur tekið, ef þau eru
miklir óvitar, svo eitthvert aðhald
verður að vera.
HALLA: Það er alveg sjálfsagt.
ÞORBJÖRG: Það er mikils virði ef
barnið finnur að foreidrunum er
ekki sama hvenær það kemur heim.
Ef ég á að taka nærtækt dæmi, þá
segir dóttir min stundum: Ég nýt
m(n einhvern veginn ekki ef ég er
langt fram yfir þann tlma, sem ball-
inu lýkur og búizt er við mér, þvi að
þá veit ég að mömmu fer að llða
illa — en ég vil helzt að hún sé ekki
lengur úti.
G: Það er kannski lika ástæðulaust
á þessum aidri.
ÞORBJÖRG: Mér finnst það nú. Þau
eru búin að vera á balli og skemmta
sér. Ég er kannski bara svona gam-
aldags, en mér finnst alveg óþarfi
að vera að fara ( þessi partý á
eftir.
ALDÍS: Þegar þau eru orðin seytján
ára, finnst mér afsakanlegt, þó að
þau fari stundum í partý, en yngri
börnum finnst mér hægt að banna
það, maður á heimtingu á að þau
komi heim á skikkanlegum tlma.
RAGNHEIÐUR: Mér finnst bara svo
oft að þessi partý fylgi.
HALLA: Það er ekki hægt að fara
( partý eftir hvert ball, og mér
finnst að krakkar svona sextán og
seytján ára eigi ekki mikið við
það að gera, að vera fram eftir
nóttu, kannski til klukkan fjögur
eða svo. Það er annað þótt eldri
krakkar fari öðru hverju í partý.
RAGNHEIÐUR: En svo eru margar
yngri stelpur með eldri strákum, og
þær segja að allir fari og ekki sé
hægt að skerast úr leik.
HALLA: Já, það er nú það.
G: En haldið þið ekki, að partý,
sem standa alveg fram á morgun,
séu hálfgerð drykkjupartý, nema
þá við sérstök tækifæri?
ÞORBJÖRG. Kannski til klukkan
fimm eða sex, það fer nú að verða
dálítið grunsamlegt.
RAGNHEIÐUR: Ef þau teygjast svona
fram undir morgun, er varla allt
með felldu.
HALLA: Ég hef haft partý fram til
klukkan fimm eða sex, þar sem
ekkert vfn var haft um hönd. Sum-
ir strákarnir komu kannski af balli
og voru eitthvað kátir, en bættu
engu á sig og ekkert var veitt af
vfnf hjá mér. Allir skemmtu sér
ágætlega.
ALDÍS: Já, ég hef orðið vör við
þetta sama, þegar partý hafa ver-
ið heima hjá mér, og maður verður
óneitanlega rólegri, eftir að hafa
séð með eigin augum, að allt geng-
ur vel fyrir sig og enginn drykkju-
skapur, bara sungið og talað sam-
an. Þá hugsar maður með sér, ef
partýin eru bara svona, þá er eng-
in ástæða til að hafa á móti þeim.
En þau eru auðvitað misjöfn eins
og allt annað. Það þýðir bara ekki
að vera of hræddur um börnin.
Ástin er líka í Harlem
Framhald af bls. 19.
tveir og tveir saman, standa á
hverju götuhorni og bíða eftir því
að eitthvað gerist; en það gerist
ekki neitt, — alls ekki neitt. Þetta
er þrúgandi andrúmsloft.
— Spurðu mig ekki, spurðu mig
ekki meir, segir Dick, — þv( þá fer
ég að hugsa um þetta allt sam-
an.
— En þetta hefur þó einn kost,
segir Josephine, — maður þarfn-
ast hvors annars meir. Þarna úti
er þeirra heimur; sá heimur sem
þeir hvítu hafa þröngvað upp á
okkur, og sem margir okkar ef
til vill eyðileggja að einhverju leyti.
Hérna er okkar heimur.
— Mér finnst þetta stundum eins
og fangelsi, segir Dick með sem-
ingi.
— Það finnst mér ekki, segir
Josephine. — Ég hef þig, og þess-
utan ætlum við að fara héðan.
Við verðum að gera það, við get-
um ekki látið börnin okkar alast
upp hérna.
Þau eru byrjuð að leggja fyrir.
Upphæðin er ekki stór ennþá, þvf
að New York er stórborg og það
er dýrt að lifa. En þetta smá kem-
ur og þau eru farin að eygja tak-
markið: — íbúð í Greenwich Village,
listamannahverfi, þar sem eru eng-
in kynþáttavandamál og lífið þar
er frjálst, — og stundum skemmti-
lega brjálað. En til þess að ná
þessu takmarki verða þau að neita
sér um margt. Dick hefur 500 dali
á mánuði, sem eru miðlungslaun I
New York, þar af borgar hann 175
í húsaleigu, svo borgar hann af
bílnum sfnum og hjálpar fjölskyldu
sinni við og við með einhverja smá-
upphæð. Hann reynir að leggja 50
dali fyrir mánaðarlega. Josephine
hefur 75 dali á viku, og hún getur
verið ánægð ef hún getur lagt tfu
fyrir f mánaðarlok.
— Og svo verður maður að lifa
Iffinu? sagði ég spyrjandi.
Dick varð hálf ergilegur.
— Maður verður að setja sér tak-
mark, og maður verður Ifka að ná
því. Það eru of margir hér f Har-
lem sem vilja ,,lifa" lífinu, hann
hrækti út úr sér orðunum, — f stað-
inn fyrir að spara og eignast eitt-
hvað. Hann benti út um gluggann
á nokkra slæpingja, sem héngu á
götuhornunum, þar sem þeir myndu
eflaust hanga til kvölds. — Það
er raunalegt að sjá suma þeirra,
en meðal þeirra eru of margir sem
hugsa aðeins um að ,,lifa".
— Það er hægt að ganga um f
Central Park, sagði Josephine. —
Það er hægt að fara þangað á
vorin og horfa á gróðurinn og það
er Ifka gaman að horfa f stjörnu-
kíkinn og heyra skýringarnar um
Vetrarbrautina. Maður getur líka
röllt um Washington Square og
horft á karlana tefla. Þetta er allt
ókeypis en það er alveg dásam-
legt samt.
Daglega umgangist Þér fjölda fólks
Framleitt mecl einkaleyfi:LINDAh.f Akureyri
BYÐUR FRISKANDI
BRAGÐ OG
BÆTIR RÖDDINA.
Varalitir
í öllum
tízkulitum
Fjöldinn allur af rauð-
um lltum, og auk þess
sanseraöir litir: hvítir,
glærir, brúnir, bláir og
ótal fleiri blæbrigbi.
HALLDOR
JÓNSSON H. F.
heildverzlun. Hafnarstræti
SÍmar 23995 og 12586
BLÓMABÚÐIN
DÖGG
ÁLFHEIMAR 6
SÍMI 33978
REYKJAVÍK
VIKAN 11. tbl.