Vikan


Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 18
KL. 11.47 ÞETTA ER UPPHAFIÐ AÐ MESTA GULLÞJÓFNAÐI SAKA- MÁLA SOGUNNAR. TVEIR MENN RÉÐUST ÁVARÐMANN- INN, JACK CHANDLER, SEM VAR A LEIÐ ÚT í BfLINN, ÞAR SEM HANN ÁTTI AÐ GÆTA 140 GULLSTANGA, SEM VERIÐ VAR AÐ FLYTJA TIL ROTS- CHILDSBANKANS. Rétt eftir klukkan ellefu, mánudaginn 1. maí ók Commer sendiferðabíll, frá aðalskrifstofunni í Englandsbanka, sem er staðsett í h|arta City í London. Þeir sem þarna fóru um, tóku ekkert eftir þessum vagni. Það var ekkert merki á hon- um og hann var blámálaður, vakti semsagt ekki athygli vegfarenda. í bílnum voru þrír menn: bílstjórinn, Walter Clements, 47 ára, Richard Brew, 52 ára og Bowling Green Lane er gata í miðri London, þar sem ekki er venjulega mikil umferð, en oftast er þar mikiS um kyrrstæða bíla. Þannig var það þennan dag, þegar bíllinn með gullstöngunum nam þarna staðar og umsjónarmaðurinn fór út úr honum, til að afhenda lítinn pakka af silfurdufti, sem var tæplega 1000 krónu virði. Bílstjórinn hafði þurft að stöðva bílinn spölkorn frá ákvörðunar- staðnum. Á leiðinni út að bílnum aftur skeði það eldsnöggt, að Chandler var umkringdur og sleginn í rot með kylfu, og síðan var hann dreginn, meðvitundar- laus og blæðandi að bíl, og fleygt inn í aftursætið. Einn ránsmannanna gekk að járn- hurð flutningabílsins og barði þrjú högg. Það var merkið á milli varð- mannanna. Mennirnir sem voru fyr- ir innan, héldu þetta vera Chandl- er, og opnuðu, að þeir héldu, fyr- ir honum . . . á ■ 18 VIKAN 38-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.