Vikan


Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 29.05.1969, Blaðsíða 9
það gæti bent til þess, að trúarlíf sé talsvert meira meðal almennings en sum- ir vilja vera láta. Yfirleitt er það góðs viti að dreyma, að m'aður sé í kirkju, en er þó undir ýmsu komið. •—- Þessi draumur þinn er líklega fyrir góðu. Kf ást- leitni gengur illa í draumi er það talinn fyrirboði ánægju og heppni, jafnvel giftingu. Þessi skólabróðir þinn á áreiðanlega eftir að koma mikið við sögu í lífi þínu, ef hann hefur þá ekki þegar gert það. SKRÍTIN SKÍRN Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða draum fyrir mig. Hann er svona: Eg er stödd á stóru túni, þar sem ég átti heima áð- ur. Ég er mjög skítug á höndunum. Ég er í þann veginn að fara yfir girð- ingu, þegar ég heyri sagt: — Það á að eyða öllum skordýrum í Gullfossi. (Ég hef aldrei séð Gull- foss nema á mynd). Síðan er ég komin að stórri kirkju, sem er full af fólki. Ég þekki margt af þessu fólki. Þetta eru ná- grannar okkar og ættingj- ar. Ég geng inn í kirkjuna og fer að þvo mér um hendurnar upp úr skírnar- fontinum. Hann er inn á milli bekkja, við hliðina á mömmu. Ég fer að þvo mér þarna um hendurnar með sápu meira að segja. Þá skipar mamma mér að hætta þessu. Eg hlýði því með hendurnar allar sáp- ugar. Þá sé ég, að mamma er með lítið barn, sem hún á og ætlar að láta skíra það. Hún fer að skírnarfontin- um, sem nú er allt í einu kominn á sinn rétta stað. Presturinn spyr, hvað barnið eigi að heita. Þá segir mamma: — Erla Erna. Barnið var ekki í neinum skírnarkjól, heldur gulum galla. Það grét ekkert á meðan á þessu stóð. Prest- urinn lét vatn aðeins tvisv- ar á höfuðið, en einu sinni á kinnina. Mamma fer svo til konu, sem við þekkjum vel. Hún óskar henni til hamingju, en sezt síðan. Presturinn fer fram og er þar dálitla stund. Hann kemur aftur með þúsund krónur, réttir mömmu þær og segir: — Þá er þetta búið. f því vaknaði ég. Mér finnst Vikan alveg ágæt. Ég þakka sérstaklega greinina um Geir Hall- steinsson. Ég vona, að þið getið ráðið þetta. Ein forvitin. Þetta er býsna torráðinn draumur. Táknin eru svo mörg, að maður verður næstum alveg ruglaður. En við skulum reyna það sem við getum. Skím er mikið heillatákn í draumi og boð- ar að heitustu óskir manns rætist. Hins vegar mun það tákna svolitla erfiðleika að dreyma að athöfn í kirkju gangi öll á afturfótunum. Að þvo sér um hendumar er einnig fyrir góðu. Mörg fleiri tákn koma fram í draumi þínum, en við álít- um, að þessi séu mikilvæg- ust og ráðum því draum- inn að mestu út frá þeim. Og þá kemur loks sjálf ráðningin: Innan skamms mun þér bjóðast tækifæri, sem þú hefur Iengi beðið eftir. Það felur í sér al- gjöra breytingu á lífi þínu og högum. En fjölskylda þín og þá sérstaklega móð- ir þín eru mótfallin því, að þú notir þetta tækifæri. — Þetta veldur leiðindum um tíma, en svo fer að lokum, að þú færð vilja þínum framgengt og allir aðilar samþykkja að leyfa þér að grípa gæsina, á meðan hún gefst. Það kemur í ljós síð- ar, að ótti þinna nánustu skyldmenna var með öllu ástæðulaus. Þér mun farn- ast vel eftir breytinguna. LAUGAVEGI 59 SlM118646 r--------------------------------------- SKYNDIGETRAUN 4 Dregið hefur verið í fjórðu skyndigetraun Vikunnar. Vinningar voru tveir, símabekkir frá húsgagnaverzluninni Dúnu. Vinningana hlutu Björg Hulda Konráðsdóttir, Bjargi við Suðurgötu, og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Finnbogastöðum, Árneshreppi, Stranda- sýslu. 22. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.