Vikan


Vikan - 29.05.1969, Síða 20

Vikan - 29.05.1969, Síða 20
IOÁRB EN6IIK ALDiiR FVIIRIROI Chaplin varð áttræður 16. apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir háan aldur er hann enn í fullu fjöri og vinnur nú að gerð 82. myndar sinnar. Chaplin þurfti að heyja langa og erfiða leit að hamingjunni og fann hana ekki fvrr en hann kvæntist Oonu, hinni 18 ára dóttur leikritaskáldsins Eugene O’Neill. Þá var hann sjálfur orðinn 54 ára gamall. 20 VIKAN 22- tw. „Hann er alltaf í leit að hamingj- unni, en fæturnir flækjast fyrir hon- um," segir Charlie Chaplin um um- renninginn sinn, eina frægustu per- sónu, sem um getur í sögu kvik- myndanna. Sjálfur þurfti Chaplin að heyja langa og erfiða leit að hamingj- unni. Hann fann hana í rauninni ekki, fyrr en hann kvæntist Oonu, dóttur bandaríska lei kritaská Idsins Eugene O'Neill. 18 ára giftist hún Chaplin, sem þá var orðinn 54 ára gamall, enda þótt faðir hennar legð- ist eindregið gegn því. Chaplin varð áttræður 16. apríl síðastliðinn. Samt er hann enn í fullu fjöri og vinnur nú af kappi við gerð 82. myndar sinnar. Chaplin býr í stórri, hvítri villu í bænum Corsier fyrir ofan Vevey í hinum franska hluta Svisslands. Langt fyrir neðan glittir á góðviðr- isdögum spegilslétt Genfarvatnið. Þau hjónin hafa eignazt átta börn, sem nú tala frönsku með svissnesk- um hreim og gera alltaf öðru hverju uppreisn gegn ströngum uppeldis- aðferðum gamla mannsins, sem auð- vitað eru viðhafðar í beztu mein- ingu. Oona er ekki einasta undur- fögur, heldur einnig sterkur, ríkj- andi persónuleiki. Hún stjórnar heimili sínu af festu og röggsemi og nýtur til þess aðstoðar þjóna og þjónustustúlkna sem fylla heila tylft. Húsið heitir Manoir de Ban og umhverfis það er dýrindis garður með grænum grasflötum og ilm- andi rórarunnum. FJÓRGIFTUR Chaplin kvæntist fyrst árið 1915, sextán ára gjamajli leikkonu að nafni Mildred Harris. Eftir sex ára hjónaband skildu þau. Þótti skiln- aðurinn opinbert hneyksli á sínum tíma og varð gómsætur biti fyrir slúðurdálka blaðanna. 1923 kvænt- ist Chaplin öðru sinni, aftur barn- ungri leikkonu. Hún hét Lita Grey og var ekki nema fimmtán ára göm- ul. Hann varð yfir sig ástfanginn af henni, en ánægjan þaut á auga- bragði út í veður og vind, þegar hún varð barnshafandi. Hann hafði ekki hugsað sér að kvænast aftur, kvaðst ekki vilja brenna sig tvisvar á sama eldinum. Hann afréð því að yfirgefa Litu litlu. En þegar hann frétti, að hún hefði reynt að láta eyða fóstrinu og einnig gert tilraun til að svipta sig lífi, varð hann í senn hrærður og óttasleginn og kvæntist henni. Þau eignuðust tvo syni, en hjónaband þeirra var alla tíð stormasamt og hlaut að enda með ósköpum. Þau skildu 1927, eft- ir hávaðasöm réttarhöld og mála- rekstur. Eldri sonur þeirra, Charlie, lézt í fyrra í Bandaríkjunum 42 ára gamall. Orsök skilnaðarins voru ótalmörg ástarsambönd Chaplins við frægar konur, eins og Pola Negri, Marion Davis, eiginkonu blaðakóngsins Hearts, Claire Windsor og margar fleiri. Það var vonlaust fyrir Chaplin að leyna ástarbralli stnu. Hvarvetna voru snuðrarar á ferð og allir gátu Chaplin þótti laglegur á sínum frægðarárum í Hollywood, enda naut hann mikillar kvenhylli.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.