Vikan


Vikan - 29.05.1969, Page 21

Vikan - 29.05.1969, Page 21
lesið um stefnumót Chaplins í blöð- unum jafnóðum og þau gerðust. A þeim tímum var siðferði kvikmynda- leikara ekki orðið eins slæmt og nú, enda hneykslaðist almenningur óspart á hegðun Chaplins. En Chaplin var ekki af baki dott- inn. I þriðja sinn kveentist hann barnungri stúlku, Paulette Goddard, 19 ára. Hún var af ríkum ættum, vel gefin og prýðilega menntuð. Hjónaband þeirra var álitið ham- ingjusamt og entist í 9 ár. ÞJÓÐHÆTTULEGUR Árið 1952 fluttist Chaplin frá Bandaríkjunum að fullu og öllu. Or- sökin var sjúklegur andkommúnist- ískur áróður hins ofstækisfulla öld- ungadeildarþingmanns, McCarthys. Chaplin var sakaður um óamertska starfsemi og talinn þjóðhættulegur. Slíkar ásakanir þoldi Chaplin ekki, ákvað að flytjast til Evrópu og hefur búið þar síðan. Hann hafði sig úr landi í hasti miklu ásamt konu og börnum, en síðan fór Oona, sem ekki var grunuð um græsku af yf- irvöldunum, þegjandi og hljóðlaust aftur til Bandaríkjanna, seldi eignir Chaplins og fór síðan aftur til manns síns með fullar hendur fjár. Nú búa þau Chaplin og Oona f hvíta húsinu sínu f Sviss og hafa ekkert ónæði frá umheiminum. Að Framhald á bls. 36. Chaplin ásamt þremur dætr- um sínum, sem allar líkjast móður sinni, Oonu (yzt til vinstri). Oona er ekki aðeins undurfríð, lieldur einnig sjálf- stæður og ríkjandi persónu- léiki. Umrenningurinn, fræg- asta persóna, sem um getur í sögu kvikmynd- anna. Hann vann strax hug og hjörtu allra með skoplegum töktum sín- um og dæmalausum limaburði. Móðir Chaplins, Hann- ah, var gamanvísna- söngvari í Englandi á dögum Viktoríu drottn- ingar. Hún missti rödd- ina og maður hennar hljóp frá henni. Upp frá því bjó hún við fá- tækt og skort, ásamt sonum sínum, Charlie og Sidney. Þessi skemmtilega mynd er af Chaplin og yngsta syni hans. Það fer vel á með þeim feðg- um þarna á myndinni, en allt- af öðru hverju gera börnin uppreisn gegn gamla mannin- um, sem vili vera strangur uppalandi. 22. tw. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.