Vikan - 05.02.1970, Síða 17
— Þig grunaði aldrei að ég
væri alkólisti, nú var þetta ekki
spurning
— Vertu sæl, frú Robinson.
— Seztu!
— É'g er að fara.
Hún stóð upp og gekk að hon-
um- — Seztu, sagði hún og ýtti
honum niður.
— Eg er að fara frú Robinson.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að mig langar
til að vera einn.
— Maðurinn minn kemur ekki
nærri strax, sagði hún.
Benjamín gretti sig framan í
hana.
— Hr. Robinson kemur ekki
fyrr en eftir nokkra klukkutíma.
Benjamín sté nokkur skref aft-
ur á bak. — Guð minn góður,
sagði hann.
— Hvað er að?
— Nei, frú Robinson, ó nei.
— Hvað er að?
Benjamín horfði á hana ör-
lítið lengur og gekk svo út að
glugganum. — Prú Robinson,
sagði hann, — þú ætlaðir ekki —
ég meina þú bjóst ekki....
— Hvað?
— Hélztu virkilega að ég
myndi gera eitthvað slikt?
— Eins og hvað?
— Hvað heldurðu? sagði hann.
— Ja, ég veit það ekki.
— Láttu ekki svona, frú Rob-
inson.
— Hvað gengur að þér Benja-
mín?
— f guðanna bænum, frú Rob-
inson... Hér erum við bæði, al-
ein, þú ert búin að fá mig með
þér inn. Svo setur þú á plötu. og
gefur mér í glas. Við erum bæði
búin að drekka fyrir. Nú byrjar
þú að segja mér frá einkamálum
þínum og segir mér að maðurinn
þinn komi ekki fyrr en eftir
nokkra klukkutíma.
— Hvað með það?
— Frú Robinson, sagði hann
og sneri sér við, — þú ert að
reyna að fleka mig!
Hún horfði á hann.
— Er það ekki rétt?
Hún settist á sófann.
— Er það ekki?
— Nei, eiginlega ekki, sagði
hún og brosti. — ’É'g hafði ekki
hugsað um þessa hlið málsins.
Þessi hugmynd þín kemur mér
töluvert á óvart
Benjamín tók allt í einu báð-
um höndum fyrir andlitið. — Frú
Robinson, sagði hann, — viltu
fyrirgefa mér?
— Hvað?
Viltu fyrirgefa mér það sem
ég sagði?
— Það var allt í lagi, Benja-
mín.
Nei. það var ekki allt í
lagi. Þetta er það versta sem ég
hef nokkru sinni sagt við nokk-
urn!
— Seztu.
— Fyrirgefðu mér. Mér líkar
vel við þig. É’g held alls ekki að
þú sért svoleiðis. En ég er svo
ruglaður...
■— Allt í lagi, sagði hún. —
Kláraðu úr glasinu.
Benjamín settist í stólinn og
tók upp glasið. —' Frú Robinson
mér líður ferlega fyrir það sem
ég sagði.
— Ég fyrirgef þér, sagði hún.
— Geturðu það? Heldur þú að
þú getir nokkurn tíma gleymt
þvi sem ég sagði?
— Ég er búin að gleyma því.
Kláraðu úr glasinu.
— Ég veit ekki hvað er að
mér, sagði hann og tók nokkra
gúlsopa. Hann setti glasið á gólf-
ið.
Benjamín kinkaði kolli. -—- Já,
mjög gjarnan.
—■ Hún er uppi, sagði hún og
stóð upp.
Benjamín gekk á eftir henni í
gegnum húsið og upp stigann
sem var klæddur þykku teppi.
Frú Robinson gekk á undan hon-
um eftir ganginum og inn í her-
bergi. Hún kom við rofa, um leið
flóði dauft ljós um herbergið og
út á ganginn. Benjamín gekk inn
á eftir henni.
Myndin af Elaine hékk á ein-
um veggnum og ljósið kom frá
litlum lampa sem festur var of-
— Benjamín’
— Já, frú Robinson.
Hún ræskti sig. — Hefur þú
séð mynd af Elaine?
— Mynd af Elaine?
— Já.
Benjamín hristi höfuðið. ■—-
Nei, ég hef aldrei séð mynd af
henni.
— Hún var tekin um jólin.
Langar þig að sjá hana?
an á stóran, gylltan rammann.
Benjamín leit á myndina og
kinkaði kolli. — Hún er ákaflega
falleg stúlka. sagði hann.
Frú Robinson settist á bríkina
á rúminu sem var í horninu.
Benjamín krosslagði hendurn-
ar á brjóstinu og gekk nær
myndinni til að skoða hana ná-
kvæmlega. — Ég minnist þess
ekki að hún hafi haft brún augu,
- •
sagði hann, um leið og hann gekk
eitt skref eftur á bak og hallaði
undir flatt. — Hún er alveg ein-
staklega falleg.
■—■ Benjamín?
— Já?
Hún svaraði ekki og Benjamín
sneri höfðinu. Hann brosti til
hennar.
— Komdu hérna, sagði hún
hljóðlega.
— Hva ..
— Komdu hérna aðeins.
— Þarna til þín?
Hún kinkaði kolli.
— Já, auðvitað, sagði Benja-
mín og gekk yfir að rúminu. Frú
Robinson teygði sig upp og setti
aðra höndina á handlegginn á
honum. Svo stóð hún hægt upp
og horfði beint framan í hann.
— Benjamín? sagði hún.
— Já?
Hún sneri sér við. — Viltu
renna niður rennilásnum á kjóln-
um mínum?
Benjamín skellti handleggjun-
um niður með síðunum og hörf-
aði aftur á bak.
— Ég er að hugsa um að fara
í rúmið, saeði hún.
— Ó, sagði Beijamín. — Jæja
góða nótt. Hann gekk út að dyr-
unum.
— Ætlarðu ekki að renna nið-
ur fyrir mig?
— Ég vildi heldur komast hjá
því, frú Robinson.
Hún sneri sér aftur við og
horfði á hann. — Heldurðu enn
að ég sé að reyna að ...?
— Nei, en mér finnst þetta
svolítið bjánalegt.
— Þú heldur enn að ég sé að
reyna að fleka þig.
—• Nei, alls ekki, en ég held
það sé bezt að ég fari niður núna.
— Benjamín, sagði hún og
brosti, — þú hefur þekkt mig
alla ævi.
— Ég veit það, en ég ...
— Láttu ekki svona, sagði
hún, — ég næ þessu varla sjálf.
Benjamín hikaði um stund en
gekk svo að henni. Hann renndi
rennilásnum niður eftir baki
hennar.
— Þakka þér fyrir.
— Það var ekkert, sagði
Benjamín. Hann gekk að dyrun-
um.
— Við hvað ertu svona hrædd-
ur? spurði hún.
— Ég er ekki hræddur, frú
Robinson.
— Af hverju ertu þá alltaf að
reyna að hlaupast burtu?
— Nú. þú ert að fara að sofa,
og mér fannst óviðeigandi að ég
sé hérna uppi á meðan.
— Hefurðú ekki séð konu á
undirkjólnum áður? sagði hún
um leið og hún lét kjólinn falla
niður um sig og á gólfið.
— Jú, ég hef séð konu á und-
irkjólnum áður, sagði Benjamín
og reyndi að festa augun á mynd-
inni af Elaine. — En ég ...
— Þú hetdur enn að ég sé að
reyna að fá þig til við mig.
Framhald á bls. 48.
6. tbi. VIKAN 17