Vikan


Vikan - 05.02.1970, Síða 29

Vikan - 05.02.1970, Síða 29
Ég fór strax inn í baðherbergið, fleygði fötunum af mér og flýtti mér í bað. Síminn hringdi nokkr- um sinnum, og einu sinni var bar- ið að dyrum, en ég skeytti því engu, heldur naut þess að velta mér í baðinu góða stund. Svo valdi ég svölustu fiíkina sem ég átti, reglulega fínan, gulhvítan kjól, hringdi eftir kaffi og bað um sam- band við herbergi frænda míns. Og þegar þv[ var lokið komst dyravörðurinn loksins að, til að tala við mig: — Herra Mansel var ekki á herbergi sínu, dyravörðurinn sagðist hafa reynt að ná sambandi við mig til að segja mér það, en ég hafi ekki svarað. Þá sagðist hann hafa sent uop með bréf til mín, drengurinn hefði stungið því und- ir hurðina. Og þar lá það, hvítur snepill á bláu teppinu, og mér fannst það boða óhamingju eða slæman fyr- irboða. Kœra frœnka! Ég er mjög leiðnr yfir því að geta ekki hitt þig, því að ég hefi ekki viljað neitt frekar en að vita. hvernig þér hefir gengið að komast burt úr greninu Ég vildi gjarnan vita hvort J.L. hefir lát- ið þig hitta Harriet frœ.nku aft- ur. Það munaði minnstu að ég kœmi upp um mig, þegar ég fór gegnum neðanjarðargöngin aft- ur. H. frœnka kom með stúlk- unni gegnum ganginn, rétt í því að ég kom niður hringstigann. Ég komst samt í felur, en ég gat virt hana fyrir mér. Hún er sannarlega líkust fuglahrœðu, eins og þú sagðir, en hún virtist hress. Ég beið þangað til þœr voru komnar gegnum dyr furst- ans, svo hafði ég mig á brott, og það gekk slysalaust. Ég komst í bílinn, án þess að sjá nokkra sál. Ég hringdi til Aleppa, til að ná tali af föður Bens, en hann hafði farið til Homs. og það var von á honum hehn í dag. Nú veit ég að þú verður ösku- vond út í mig, sérstaklega eftir þessa hálfkveðnu vísu, sem ég sagði þér í gœr. Mér hafði skjátl- azt, því komst ég að þegar ég heyrði stúlkuna og H. frœnku tala saman. Segi þér það þegar við hittumst. En það er ennþá nokkuð, sem ég skil ekki, og eini maðurinn sem getur leitt mig í sannleika, er faðir Bens. Ég verð því að flýta mér til Damaskus, til að hitta hann. Ég kem eins fljótt og ég get til baka. Kannski á morgun eða fimmtudagsmorg- un. Bíddu eftir mér og brýndu klœrnar á meðan. En elskan mín, gerðu ekkert annað en að bíða eftir mér, og þegar ég kem skul- um við svei mér skemmta okk- ur, því lofa ég. Með bezta kveðjukossi. þinn C. Ég hugsaði mér að klær mínar væru nú þegar nógu beittar, og að Charles væri heppinn að vera á leið til Damaskus. Ég hellti í boll- ann minn og rétti höndina út eftir sfmanum og hringdi til pabba. Ráð pabba var mjög einfalt, hann sagði mér að bíða eftir Char- les. — En pabbi . . . — Hann hefir örugglega sínar ástæður, sagði pabbi. — Drengur- inn sá veit hvað hann gerir, og á einn hátt hefur hann gert rétt. — Hvað áttu við, pabbi? — Ég á við það, að þú skalt ekki gera neina vitleysu, vegna þess að þú ert reið út [ Charles. Og ! guðs bænum, farðu ekki atfur til hallar- innar, án þess að vera í fylgd með Charles .... — Hversvegna er ekki óhætt fyr- ir mig að fara þangað. ef mig lang- ar til? — I.angar þig til þess? — IMe-i. — Reyndu þá að nota þá skyn- semi, sem þér er gefin, sagði pabbi þurrlega. — Hvernig retu stödd með peninga? Framhald á bls. 36. 6. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.