Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 40
hönd. Fyrst stóð Charlie í hringnum
miðium. Kannski sagði hann: Nú
byrja ég með hreyfingu," eða sagði
alls ekkert, heldur fór þess í stað
að strjúka einni stúlkunni um hnéð.
Þá vissum við að við éttum að fylgja
fordæmi hans.
Við vorum öll allsnakin í veizlum
þessum og þrjátíu þegar flest var.
Ekki var því að heilsa að maður
mætti velja sér stúlku, heldur varð
allt svoleiðis að ske samkvæmt á-
bendingum Charlies. Hann gekk um
á meðal okkar, lyfti fæti einhvers og
lagði yfir annan. Stundum sló hann
einhverja stúlkuna í bakhlutann til
merkis um að hún ætti að leggjast
ofan á einhvern strákinn. Þessu hélt
hann áfram unz hann var búinn að
koma okkur öllum í stellingar, sem
voru að hans skapi. Það var eins og
hann væri að búa til hóp af högg-
myndum, þótt hann í staðinn fyrir
gips notaði líkami lifandi fólks.
Maður varð að gera nákvæmlega
eins og hann sagði. Enginn mátti
draga af sér af persónulegum hvöt-
um. Ef einhver virtist ekki gefa sig
nautninni fullkomlega á vald,
hvessti Charlie „illa augað" á hann
eða hana. Þar með var hlutaðeig-
andi útskúfaður úr fjölskyldunni.
Það var verra en að vera laminn
með svipu. Maður fann sig svo ve-
sælan að maður vildi helzt skríða
út og leggjast ofan í næstu gryfju.
En þegar refsingin hafði verið af-
plánuð og Charlie kallaði syndarann
til baka með handarhreyfingu, var
hlutaðeigandi reiðubúinn að kyssa
fætur hans og biðja fullrar fyrirgefn-
ingar grátandi.
Hann náði algeru valdi yfir okk-
ur. Hann krafðist kynvillusambands
við alla nýja karlkyns meðlimi, en
það var ekki af því að hann væri
kynvilltur sjálfur. Það var hann
ekki. En hann gerði þetta til að
tryggja fullkomna undirgefni karl-
mannanna. Hann var alltaf hræddur
um að einhver pilturinn og einhver
stúlkan felldu hugi saman og yfir-
gæfu hópinn. Það kom raunar nokkr-
um sinnum fyrir, en stúlkurnar komu
yfirleitt óumbeðnar tilbaka.
ÞOKKAFULL BLONDÍNA SAGÐI:
„NÚ FÆÐI ÉG!"
Allt sem við gerðum var gegnsýrt
af kynlífi. Eitt sinn fæddi ein stúlk-
an barn meðan hún og við hin vor-
um undir meskalín-áhrifum. Það var
á öðrum degi ferðarinnar Hún var
hávaxin, kynþokkafull blondína.
Hún kom inn í húsið, setti stóra
kastarholu með vatni á eldavélina
og leitaði uppi flösku með einhverju
sótthreinsandi. Svo sagði hún: „Sitj-
ist niður, öll. Nú fæði ég barnið
mitt." Hún lagðist útaf í rúm og
hríðarnar byrjuðu næsfum undireins.
Við sátum í kring. Charlie heimtaði
tónlist og við sóttum gítara og
trommur og lékum í takt við hríð-
arnar. Hún stundi og kveinkaði sér;
hríðarnar urðu æ tíðari og hljóð-
færaslátturinn sömuleiðis.
Tugur stúlkna stóð uphverfis
hana, og allt í einu lyftu þær henni
upp á höndum og fótum, en aðrar
settu herðarnar undir bak henni.
Þær héldu henni á lofti í hálfsitj-
andi stellingu til að fæðingin gengi
betur.
Barnið var hræðilega lítið. Ein
stúlknanna laut niður og beit sund-
ur naflastrenginn, og síðan batt
Charlie fyrir með gítarstreng. Stúlk-
urnar sögðu að fara yrði með barn-
ið á sjúkrahús, af því að það hefði
fæðst fyrir tímann. En Charlie vildi
ekki að neitt af börnum fjölskyld-
unnar kæmi nærri sjúkrahúsi. Ann-
að fólk átti alls ekki að fá að vita
um fæðingu þeirra.
Þögult samkomulag rikti um að
Charlie teldist faðir allra barna sem
fæddust í fjölskyldunni, þótt ómögu-
legt væri að átta sig á hver okkar
strákanna var faðir hvers. Charlie
skírði þau sjálfur. Þetta sem fædd-
ist fyrir tímann lét hann heita Zizo
Zizi Zadfrack. Annað barn fæddist
við sólarupprás og í sömu svipan
flaug haukur yfir bæinn okkar. Það
var drengur, og Charlie gaf honum
nafnið Sólsteinn Haukur. Þriðja
barnið skírði hann Satan, enda hafði
hann djöfulinn fyrir sinn guð. Eng-
inn mátti tala við ungbörnin nema
Charlie einn. Hann vildi færa inn í
þau, eins- og rafreiknivélar, móta
hugi þeirra og útrýma þaðan öllu,
sem snerti heiminn utan fjölskyld-
unnar.
En það var vel hugsað um börn-
in. Charlie bar þau sjálfur inn þegar
átti að aefa þeim brjóst, og yrði
einhver mjólk afgangs drukkum við
hin hana. Þetta var siður í fjölskyld-
unni.
„NÚ DREP ÉG ÞIG,"
SAGÐI CHARLIE OG BROSTI
Hræðslan við dauðann skipti líka
miklu máli í fjölskyldunni. Eitt sinn
lýsti Charlie þvi skyndilega yfir að
hann ætlaði að drepa mig.
Við sátum þá saman í einu bæi-
arhúsanna. Ný veizla fór í hönd.
Gólfið var þakið dýnum, og stúlk-
urnar höfðu hengt flauelsklæði á
veggina. Þá rauk Charlie á mig fyr-
irvaralaust oq skellti mér á bakið.
Hin létu sem þau sæu þetta ekki.
Charlie tók um háls mér beina-
berum höndum sínum og þrýsti að,
jafnframt því sem hann horfði í
auau mér og brosti. Ég kom ekki
orði upp. Tak hans harðnaði. Ég
vissi að dauðinn nálgaðist Og Char-
lie brosti bara. Þegar ég var í
þann veginn að missa meðvitund-
ina saaði hann: „Éa ætla að drepa
þig." Hann sagði þetta jafn hvers-
dagslega og hann hefði aldrei sagt
annað alla sína daga. En þrátt fyrir
hræðsluna gerði ég mér Ijóst, að
tak hans harðnaði því meiri ótta-
merki sem ég sýndi. Ég gaf honum
merki með augunum: „Já, gerðu
það." Þá sleppti hann takinu undir-
eins og rak upp hlátur. Hann hjálp-
aði mér á fætur og sagði: „Komdu,
nú byrjum við með stelpurnar."
Við vorum aldrei í verulequm
peningavandræðum. Við höfðum
nóg af fötum, og mikið annað þurft-
um við ekki. Við átum bara græn-
meti og ávexti — kjötát bannaði
Charlie af því að það þýddi að
drepa þurfti dýr. Ef snákur flæktist
inn í húsið, sagði Charlie einhverri
stúlkunni að taka hann upp og bera
hann út.
Dýravinétta hans gekk svo langt
að hundar þeir og kettir, sem voru
að flækiast í kringum okkur, fengu
alltaf að borða um leið og við karl-
mennirnir. Stúlkurnar urðu að láta
sér nægja leifarnar. Oft voru þær
svangar, en ekki virtist það gera
þeim neitt til.
En ég var að tala um peninga.
Þyrftum við að kaupa eitthvað, bil,
fíknilyi eða mat, þurfti Charlie ekki
annað en nefna það við stúlkurnar.
Þær kepptust um að fá að hjálpa
til. Væri aðeins um smáupphæðir að
ræða fóru þær í næstu kjörbúð og
betluðu á fáeinum klukkustundum
meira en sem nemur verkamanns-
launum fyrir heilan dag.
Þyrfti hærri upphæðir klæddu
stúlkurnar sig ( pelsa, sem nóg var
af í sameiginlegum birgðum fjöl-
skyldunnar og létu leggja á sér hár-
ið á fyrsta flokks hárgreiðslustofu.
Síðan fóru þær á Sunset Strip í
Hollywood, þar sem ríkir túristar
eru alltaf á hnotskóg eftir ævintýr-
um. Það var aldrei sagt beint að
stúlkurnar skyldu selja líkami sína
— fræðilega séð máttu þær það ekki
þar sem þær voru eign Charlies —
en þær komu alltaf tilbaka með
bunka af hundrað dollara seðlum.
SVARTIGALDUR
Þegar ný stúlka var tekin inn í
fjölskylduna, varð hún að afhenda
hvern sinn eyri. Ein stúlkan tæmdi
þannig bankareikning sinn, daginn
eftir vígsluna, og færði tíu þúsund
dollara i búið. Hún afhenti Charlie
allt saman. Hann tók við án þess
að segja orð.
Ég held að stúlkurnar hafi naum-
ast áttað sig á að Charlie dáleiddi
þær. í því lá leyndardómurinn með
þetta algera vald hans yfir þeim.
Þær héldu — og halda ennþá — að
þær hafi gert það sem þær vildu
sjálfar, að þær hafi verið frjálsar
gerða sinna. En ég er sannfærður
um að hann notaði einhverskonar
töfra til að fjötra þær við sig. Margir
myndu kalla svoleiðis svartagaldur.
Þegar hippahreyfingin fyrst sá
dagsins Ijós í San Fransiskó var hann
farinn að kalla sig Krist. Þá ók hann
um ( svörtum vagni, sem hann kall-
aði Svarta sjóræningjann, vegna lit-
arins og þess hve margar stúlkur
hann hafði numið á brott i honum.
Ég var svo stórheppinn að ég var
fjarverandi frá fjölskyldunni einmitt
það tímabil sem morðin voru fram-
in á, þótt svo að ég kæmi aftur til
hennar síðar. Fyrir það og hitt að
mér loksins tókst að losna undan
valdi Charlies má ég þakka tveimur
mönnum.
Annar var gullgrafari sem við
rákumst á í fjöllunum kringum
Dauðadal. Hann kenndi mér að
skilja að paradís fjölskyldunnar var
í sannleika helvíti.
Hinn var vinur minn Brooks
Poston, sem um langt skeið var
lægst settur allra í fjölskyldunni.
Það var vegna þess að hann varð
aldrei fullkomlega undirgefinn
Charlie. Þó var hann eitt sinn það
mikið á valdi Charlies að það kost-
aði hann nærri því lífið.
Dag einn sagði Charlie við Post-
on: „Dey!" í fræðum Charlies var
sú setning að maður varð að deyja
til að lifa, en í því fólst að maður
varð að gefa upp persónuleika sinn
og lifa þaðan i frá og hrærast að-
eins i Charlie. Paston var rétt að
koma til sjálfs sín eftir LSD-ferð, og
i því ástandi stóðst hann ekki vilja
Charlies. Hann lá hreyfingarlaus í
þrjú dægur. Hann hafði enga stjórn
á líkama sínum. Hann var að sjá
sem dauður.
En einhvernveginn tókst honum
að lokum að rífa sig upp úr göldr-
unum, og var eftir sem áður ekki
algerlega á valdi Charlies.
Þegar ég sá þetta hugsaði ég til
þess hve undirgefni mín sjálfs var
alger. Einu sinni notaði Charlie mig
til að sýna, hve hlýðnir lærisveinar
hans væru. Það gerðist á fundi hjá
trúarflokki nokkrum. Þegar Charlie
heyrði að einn öldunga flokksins
hefði eitt sinn hangið í leiðslu bund-
inn á kross í tvö dægur, sagði hann
við mig: „Paul, ég vil að þú látir
binda þig á krossinn og hangir þar
í viku." Ég stóð upp tafarlaust og
gekk að krossinum. Þá hrópaði
Charlie: „Nei, komdu. Ég var bara
að sýna þeim dæmi."
En nú hef ég sem sagt aftur náð
valdi yfir sjálfum mér.
Drykkjuhrútur
15 ára gamall
Framhald af bls. 15.
Vinnuna liataði hann.
Hefði hann vitað, að hann
var sonur Clianeys prófess-
ors, ltefði hann kannski hætt
að velta því fyrir sér, hvers
vegna hann þyldi ekki þessa
vinnu, sem allir aðrir virtust
sækjast eftir.
Hann hafði allan hugann
við bátinn sinn, storminn og
hafið. Hann minntist þess,
livernig hann hafði logsvið-
ið i andlitið undan saltvaln-
inu. Við vinnuna gat hann
ekki losnað með öðru móti
en að fara til sjós.
Þegar hann var úti á sjó á
sunnudögum, kynntist hann
ræningjunmn, sem voru
mjög drykkfelldir. Þeir stálu
ostrum og seldu þær á
bryggjunum í Oakland. Jack
vissi, að þeir græddu ekki
minna en 25 dollara á einni
nóttu og maður sem átti bát
gat grætt 200 dollara á einni
veiði. Þegar Jack frétti, að
einn ræninginn, Frank
franski. vildi selja bátinn
40 VTKAN 6-tbl-