Vikan


Vikan - 05.02.1970, Side 48

Vikan - 05.02.1970, Side 48
að minnsta kosti viss um að það verður gert þegar leikurinn verð- ur settur upp norður í Þingeyj- arsýslu, eins og nú stendur til. Og þótt ég sé yfirleitt ekki spar á komplímentin á frændur mína þarna norður frá, þá er þetta eitt það sterkasta sem ég hef nokkurn tíma gefið þeim. Því að eins og haft er eftir Goethe: Hvar söngur ómar setztu glaður; það syngur enginn vondur maður. — Og að endingu, Jónas, vildi ég beina til þín nokkuð nærgöng- ulli spurningu. Finnirðu ekki talsverðan skyldleika með ykkur Jörundi? Jónas hlær. — Það gæti verið nokkuð til i því. Jörundur kall- inn hefur greinilega verið mikið fyrir hreyfingu. Afi minn, Jón alþingismaður frá Múla, sagði einhvern tíma að menn ættu ekki að koma nálægt pólitík nema þeir stunduðu hana af ástríðu hliðstætt skák. Nú er það þannig með mig að mér leiðist pólitík, nema þegar einhver ak- sjón er i hlutunum, þá er ég með af töluverðum áhuga. Já, ég vil vera á hreyfingu. Og eins og konan mín getur borið um, þá höfum við búið víða á landinu, alls staðar kunnað vel við okk- ur og eignazt margt góðra vina, en samt sem áður höfum við alltaf flutt saknaðarlaust. -—■ Jörundur þinn virðist ganga fremur út á það að leggja áherzlu á hið góða 3 mönnunum. — Það er rétt. Eg man eftir því að Roosevelt forseti sagði eitt sinn á striðsárunum, þegar allir voru sem kvíðnastir um úrslitin: Við höfum ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Það þótti mér nokkuð gott hjá honum. í bók- menntum síðustu tíma hefur mikil áherzla verið lögð á illsk- una í manninum, sem auðvitað er ekkert smáræði, en of mikið má af öllu gera. Svo mikið er hægt að mikla fyrir sér eigin illsku, að maður gefi sig henni á vald. Og þá væri stórilla farið. dþ. Frú Robinson Framhald af bls. 17. — Nei, ég held það ekki! Hann barði höndunum utan í síður sín- ar. — Eg sagði þér að mér liði illa vegna þess sem ég sagði, en mér líður verr að vera hér uppi. — Hvers vegna? — Gettu, frú Robinson. — Ja, ég veit það ekki, sagði hún. — Við erum góðir vinir — held ég, svo ég sé enga ástæðu fyrir þig að vera í öngum þínum yfir því að sjá mig á undirkjóln- um. — Sjáðu nú til, sagði Benja- mín og benti aftur fyrir sig að dyrunum. — Hvað ef herra Rob- inson kæmi inn allt í einu? — Nú, hvað með það? — Það liti kjánalega út, er það ekki? — Heldurðu að hann treysti okkur ekki? — Jú, auðvitað, en hann gæti fengið eitthverjar skrítnar hug- myndir. Hver sem er gæti fengið skrítnar hugmyndir um svona lagað. — ÍJg sé ekki hvers vegna. Eg er helmingi eldri en þú. Hvernig gæti nokkur ... — Þeir gætu það kannski ekki, en þeir myndu gera það samt! En, sérðu það ekki? — Benjamín, ég er ekki að reyna að fá þig til við mig. Eg vildi að þú gætir skilið það. — É'g veit það, frú Robinson, en í guðanna bænum . . þetta er svo erfitt fyrir mig .. — Hvers vegna? spurði hún. —■ Vegna þess að ég er í upp- námi yfir málunum svona yfir- leitt. Ég á jafnvel bágt með að greina raunveruleikann frá því óraunverulega. — Þú vilt að ég fleki þig? — Hvað??? — Er það ekki það sem þú ert að reyna að segja mér, Benja- mín? — Nú fer ég heim. Ég biðst af- sökunar á því sem ég sagði og ég vona að þú getir gleymt því. En nú ætla ég heim. Hann snarsner- ist á hæli og gekk niður tröpp- urnar. Frú Robinson kallaði á eftir honum. — Benjamín? Hvað var það frú Robin- son? Viltu færa mér veskið mitt áður en þú ferð? Hann hristi höfuðið og muldr- aði eitthvað fyrir munni sér. - Gerðu það, bað hún. Ég verð að fara; mér þykir fyrir því. Frú Robinson gekk að hand- riðinu og (héilt kjólnum fyriir framan sig. Hún leit niður á Benjamín þar sem hann stóð í neðstu tröppunni. — Ég nenni ekki að standa í þessu meira, sagði hún. — Ætlarðu að færa mér veskið? — Hvar er það? — f stofunni. Benjamín flýtti sér eftir gang- inum og fann veskið við hliðina á sófanum í stofunni. Hann sneri aftur að stiganum. — Frú Robin- son? ! — Eg er í baðherberginu, kall- aði hún að ofan. — Ég er með veskið. Viltu koma með það upp? — Ég skal rétta þér það. Komdu hérna að rimlunum og þá skal ég rétta þér það. Benjamín! Eg er orðin þreytt á þessu. — Hverju? — Eg er orðin þrevtt á allri þessari tortryggni í þér. Ég er aðeins að biðja þig að gera mér lítinn og ómerkilegan greiða. Beniamín stanzaði andartak en fór síðan með veskið upp stigann.. — Ég set það í efstu tröppuna, sagði hann. — í Guðs almáttugs bænum, Benjamín, viltu hætta að láta svona og færa mér veskið! Hann gretti sig. Ljósskíma kom undan hurðinni að baðherberg- inu. Loksins gekk hann rólega eftir ganginum að dyrunum. — Frú Robinson? — Ertu með veskið? — Já, svaraði hann, — ég set það hérna við dyrnar. — Komdu með það hingað inn. — Helzt ekki, frú Robinson. — Jæja, sagði hún hinum megin við dyrnar, — settu það á ganginn. — Hvar? — Hinum megin við ganginn. í herbergið þar sem við vorum. — Jamm, sagði hann. — Skal gert. Hann gekk hratt eftir gang- inum og inn í herbergi Elaine. Þar setti hann veskið á rúmið en um leið og hann sneri sér við, kom frú Robinson inn á móti honum. Hún var nakin. — Guð minn góður! Hún brosti til hans — Hleyptu mér út; sagði Benjamín. Hann rauk að dyrun- um en hún lokaði á eftir sér og læsti. — Vertu ekki svona tauga- veiklaður, sagði hún. Benjamín sneri sér við. — Benjamín? — Farðu frá dyrunum! — Mig langar að segj'a svolítið áður. Jesús Kristur. Benjamin setti hendurnar fyrir andlitið. — Benjamín, ég vil að þú vit- ir að þú getur fengið mig, sagði hún. — Ef þú vilt ekki sofa hjá mér núna ... Guð minn góður! — Ef þú vilt ekki sofa hjá mér núna, þá vil ég að þú vitir að þú getur hringt í mig hvenær sem þú vilt og við getum ákveð- ið eitthvað. — Hleyptu mér út! — Skildurðu það sem ég var að segja? — Já! Já! Leyfðu mér að kom- ast út! Mér finnst þú ákaflega að- laðandi og hvenær ... Skyndilega heyrðist bíll koma upp að húsinu. Benjamin snerist á hæli og stökk að dyrunum. Hann hrinti frú Robinson til hliðar, fálmaði eftir lyklinum og hljóp út og nið- ur. Fyrst rauk hann að útidyr- unum — en fór svo inn aftur og flýtti sér inn í stofuna. Þar sett- ist hann með glasið sitt í hönd- unum og reyndi að kasta mæð- inni. Bakdvrunum var skellt. — Er þetta bíllinn hans Ben‘s þarna úti? kallaði herra Robin- son. Eh. já herra, sagði Benja- mín og stökk upp úr stólnum. Herra Robinson kom inn í stof- una. — Eg ... ég keyrði konunni þinni heim Hún bað mig að keyra sig heim, svo ég... ég keyrði hana heim. — Flott, sagði herra Robinson. — Ég er þér þakklátur, Ben. — Hún er uppi. Hún vildi að ég biði hérna niðri þangað til þú kæmir heim. — Ha ha, þú heldur vörð um gamla kastalann, ha? — Já. Benjamín reyndi að brosa á móti. — Jæja, sagði herra Robinson, — það lítur út fyrir að þú þurfir aftur í glasið. — Nei takk, ómögulega. — Af hverju ekki? — Eh, ég verð að fara. Herra Robinson starði á hann. — Er eitthvað að þér? spurði ahnn. — Þú virðist eitthvað óró- legur. — Nei. sagði Benjamín. — Ég bara — ég er bara svolítið áhyggjufullur út af framtíðinni. Bara út af framtíðinni.... — Hvað? Huh, ég held það sé nú í lagi, sonur sæll. Fáum okk- ur í glas saman, svona rétt fyrir háttinn. Ég fékk ekki nógu gott tækifæri til að tala við þig heima hjá þér í kvöld. Herra Robinson tók glasið og fór út með það. Benjamín beið þar til herra Rob- inson var horfinn, en þá and- varpaði hann nokkrum sinnum djúpt. Svo stóð hann upp og gekk fram og aftur þangað til herra Robinson kom aftur inn með glösin. — Þakka þér fyrir, herra Rob- inson, sagði Benjamín um leið og hann tók við glasinu. — Það var ekkert, Ben, svar- aði herra Robinson hlýlega. Hann fékk sér sæti við hliðina á stóln- um sem Benjamín sat í. — Jæja, sagði hann. — ég er víst búinn að óska þér til hamingju. — Jú, þakka þér fyrir. — Ben, sagði herra Robinson u mleið og hann dreypti á, hvað ertu gamall? Tvítugur. Ég verð tuttugu og eins i næstu viku. Herra Robinson kinkaði kolli. — Þú slepptir einum eða tveimur bekkjum i menntaskóla, ha? Þess vegna hefur þú verið svona fljót- ur? Já. Herra Robinson tók upp sígar- ettur og rétti að Benjamín. Hann báði eina op setti hana í munn- inn. Ben? sagði herra Robin- son um leið og bann tók upp eld- spítur og kveikti í hjá honum. það er andskoti góður aldur! — Þakka þér fyrir. Herra Robinson fék sér sjálfur pld og setti svo eldsnítuna í ösku- bakka. — Eg vildi að ég væri aftur orðinn tvítueur. Beníamín kinkaði kolli. Oe bað er vegna þess... —- Ha? — Veena þess að maður verð- ur aldrei uneur aftur, hélt herra Robinson áfram. — Eg veit það herra Robinson. Og ég held að þú sért, 48 VIKAN 6-tbI-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.