Vikan


Vikan - 05.08.1971, Qupperneq 12

Vikan - 05.08.1971, Qupperneq 12
YFIRNATTUR! SMÁSAGA EFTIR BERNARD SHAW - ÞÝÐANDI: KRISTMUNDUR BJARNASON Ég kom til Dýflinar að kvöldi fimmta ágúst og ók til embætt- isbústaðar frænda míns, kardí- nálans. Hann er kaldgeðja, eins og flest ættfólk mitt, og því persónulega andsnúinn mér. Hann býr í skuggalegu húsi. Úr framgluggum getur að líta súlnagöng dómkirkjunnar frá hlið, en við bakgluggum blasir ófreskjuleg skólabygging. Hann hefur ekkert þjónustulið — nema gamla konu, sem er fyrir framan hjá honum. Fólkið held ur, að hann hafi engla í þjón- ustu sinni. Þegar ég drap á dyr, opnaði kerlingin og til- kynnti mér, að húsbóndinn væri að messa í dómkirkjunni og að hann hefði falið henni að láta mig hafa kvöldverð á meðan. Að vitum mér lagði megna saltfisklykt, svo ég spurði hana, hvað hún hefði í matinn. Hún fullvissaði mig um, að hún hefði matreitt allt, sem matreiða mætti á föstu- dag á heimili háæruverðugs herra kardínáians. Þegar ég innti hana eftir, hvað þetta kæmi föstudeginum við, sagði hún, að föstudagurinn væri föstu dagur. Ég bað hana að skila til hans heilagleika, að ég hefði vænzt að hitta hann sem snöggvast, og ók síðan til gisti- hússins í Sackvillegötu ogpant- aði þar herbergi og kvöldverð. Að kvöldverði loknum hóf ég aftur hina eilífu leit mína, — að hverju veit ég ekki: Ég er knúinn áfram stefnulaust, eins og ég væri annar Kain. Ég leitaði á strætunum, en ár- angurslaust. Ég fór í leikhúsið. Hljómlistin var andstyggileg, leiksviðsútbúnaður í lakara lagi. Ég hafði séð leikinn mán- uði áður í London með þessa fallegu konu í aðalhlutverkinu. Tvö ár voru síðan ég sá hana fyrst og hafði gert mér í hug- arlund, að ef til vill kynni hún að vera leyndardómurinn lang- þráði. En reyndin varð önnur. Þetta kvöld horfði ég á hana og hlustaði á hana sökum þess- arar kulnuðu vonar og klapp- aði henni óspart lof í lófa, þeg- ar tjaldið féll. En einmana- kenndin hafði ekki skilið við mig, er ég fór út. Þegar ég hafði borðað náttverð sneri ég aftur heim í gistihúsið og reyndi að festa hugann við lestur, en allt til einskis. Fóta- tak gestanna í göngunum, þeg- ar þeir voru á leið í háttinn, dró athygli mína frá bókinni. Allt í einu datt mér í hug, að ég hefði aldrei til fulls skilið skapferli frænda míns, þessa andlega hirðis fátæktar, írskrar sauðahjarðar, þessa siðavanda og guðhrædda manns, sem von- arsnautt fólk leitaði til um hjálp frá hæðum og aldrei lét, að sögn, áhyggjufullan bónda svo frá sér fara, að ekki hefði hann fengið nokkra harmabót; svo tamt var honum að blanda geði við bágstadda og bera þeirra byrðir, að því er sagt var. Tár og faðmlög sekra og sorgmæddra höfðu orðið hon- um meiri knéraun en gráturn- ar. Þessi maður neitaði að laga sig eftir öfgum mínum ogduttl- ungum eða gefa sér tíma til að spjalla við mig um bækur, blóm og hljómlist. Var það ekki óðs manns æði að gera því skóna? En þar s§m ég var sjálf- ur huggunarþurfi, vildi ég láta hann njóta sannmælis. Ég þráði að vera samvistum við góðan og gegnan drengskaparmann, sem ég gæti blandað tárum við. Ég leit á úrið mitt. Klukkan var langt gengin eitt. Ljósin í ganginum höfðu verið slökkt, nema hvað eitt gasljós týrði yzt í honum. Ég brá mér í yfir- höfn, setti upp spænskan hatt og fór út úr herberginu, hlust- aði á hógstillt fótatak mitt, sem ómaði um auða gangana. Skrýtna sjón bar fyrir augu mér á stigapalli aðalstigans. Gegnum opnar dyr sá ég inn í tunglskinsmerlaðan sal, þar Framháld á bls. 40. Fjórar mílur frá Wicklow er Árbæjarþorp. Presturinn þar er faðir Hickley. Þúhefur líklega heyrt getið um kraftaverkin í Knock? — Jú, hann hafði heyrt þeirra getið og var nú sjálfur sendur til að rannsaka ósköpin ... 12 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.