Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 11

Vikan - 23.03.1972, Side 11
— FRAMHALDSGREIN M IKLÓM RÆNINGJA GUÐ MINN GÓÐUR! NU DREPA ÞEIR BARBORU! Robert Mackle hafði útvegað lausnargjaldið - hálfa milljón dollara. Hann hafði fengið fyrirmæli um hvar hann ætti að skilja peningana eftir. En hann átti í erfiðleikum með að finna staðinn, og þegar hann að lokum kom þangað var enginn fyrir til að taka á móti lausnarfénu ... Þvgtir þér hajiö útvegaö pev- ingana og sett þá i töskuna skuluð þér hringja í öll stœrri dagblöðin á Miami-svœðinu og setja inn eftirfarandi auglýs- ingu undir fyrirsögninni ,.Per- :.ónulegt“. ÁSTIN MÍN — komdu heim. Við borgum allan kostnað og hittum þig hvar sem vera skal. Þín. Um kvöldið eftir að tilkymi- mgin er sett í blöðin hringjum við heim til yðar eftir miðnætti og tilkynnum hvert þér verðið að fara til að afhenda pening- anna. Þér verðið að koma með peningana sjálfur, Robert. Þér verðið að vera alveg hvitklœdd- ur. Þér verðið að vera á Lin- colninum yðar þeqar þér af- hendið peningaria. I bréfinu voru eftirfarandi nánari fyrirmæli: Þegar síminn hrihgdi skyldi Robert Mackle lyfta símtólinu þegar eftir þriðju hringingu. Drægi ftann pað lengur, myndu rœningjarn- ir hœtta við að ná sambandi •:ið hann. Bréfinu lauk þannig: Þegar þ.ér komið á rétta staðinn, kom- ist þér að raun um það á þrem- ur Ijósmerlcjum gefnum með vasuljósi, sem endurtekin verða sifellu og beinast að framruð- unni á bil yðar. Þegar þér sjáið rnerkin, skuluð þér stöðva bíl- inn og þegar í stað koma með löskuna til móts við Ijósin. Vasaljósið finnið þér liggjandi á kístu. Þér skuluð setja tösk- v.na í kistuna, snúa aftur lil bilsins og aka tilbaka heim. Ef þér farið elcki í einu og öllu að fyrirmœlunum þýðir það dauða yðar. Maður kemur til með að hafa yður í sigti frá því að þér yfirgefið bílinn. lnnan tólf klukkustunda eftir að þér hafið afhent peningana fáið þér sím- kall og verðið þér þá upplýstur um hvar dóttir yðar er. Bréf verður einnig sent til að tryggja enn betur að dóttir yðar finnist. Klukkan tíu minútur yfir tíu hringdi St. Pierre á skrifstofu FBI í Miami og las upp orð- sendinguna frá orði til orðs. BARBARA MACKLE SEGIR FRÁ: Ég hugsaði: Þau hafa skilið mig hér eftir til að deyja. Og síðan: Hversvegna að biða? Hversvegna ekki bara að taka viftuna úr sambandi. Þá verður mér hlýtt og ég verð syfjuð. Það væri svo auðvelt. Svo sagði ég við sjálfa mig: Líttu nú á Barbara, engin heimskupör. Þú hefur þetta af. Og ég kveikti á lampanum og fór aftur að tala upphátt við sjálfa mig. Það hjálpaði. Og ég reyndi að gráta. Ég sagði við s.iálfa mig: Já, ég skal gráta. Þá liður mér betur. En ég gat ekki grátið, hvers- vegna veit ég ekki, en meðan ég lá þarna og reyndi að gráta fór ég að hugsa um ræningjana. Um hann, ekki hana. Ég hugs- aði sem svo að ef hann hefði fyrirhugað að láta mig deyja, þá hefði hann ekki farið að gera sér alla þessa fyrirhöfn. Með kistuna og viftuna og allt saman. Ef hann vildi mig feiga, þá hefði hann getað drepið mig vafningalaust, eða hvað? Kannski kæmi hann ekki aftur sjálfur. En hann myndi segja til hvar ég var. Og einhver kæmi og hjálpaði mér upp úr þessari gröf. Svo skeði það. Ljósið á litla glólajnpanum flökti og slokkn- aði. Ég æpti: — Nei, nei! Ég hafði fingur á rofanum en sá hann ekki. Ég gat ekkert séð. Hönd mín titraði og ég færði hana af rofanum. Nei, nei, peran getur ckki hafa verið útbrunnin! Svo að ég reyndi aftur.. En ekkert Ijós kviknaði. Það var þá sem ég hrópaði hátt: — Ó, Guð! Þú petur ekki gert mér þetta! Fyrst nú gerði ég mér ljóst bversu mikils virði lampinn var fyrir mig. Ég hafði allt af verið myrkhrædd. Ég hafði vit- að af lampanum og getað kveikt f honum hverju sinni er ég varð hrædd. Og ljósið hafði gefið mér kjark að nýju. Eg setti dæluna í gang og lamdi með hnefanum uppundir kistulokið. Ég vissi að það var heimskulegt af mér. Þau kæmu ekki, hversu illa sem ég léti. Það voru um það bil fjórar eða fimm klukkustundir frá því að þau fóru. Þegar ég setti dæluna • gang öðru sinni verkaði dúnk- andi hljóðið róandi. Ég hafði hana i gangi í hálfa tnínútu. Ekki lengur. Ég mátti ekki eyða öllu úr rafhlöðunni. Þegar Robert Mackle, faðir l'arböru, lenti á flugvellinum ið Atianta fyrri hluta þriðju- agsins seytjánda desember ! 968, fann hann eiginkonu sína ' dapurlegu ásigkomulagi. Hún fleygði sér grátandi i fang hon- um. — Bara að ég hefði ekki opnað, sagði hún. — Barbara íeyndi að koma í veg fyrir að ég gerði það. Klukkan tvö síðdegis til- kynnti banki Mackles að tekizt hefði með mikilli fyrirhöfn að skrapa saman hálfri milljón dollara í tuttugu dollara seðl- um. Þótt undarlegt kunni að virðast hafði reynzt enn erfið- ara að finna ferðatösku af þeirri stærð, sem ræningjarnir höfðu farið fram á. Engin búð í Mi- ami virtist eiga eina slíka. Að lokum var það eiginkona eins bankamannsins, sem bjargaði málinu; hún átti sjálf eina slíka tösku. Klukkan fjögur kom FBI- sérfræðingurinn Rex Schroder frá Washington til að stjórna leitinni. Á fyrstu ráðstefnunni var ákveðið að Robert Mackle skyldi snúa aftur til Miami. Þar hafði ræninginn fyrst reynt að ná sambandi við hann og senni- legt var að hann reyndi það öðru sinni þar. Nú var fréttin um ránið kom- in út á meðal almennings og vonast var eftir einhverjum unDlýsingum þaðan. Dósent að nafni Marshall Casse hringdi frá Emory-há- skóla, þar sem Barbara var við nám. Hann sagðist ef til vill ónáða FBI að þarflausu, en á laugardaginn i fyrri viku hefði hann heyrt orðaskipti, sem kannski stæðu í einhveriu sam- bandi við brottnámið. Maður var sendur að heyra frásögn dósentsins. Um tvöleytið á laugardaginn fjórtánda desember hafði Casse Framhald á bls. 46. 12. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.