Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 29

Vikan - 23.03.1972, Side 29
lengur. Við þurfum aðeins að fara varlega. — Varlega? David hló bit- urlega. — Ég er búinn að sigla tvö þúsund sjómílur í því versta veðri sem ég hef nokkurn tima kynnzt. Aleinn! Án þess að geta sofið og hálfdauður úr hungri, gegnfrosinn . . . gegn- votur . . . En ég er kominn svona langt. Ég bölva mér upp á það að ég ætla ekki að halda áfram, þegar ég veit að ég sit á púðurtunnu! Nei, þá hef ég betri hugmynd! Og hann stökk léttilega yfir á Rita Rina. Hann gekk að ká- etunni og ég fylgdi honum eft- ir. Mig grunaði hvað hann ætl- aði að gera og mér var ljóst að hvorki ég né nokkur annar gæti hindrað hann. Hann leit hvorki á Jacky né Querol. sem nú lá með höfuð- ið í kjöltu dóttur sinnar. Hann þreif til Jonathans og hálfveg- is bar hann og dró upp á þil- farið. — Jæja, minn ástkæri bróð- ir, sagði hann milli samanbit- inna tanna. — Þú vildir sigla Convenant til sigurs og þú skalt líka fá að gera það. Svona, um borð með þig! Sigldu henni til San Sebastian og svo getum við sagt móttökunefndinni hvernig þú komst um borð og hvers vegna ég lét þig sigla henni síðasta spölinn. Þeir láta þig þá vonandi hafa bikarinn, svo þú getir sett hann í bóka- hilluna þína og horft á hann daglega til æviloka. Þá getur þú líka minnzt þess að þú reyndir að myrða mig! Hann hóf Jonathan upp og setti hann um borð í Conven- ant, þar sem hann lenti að hálfu leyti niðri í sætinu við stýrið. Ég vissi af Jacky við hlið mér og heyrði þungan andardrátt hennar, en hún sagði ekki nokkurt orð. — Losaðu! kallaði David til drengsins, •— og komdu þér hingað yfir til okkar. Ég tek á móti þér. Þá fyrst sagði Jacky: — Grissom er líka um borð í Con- venant. Allt í lagi, sagði David. — Sæktu þá köttinn fyrst og losaðu svo. Drengurinn klofaði yfir Jonathan og sótti Grissom nið- ur í káetuna. Hann rétti kött- inn yfir borðstokkinn og Jacky tók við honum. Jonathan leit hvorki á haná né okkur hina. — Losaðu strax! kallaði Da- vid. Þá tók ég loksins við mér. — Þetta er grimmúðlegt, taut- aði ég. David sneri sér eldsnöggt að mér. — Grimmúðlegt? Hann fær að sigla Convenant til hafnar og það hefur alltaf ver- ið draumur hans. Hann veit af gasinu. Hann er ekki í neinni hættu. Hvers vegna er þetta þá grimmúðlegt? — En hvað á hann þá að segja, þegar hann kemur til San Sebastian? spurði ég. — Því verður hann sjálfur að ráða. Hann sneri sér svo að Jonathan. — Komdu þér svo af stað. Þú getur vel stýrt, en það verður auðvitað svolítið erfitt með seglin, þegar þú nálgast land, en þú bjargar þér eflaust. Þú hefur siglt Con- venant fyrr. Og vertu ekki hræddur um að þú sért einn, við fylgjum þér - eftir, vertu viss! Jonathan horfði ennþá beint fram. Svo leit hann á Jacky. - Þú elskar mig ennþá. En eitt skaltu vita, ég fyrirgef þér aldrei það sem þú gerir nú. Ee heyrði að Jacky saup hveljur. Svo stakk hún hend- inni í vasann og dró upp eld- spýtustokk, sem hún fleygði til hans. — Það getur verið að þú þurfir að nota þetta, sagði hún. Og með snöggri hreyfingu fleygði hún til hans eldspýtu- stokknum. Ég gat ekki séð svip hans, bilið milli bátanna breikkaði og David ræsti vélina. Jacky og drengurinn fóru niður í ká- etuna til að líta eftir Querol. Eg varð kyrr uppi á þilfarinu. Ég veit ekki hverju ég bjóst við um borð í Convenant. Da- vid hélt Rita Rina eins og einni sjómílu á eftir Convenant. Ég gat ekki haft augun af segl- skútunni, sem flaug áfram í rykkjum á öldunum. Ef til vill átti ég von á að hún springi í loft upp, þá og þegar, hvort sem það væri þá slys, eða að Jonathan kveikti viljandi á eld- spýtu í brjálæði sínu. En það skeði ekki neitt í þá veru. Það var fyrst þegar við komum auga á San Sebastian, eins og ójafnt strik við sjón- deildarhring að David sagði: — Það er eitthvað að hjá honum. Sjáðu! Convenant snerist í hring, seglin voru ýmist full eða slök. Skútan lagðist á hliðina, en rétti svo við aftur og lá á öld- unum. Við náðum henni fljótt og lögðumst upp að henni. David stökk um borð og gáði niður í stýrissætið, svo kom hann aftur yfir á Rita Rina, til að segja okkur að Convenant hefði misst stýrimann sinn. Hafði Jonathan fengið bak- þanka, þegar hann sá San Se- bastian, séð að ekki varð aftur snúið og álitið bezt að renna sér í sjóinn? Eða hafði hann orðið fyrir slysi? Það gat líka verið ein önnur óþekkt ástæða. Við myndum aldrei fá að vita það. Við leituðum þarna í kring í hálftíma, en fundum ekkert. Að lokum fór David um borð í Convenant og sigldi skútunni inn til San Sebastian, þar sem áhorfendaskarinn beið til að hylla hann. Eg sá fólkið veifa með flöggum og heyrði gleði- ópin, þegar David Farelly kom í höfn á Convenant. Það varð löng og flókin rann- sókn út af hvarfi Jonathans og síðar líka út af dauða Leighs. Nokkuð af sannleikanum kom í Ijós, en sumum atriðum gát- um við haldið leyndum. Fred Maw var gripinn í Suður- Ástralíu og sendur í fangelsið aftur. f nokkrar vikur var tví- sýnt um líf Querols, kúla Leighs hafði skaddað annað lungað og hann hefði þurft að komast strax undir læknishendur. Ég málaði málverkið af Da- vid fyrir siglingaklúbbinn og varð eiginlega frægur á einni nóttu, mér til mikillar undr- unar. Ég taldi sjálfum mér trú um að það hefði nú frekar ver- ið vegna þess að ég tók þátt í lokasprettinum af þessari frægu siglingu, heldur en að málverk- ið hefði verið svo sérstkat. Blöðin höfðu gleypt við sög- unni. eða því sem blaðamenn- irnir töldu rétta frásögn, og málverkinu var slegið upp með miklum fyrirgangi. Ég hafði ekki frið fyrir símanum og ég fékk fleiri pantanir en ég gat annað í mörg ár. Ég tók meira að mér heldur en ég hefði átt að gera- og vann eins og berserkur dag og nótt. En alltaf, þegar ég lagði frá mér pensilinn, sá ég Jacky fyr- ir mér, þegar hún fleygði eld- spýtustokknum til Jonathans. Hvernig sem ég reyndi að losna við þessa sýn, tókst mér það ekki. Það kvaldi mig að hugsa um hana, ég var á einhvern hátt vonsvikinn yfir því að hún skyldi geta sýnt slíka grimrnd. Mér fannst þetta ómannleg grimmd og gat alls ekki sett hana í samband við stúlkuna sem ég elskaði. Þegar Querol var úr hættu, heimsótti ég hann á sjúkrahús- ið. Það var einkennilegt að sjá hann liggja þarna svo hjálpar- vana, umkringdan af hjúkrun- arkonum, sem greinilega til- báðu hann, þótt hann sýndi þeim ekki aðra hlið af sjálfum sér en hina hrjúfu og ákveðnu, sem ég mundi svo vel eftir frá Kananga. — Ross, sagði hann og virti mig vandlega fyrir sér. — En hve gaman er að sjá þig. — Hvernig líður þér? Þú lítur miklu betur út. — Já, já, Colin er líka á batavegi. — Colin? Querol lyfti brúnum. — Skipsdrengurinn, auðvitað. Hver hélztu að það væri. Drengurinn átti sér þá nafn, þegar allt kom til alls. Eg leit niður og þagði og eftir svolitla stund sagði Querol: — Hvað er að þér? — Eg er að hugsa um Jacky, hrökk út úr mér, alveg óvart. Querol kinkaði kolli. — Eg átti von á því. Er eitt- hvað sem angrar þig: Að hún reyndi ekki að hjálpa Jona- than? Já, ég veit hvað hún 1» 12. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.