Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 13
ugt burtu og lét hana eftir eina í verki með vinnumanninum — 1 að heita mátti allan túnaslátt- ; inn. Og samt hafði hún þótzt finna það á sér frá upphafi. að þetta mundi gerast, þetta hlyti að gerast einhvern tíma fyrr eða siðar. Og hún hafði nærri því brunnið af illfúsri óþolinmæði eftir að smána hann, — náléga skyrpa framan í hann, þegar hann kæmi, bæði vegna Laugu frænku og eins vegna sóma sjálfrar sin. En hann bærði ekki á sér. Þegar leið fram á engjaslátt- mn, breyttist þó viðhorfið smám saman. Sigvaldi gerðist líkt og alúðlegri í viðmóti. Hún var og röskleikastúlka til heyvinnu, það gat honum ekki dulizt, og slíkt gat auðvitað átt einhvern þátt í breytingunni á viðmóti hans. En þá þóttist hún þess þó jafnframt vís, að nú mundi þetta vera í aðsigi. Þegar flæsa var, hafði hann það til að senda vinnumanninn heim til að þurrka á túninu, en verða eftir með henni einsam- all í ljánni uppi á fjalli. Og þá var hún sannarlega viðbúin, einkanlega þegar þau settust niður til að matast eða drekka kaffi. En framkoma hans var öll með ágætum og undur varfær- ín, eins og áður. Eins voru orð- ræður hans einkar prúðar og alvarlegar, rétt aðeins ýrðar gamanyrðum svo sem til krydds begar svo bar undir. Stundum var orðið rullrokk- ið, þegar þau gengu heim af engjunum; en það mátti einu gilda; þarna þrammaði hann við hlið hennar og hélt áfram umtalinu um daginn og veginn, því naumast var hægt að kalla það samræður, — vegna byrgðr- ar æsingar gat hún oft og ein- att ekki svarað nema orði og crði á stangli. -— En hann bærði ekki á sér. Og þannig leið vika eftir viku. Og þar kom um síðir, að hún hætti í rauninni að skilja í þessu. Var hann hafður fyrir röngum sökum? Var hann lagð- ur í einelti af þessum óskeikula almannarómi, sem málsháttur- inn taldi þó að lygi sjaldan? Eða — eða var hún óásjálegri en Lauga frænka, var hún virkilega óásjálegri? Var hún, ekki t.d. að taka, öen renni- legri að vaxtarlagi, eða skipti hún ekki fullt eins vel litum? Vitaskuld var ekki nema eðli- legt, að hann gerði talsverðar kröfur í þeim efnum, því hann var myndarlegur maður. — Já, sú viðurkenning hafði nefnilega skotið rótum í huga hennar, jafnvei fyrstu vikuna hennar í Hvitalæk. Og þegar frá leið, kvað svo rammt að þeim skoð- unarhætti, að hún var háif óánægð með húsfrevjuna, — óánægð fyrir hans hönd, þvi að, hvað sem brestum hans leið, þá var ómögulegt að neita því, að Framhcild á bls. 31. 12. TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.