Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 5
18 TIAOM A UNEAN! seytjánda febrúar 1972 blöskr- aði mér alveg, og er ég þó ýmsu vanur. Ég er helzt á því að sá karlskarfur, sem skrifar bréfið: „Að dýrka djöfulinn sem guð", ætti bara að reyna að halda sig á mottunni. Það er al- veg undravert hvað einn maður getur blaðrað á „góðri íslenzku". Ég er alveg sammála Vikunni með það, að rétt sé að taka bréf til meðferðar, hvert svo sem efnið í þeim er. Og hvort bréf- in eru innantóm eða fátæk, get- ur Vikan ekkert að gert, ekki semur hún þau. En ef þér finnst þau fátæk, skaltu bara reyna að semja betri, en ég efast um að þér takist það. Og ég held að það væri frekar þitt að biðja Vikuna afsökunar á framferði þínu, en hennar að biðja lesend- ur sína afsökunar. Hvort sög- urnar í blaðinu eru lélegar eða ekki, skal ég ekki segja um, en um það eru mjög skiptar skoð- anir. Þátturinn „Síðan síðast" finnst mér bara ágætur, og er ég sjálfsagt ekki einn um það. En nú ætla ég að víkja að því, sem mér blöskrar mest, og það eru kynferðismálin. Ætlar þú að gera tilraun til að koma þeirri fjarstæðu inn hjá lesend- um Vikunnar að mikið sé um: óskilgetin börn, hjónaskilnaði, heimilisófrið, ofbeldi, ofdrykkju, eiturlyfjaneyzlu og að barnung- ar stúlkur verði mæður, vegna þess hvað mikið er um kyn- fræðslu? Þvert á móti. Og þú, maður minn, vogar þér að gagnrýna þátt sem þú augsjá- anlega hefur ekkert vit á, en það er þátturinn „Heyra má". Sjálfum finnst mér þátturinn misjafn, enda ekki nema von, hann er ekki eingöngu fyrir mig. En þegar verið er að tauta um að í þættinum sé tóm þvæla, er mér nóg boðið. Það sem þú segir um hann sýnir að þú ert íhaldssamur fram úr hófi, og skilur ekki unglinga nú til dags. Jæja, gamli minn, ég ætla ekki að eyða meiru bleki í þig að sinni. Blessaður, ævinlega. Rúnar Þorsteinsson, Lyngholti, Stöðvarfirði. Ekki tekizt að húkka í hann Kæri Pósturl Ég er hér ein í vanda stödd. Svo er mál með vexti að ég er mjög hrifin af strák héðan, en hef ekki verið með honum, því mér hefur ekki tekizt að húkka í hann. Hvernig á ég að haga mér í framkomu minni við hann? (Ég tek það fram að ég er ekki feimin, heldur þori ég alveg að láta bera á mér). En hvað á ég að gera? Svo hann liti á mig? Því að ég er svo hrifin af hon- um. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk. Gunný. Skriftin bendir frekar til þess að þú sért allmikið barn, og kæmi okkur ekki á óvart að sú væri ástæðan til áhugaleysis drengs- ins á þér. Þú segir okkur ekk- ert um hvernig þessi drengur er, svo það er erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur ákveðin ráð. Það ætti varla að saka að sýna honum vissan áhuga, án þess þó beinlínis að vera frek. Þá ættirðu að sjá hvort þú átt yfirleitt nokkurn séns í hann. Hlaup og stökk Kæra Vika! Ég les þig oft en er ekki áskrif- andi. Ég skal ekki hafa bréfið óþarfa langt, og því sný ég mér að efninu. Mig langar að vita hvar ég get komizt í kynni við frjálsíþróttir, hlaup, stökk og svo framvegis. Með fyrirfram þökk. Helga. P.S. Ég gleymdi að taka fram að ég á heima í Reykjavík. — Hvernig er skriftin? Hafðu samband við eitthvert íþróttafélagið, annaðhvort sím- leðiis eða bréflega. Þú finnur til dæmis utanáskriftir íþrótta- bandalags Reykjavikur, Knatt- spyrnufélags Reykjavikur (KR) og Iþróttafélags Reykjavikur (ÍR) i símaskránni. Skriftin er skýr og lofar góðu, en þú þarft að æfa þig betur. 12. TBL. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.