Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 31
BRÉFI SVARAÐ Framhald aj bls. 13. hann var myndarlegur maður. En ,.hugur einn það veit, hvað býr hjarta nær“. Ef til vill hafði hann eitthvað að bera; var- færni hans og alvörugefni bentu : þá átt. — Og undarlegt mátti þetta heita, því áður en hana varði sjálfa, var hún tekin að afsaka hann á ýmsan veg í huga sínum og farin að breiða blæju eins konar samúðar yfir þessa megnu hrösun hans, sem hún hafði þó ætlað sér að tyfta hann fyrir, hvenær sem tilefni gæfist. Hún skildi það eigi þá og ekki fyrr en löngu seinna, að allt saman stafaði þetta af því, hve hann var naskur um gróð- ursetningu á þessu sviði, — gekk þess fullkomlega dulin, að sjálf var hún þá að þróakt á hinum viðsjála akri og orðin rétt að kalla uppskeruhæf. Nei, um þessar mundir vissi hún það eitt, að þegar hann hafði lokið við að raka sig á sunnudagsmorgnum, þá átti haka hans naumast nokkurn sinn líka í víðri veröld. Og stöku sinnum mættust þá augu þeirra, en það máttu þau ekki og litu þvi samstundis undan aftur. Supnudag nokkurn, rétt und- ir sláttulokin, kom hann heim af sóknarnefndarfundi að af- iiðandi miðjum aftni. Hann kastaði kveðju á heimilisfólkið, gekk rakleitt inn eftir baðstofu- gólfinu og hvarf inn í hjóna- húsið. en eins og oft bar við lét hann dyrnar standa opnar. Hún sá, að hann settist við borðið við stafngluggann og tók að blaða í Alþingistíðindunum. Hún mundi þetta jafn glöggt eins og það hefði gerzt í dag. — Frammi í miðbaðstofunni vóru þessar þrjár manneskjur: Hún sjálf, er sat á rúmi sínu og dyttaði að bláleitri dag- treyju, Þórhildur gamía Páls- dóttir, sem rorraði í hárri elli framan á rúmstokknum og prjónaði neðan við stokk, og loks vinnumaðurinn, sem lá vembilfláka uppi í sínu rúmi, yfirkominn af letisleni hvíldar- dagsins. Húsfreyjan gekk út og utan. Hún var ofboð durnarlega til fara líkt og vant var, og ein- hvern veginn langt of lítið að- iaðandi fyrir myndarlegan mann — að henni fannst. En þá var hún sjálfsagt orðin um- setin af syndsamlegum hugs- unum og uggði því ekki að sér. Að stundarkorni liðnu fór skilvindan af stað frammi í búr- inu, og þá var húsmóðirin vissu- lega starfi bundin næsta hálf- tímann. — Og rétt í sama bili lagði þá og húsbóndinn frá sér Alþingistíðindi og skimaðist um. „Ingibjörg, má ég biðja þig að gera svo vel að taka í mig?“ kallaði hann fram til hennar. Hún stóð þegar upp og hvarf inn í svefnherbergið. „Þú hallar aftur hurðinni, góðin mín,“ mælti hann þá í hálfum hljóðum. Og því var hlýtt líka, hurðin féll þegar að stöfum. Þetta var allt og sumt, ekki stakt orð annað en að tarna. — En þarna kom það samt, — þarna kom það. Hversu .fífl- djarft tiltæki. Og þó var þetta byggt á furðu tryggum undir- stöðum og í rauninni reist á fjórum rammgervum stöplum: 1 fyrsta lagi á uppskeruþroska hennar sjálfrar, í annan stað á hinni háu elli og þungfærni Þórhildar gömlu, í þriðja lagi á frámunalegu letisleni vinnu- mannsins og síðast, en ekki sizt, é þessu jafna og suðandi skil- vinduhljóði í frambænum. Hún hafði alltént ætlað sér frá Hvítalæk um réttarleytið. En hún fór þaðan ekki fyrr en löngu seinna, fór ekki fyrr en heimilið stóð í ófriðarbáli, á sinn máta eins og þegar Lauga frænka hennar hrökklaðist það- an fyrir tveimur árum. Straum- ur lifsins er stundum gruggug- ur, þegar hann fellur úr réttum farvegi. Á þann bæ mátti hún aldrei fæti st.íga. Og í Svansási gat hún ekki heldur átt framtíðar- heimili, því að fóstra hennar var társtokkin alla daga og Þor- leifur gamli fjúkandi vondur út af laumuspili holds og heims. Það skyldi ekki undra hana neitt, þó að hann — sem var þó reyndar háttaður — ræki senn Framhald á bls. 38. 12. TBL. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.