Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 28
Kona uvn FRAMHALDSSAGA Jf ^ _ A EFTIR H4 K.R. BUTLER W MM W Vf ■ W SÖGULOK Jf í einni svipan var David kominn um borð í vélbátinn, þar sem Jonathan faidi sig. Mig grunaSi hvað hann ætlaði að gera og ég vissi að ekkert vald á jörðinni gat komið í veg fyrir það... Rita Rina var hraðbátur og hún átti að geta náð Conven- ant — ef við vissum hvaða stefnu David hefði tekið. En hafið virtist svo óendanlega stórt og autt framundan. Con- venant var fyrir löngu horfin sjónum okkar. Hvernig áttum við að finna skútuna í tæka tíð til að vara Jacky og David við hættunni sem vofði yfir þeim? Rita Rina klauf öldurnar svo það fossaði aftur með síðun-_ um. Hún dansaði. eins og fjör- ugur foli á ölduföldunum og renndi sér svo niður í dalina svo það brakaði í skrokknum. Okkur sveið í augun af sjávar- seltunni og okkur fannst það martröð að þjóta svona áfram á æðislegum hraða, án þess að vita hvort >við værum á réttri leið til að nálgast Convenant. Það gat alveg eins verið að við værum að fjarlægjast hana. Ég vonaði aðeins að David héldi sem beinastri stefnu og að Mooney gerði slíkt hið sama. Mooney sneri sér við í sömu andrá. — Á ég að gefa merki þegar við koraum í sjónmál? Guð veit hvort hann hefur nokkra hugmynd um það sem er að gerast, hugsaði ég. Hann vissi auðvitað ekki í hverju hættan var fólgin. Hvernig átti ég að gera honum það ljóst? Ég klöngraðist niður til Jona- thans. — Pappír! sagði ég í skipunarróm — og penna! Hann tautaði fýlulega: — Þarna. Drengurinn kallaði: — Ross . . . ? Ée. sá að Querol hafði kom- ið til meðvitundar. Eg beygði mig yfir hann og sagði: — Liggðu kyrr, þú getur verið ró- legur. Við erum bráðum komn- ir til San Sebastian. Það var ekki auðvelt að fara á bak við hann. •— Hvað gerði Jonathan um borð í Convenant? hvísl- aði hann með erfiðismunum. — Ekkert. Alls ekki neitt. Ég leit á Jonathan, reyndi að vara hann við að láta ekk- ert uppi. Hann þagði, hjálpar- vana og yfirbugaður á svipinn. En ég treysti honum ekki frek- ar en kobraslöngu. Ég náði í aðra hækju hans og rétti hana til drengsins. — Ef hann reyn- ir einhverjar kúnstir, þá skaltu slá hann með hækjunni og kalla á mig! Hina hækjuna tók ég sjálfur, gekk út á þilfarið og fleygði henni fyrir borð. Það var þá sem ég sá einhvern depil við sjóndeildarhringinn. í fyrstu þorði ég ekki að trúa mínum eigin augum, en svo sá ég greinilega að þetta var hvítt segl . . . Það hlaut að vera Convenant! Mooney hafði líka komið auga á seglið og hann varð jafn ákafur og ég. Hann sló með hnefanum í stýrið og öskraði eggjandi: Jæja, komdu þér áfram, Rita Rina, þú getur meira en þetta! Ó, bara að ekkert kæmi nú fyrir. vonandi kveikti David ekki í sígarettu . . . Eg bað innilega í huganum, meðan ég sá að við nálguðumst Conven- ant, sem varð æ stærri til að sjá. En alltof hægt. Þegar ég gat greint stafina á seglinu og sá veifu siglingaklúbbsins, sá ég að Jacky sat við stýrið. En ég kom ekki auga á David. Hvar gat hann verið? — Jacky! öskraði ég. Við vörum of langt í burtu til að hún heyrði til mín, en hún hafði kannski heyrt vél- arhljóðið í Rita Rina. Hún leit við og ég veifaði í ákafa til hennar. — Stöðvaðu bátinn! Hún heyrði ekki til mín. Hún hló og veifaði glaðlega. — Stöðvaðu bátinn! öskraði ég eins hátt og ég gat. Mooney hélt stefnunni beint á Conven- ant, við flugum áfram. Ég öskraði einu sinni ennþá: — Stöðvaðu bátinn! Loksins virtist Jacky skilja mig. Hún sneri Convenant upp í vindinn og það slakaði á seglunum. Ég sá að Mooney hægði á vélinni og sneri Rita Rina upp að bakborða Conven- ant. Bátarnir veltust mikið í öldurótinu og skullu stundum saman. Mér fannst handlegg- irnir ætla að slitna af mér, þegar ég reyndi að halda bát- unum hlið við hlið. —- Gas! öskraði ég til Jacky. — Það er gas um borð. Kveik- ið ekki eld! Náðu í David! Hún hvarf niður um lúkar- gatið. Ég kallaði til drengsins: — Náðu í kaðal og stökktu um borð. É'g get ekki haldið bátunum saman mikið lengur! Drengurinn stóð tilbúinn, þegar bátarnir skullu næst saman og þá stökk hann yfir á Convenant. Hann kom niður á fjórum fótum, en stóð fljótt upp og batt kaðalinn fastan í borðstokk Convenant. Loksins gat ég losað takið. Bátarnir voru nú bundnir saman á skut- unum, veltust töluvert og rák- ust saman. Jacky kom upp úr káetunni og David rétt á eftir henni. Hann nuddaði stírurnar úr aug- unum. — Hvað er um að vera? spurði hann undrandi. — Jonathan opnaði fyrir gasið. En það er engin hætta ef enginn kveikir eld. Nú, þegar hættan var af- staðin, varð ég eitthvað svo skelfilega skrítinn í höfðinu. Jacky sagði: — Ég var einmitt að hugsa um að vekja David og fara svo niður til að hita kaffi . . . • Það er bezt þú komir yfir í bátinn til okkar, tók ég fram í fyrir henni. — Faðir þinn er mikið veikur. Þetta flaug óvart út úr mér og ég sá að Jacky hrökk við, eins og hún hefði fengið utan undir. David sagði, hálf tor- trygginn: — En hvernig fenguð þið að vita þetta með gasið? — Jonathan sagði okkur það, þegar hann komst að því að Jacky var um borð hjá þér. Ég sagði honum ekki að ég hefði fyrst þurft að slá hann, næstum því í rot. David stóð þögull um stund, svo sagði hann: — Og hann grátbændi mig um að fyrir- gefa sér, þarna yfir á Kan- anga! Hann bókstaflega þakk- aði mér fyrir að ég skyldi at- huga þetta með vitann og hefði ekki gengið í gildruna! Getur hann raunverulega . . . Mér leið illa þegar ég svar- aði: — En það er engin hætta 28 VIKAN 12.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.