Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 36

Vikan - 23.03.1972, Page 36
Steikur eru alltaf hátíðamatur og eru hér nokkrar upp- skriftir sem ekki eru alltaf á borðum og skemmti- legt væri að reyna. Ofnsteiktur hamborgarhryggur Hamborgarhryggur beinlaus ca. 1 Vs kg nægir fyrir 6—7 manns. Setjið kjötið á rist í ofninn og skúffuna undir. Kryddið með salvíu eða rósmarin. Setjið nokkra desilítra af vatni í botn- inn á skúffunni og setjið ofninn á ca. 170°. Eftir u. þ. b. 40 mín. er hryggurinn tilbúinn. — Mjög gott er að bera með hamborg- arhryggnum maískorn (úr dós- um), sem soðinu er hellt af og hitað upp í smjöri. Þá er einnig gott að setja púrruhringi létt- steikta í smjöri saman við maís- inn. Berið fram ofnbakaðar kart- öflur með, eða brúnaðar kart- öflur. Ef vill má strá púðursykri yfir hrygginn, og setja hann í ofninn mjög heitan eða undir grill, og sömuleiðis má setja sinnep saman við púðursykur- inn og er þá hryggurinn látinn vera í ofninum þar til púður- sykurinn myndar karamelluhúð. Sósuna má síðan búa til á hefð- bundinn hátt eða setja dálítinn tómatkraft saman við síað soð- ið og jafna það örlítið. Steikt kálfabrjóst O Reiknið með 250—300 gr á mann. Nuddið kjötið með salti, pipar salvíu eða rósmarin. Setj- ið steikina ( skúffu, á grænmet- isundirlag, t. d. smáttskornar gulrætur, púrruhringi, selleribita og steinselju. Steikið kálfabrjóst- ið í ca. 2 tíma við 170°. Setjið dálítinn tómatdjús úr dós á grænmetið. Berið fram soðsósu með og agúrkusalat, ásamt bök- uðum kartöflum eða soðnum. Rauðvínsmarineruð svínasteik O Svínakjötið, annaðhvort úr bógi eða læri ca. 1V2 kg. Látið kjöt- ið liggja í marineringu úr 1 fl. af rauðvíni, 2 ms. edik, V2 Itr. af vatni, 50 gr einiber (fást í apóteki), látið liggja í þessum legi á köldum stað. Snúið kjöt- inu nokkrum sinnum á dag. — Takið það síðan upp og ristið í skrápinn ferningslaga teninga, ca. 1 cm á kant. Kryddið með salti og pipar. Setjið steikina á ofnristina með skúffuna undir og setjið dálítið af leginum með. Steikið við 200° í ca. 2 tíma. Síið soðið og bætið ef vill meiru af marineringunni saman við. — Jafnið með örl. maizenamjöli. Berið fram með soðnum kart- öflum stráðum steinselju og grænum baunum. T-beinsteik © Steikin er eiginlega tvöfalt buff, með T-laga beini í miðj- unni og er nafnið dregið þar af. Steikina má því skera eftir því hve margir eiga að borða hana. 2—3 cm þykk fyrir 2 og 4—5 cm þykk fyrir 4—5. Steik- ina má grilIsteikja eða steikja á pönnu. Brúnið hana fyrst á pönnu í smjöri og kryddið með salti og ef vill hvítlauksdufti. Sé steikin 4—5 cm þykk þarf að steikja hana í ca. 40 mínútur, þó fer steikingartíminn eftir því hve rauð steikin má vera að innan. Berið síðan með hrært smjör sem bragðað er til með hvítlauk, rifinni piparrót, klipptri steinselju eða kaperskornum. — Berið með glóðarsteikta tómata, franskar kartöflur eða mósaðar kartöflur. Lambasteik © Lambslæri er þvegið og í það er stungið hvítlauksbitum inn að beini. Nuddið lærið að utan með blöndu af salti, pipar og salvíu eða rósmarin. Setjið steik- ina á ofnristina og skúffuna undir. Setjið dál. vatn í skúff- una. Reiknið ca. 50 mínútur á hvert kg kjöts, en dálítið styttri tíma ef kjötið á að vera rautt að innan. Steikið við ca. 170°. Brúnið að lokum við sterkari hita. Síið soðið og jafn- ið. Berið fram ofnbakaðar kart- öflur með, hálfsoðin epli, með hlaupi í miðjunni þar sem kjarnahúsið var og spínat, fros- ið, hitað í smjöri. o> Nautasteik © Nautasteik með be-ini, má reikna með 250 gr á mann. — Nuddið með salti og pipar, leggið á ofnristina m^ð skúff- una undir, með dálitlu vatni í. Framhald á bls. 45. 4

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.