Vikan


Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 8

Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 8
Á sautjándu öld voru í Bretlandi líflátnar 1000 galdranornir fyrir að iðka svartagaldur. Nornir eru til á okkar dögum; þær tilheyra ekki fortíðinni einni eins og margir ætla. Að þeirra áliti er svartigaldurinn ekki eins svartur og honum hefur verið lýst. Galdur er hlutlaus, segir nútímanornin. Það er hægt að misnota hann, en oftar er hann notaður til góðs. f sannleika sagt eru nútímanornir ósköp venjulegt fólk, sem hefur með sér nokkurs konar reglu, oftast 6 saman, ásamt æðsta kvenpresti. Tilgangur reglunnar er að lækna andleg og líkamleg mein meðbræðra sinna. í þessari grein erfjallað um nornir nútímans, og meðal annars rætt við þrjá kvenpresta. Eftir nokkurra alda hlé, eru galdrar á hraðri leið með að ná útbreiðslu. Fyrir aðeins fáum árum síðan, myndi hugmynd- in um starfandi nornir á okkar tímum, virzt alveg fráleit. í dag eru ekki margir sem svo mikið sem depla augunum, yfir blaðagrein eða sjónvarpssýningu sem fjallar um endurvakningu galdranna. Hvað er um þessa endurvakningu að segja? Sú persóna, sem augljóslega er færust um að svara því er Eric Maple, rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn, sem hefur skrifað víðlesnar bækur um nornir, afturgöngur og ára. Hann hefur verið nefndur „andafræðingur“, sem er undar- legt heiti og í mótsögn við hans glaðlegu og blátt áfram persónu. Sem sagnfræð- ingur harmar hann hina glórulausu grimmd og sefasýki almennings sem lýs- ir sér í hinum miklu aftökum 17. aldar- innar, en mikill meiri hluti þeirra sem var tortímt var án efa saklaust fólk. En hann er tortrygginn gagnvart endurvakn- ingunni. „Þetta á svo lítið sameiginlegt með hinni gömlu ensku galdramenningu,“ segir hann. „Nútímanornir eru afar ólíkar þeim sem ég átti að venjast í nomahéraðinu í Sussex, þaðan sem ég er ættaður, en þar fékk ég efnið í bók mína. Gamla fólkið þar var óbrotið, lítt menntað og byggði töfrakraft sinn á þekkingu og innsæi. En nútímanornir virðast allar vera velmennt- að millistéttafólk, sem mér finnst erfitt að tileinka frumstæðan töframátt. Ég á líka erfitt með að skilja hvemig þeirra svokölluðu „Gömlu trúarbrögð", hafa lifað af í gegnum aldimar, þrátt fyr- ir hinar miklu ofsóknir og vöntun á skrif- uðum heimildum. Það virðist ekki trúlegt. Annars eru margar brezkar stofnanir sem vilja telja sig hafa fornan uppruna; á sennilega rætur að rekja til þrár manns- ins eftir áframhaldi. Ég lít ekki á nútímanornir sem sérstak- lega merkilegar, en ég hefi ekkert á móti þeim. Þær gera engum mein. Ég er sann- færður um, að þær áttu engan þátt í hin- um óheillavænlegu atburðum sem urðu í ónotuðum kirkjum og gömlum grafreit- um ekki alls fyrir löngu og ollu sem mestu uppþoti. Ég rannsakaði sjálfur einn eða tvo hinna ógeðslegu atburða og víst er, að hver svo sem hefur framið þá, þá hafa það ekki verið nornir. Nornir halda held- ur ekki „Svarta messsu“, nema þá í ímynd- un yfirspenntra fréttaritara. En því miður er þetta það sem margir vilja helzt lesa um. Á hinn bóginn telja nomimar sig geta með trúarathöfnum sínum, öðlast sálræn- an kraft til að fremja töfrabrögð. Per- sónulega held ég að þó að allar nornir heimsins legðust á eitt, þá gætu þær ekki iátið sjóða í vatnskatli. Nei, ég get ekki sannað það, en nornirnar vilja ekki sanna hið gagnstæða. Samt sem áður get ég skilið hvað það er sem dregur fólk að þessari iðju. Það iðkar trúarathafnir á öld sem enga trú hefur. Það álítur sig arftaka mikillar af- leiðingar. Það veit hvernig á að fullnægja hinni djúpu mannlegu þörf fyrir undur, en þá þörf höfum við flest okkar. Innst inni erum við öll alltaf reiðubúin undrum og störmerkjum. Núna um daginn fékkst ég til að sýna nokkrum stúlkum sem vinna í skrifstof- unni minni, hvernig nornirnar í gamla daga .voru vanar að stinga brúður með prjónum. Ég útskýrði fyrir þeim, að það yrði að gefa brúðunni nafn óvinarins sem nornin ætlaði að vinna mein. Stúlkurnar nefndu brúðuna strax eftir manni sem þeim var öllum illa við. Tveim dögum seinna kemur þessi sami maður allur þakinn heft.iplástrum; hann hafði dottið af hjólinu sínu og lent á göddóttu hand- riði. „En hræðilegt", sögðu stúlkurnar, „þú hefðir getað drepið hann“.“ Það er ekkert undarlegt eða óvenjulegt í fari æðstu kvenprestanna þriggja, sem Nornirnar hittast alltaf innandyra — naktar. Myndin er af Patriciu Crowther, æðstapresti yfir Sheffield og Manchester. Silfurarmbandið er tákn um stöðu hennar. ég átti tal við. Allar 3 eru aðlaðandi, gáf- aðar og traustvekjandi konur, sem tala um sannfæringu sína, með hinni rólegu fullvissu skýlausrar trúar. Þær virtust mjög einlægar og í góðu andlegu jafnvægi. Það sem ókunnugum gæti komið undar- lega fyrir sjónir er, hvernig þær virðast líta á galdra eins og alveg eðlilegan hlut. Lois Temple er lagleg, dökkeygð kona um 35 ára, sem býr með manni sínum og tveim börnum ekki langt frá London. Hún vinnur hluta úr degi úti. Þar sem hún er norn vegna arfleifðar, hún erfði kraftinn frá ömmu sinni sem var spænsk, þá hefur hún ekki trú á þessari nýju endurvakn- ingu. „Nornareglur þjóta nú allsstaðar upp,“ segir hún, „en flestir meðlimir þeirra eru ekki nornir, heldur alvörulítið fólk í leit að auði, valdi og nýjungum. Það hefur enga kennara, ekkert helgivald og veit ekkert hvað það er að gera. Mig grunar að helmingur þess fái rang- ar bækur í bókasöfnum og búi til helgi- athafnir sínar. Aðrir lesa sennilega réttu bækurnar og líkja eftir gömlu trúarbrögð- unum á yfirborðslegan hátt. Ég þekki sanna norn í mílu fjarlægð. Nei, ég get ekki sagt yður hvernig. Að vera fær um að þekkja okkar líkar, er 8 VIKAN 12.TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.