Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 38
EF TIL VILL EKKI
Á DAGATALINU - EN í TÍZKUNNI
SANNKÖLLUÐ
£
Vöromarkaðnrinn hf.
ARAAULI 1 A • SIMI 86-1 13
höfuðið upp um loftsgatið og
sendi henni einhvers konar
hnútu eða hnýfilyrði.
Og þess vegna var sjálfsagt
bezt, að hún hraðaði sér að
svara þessu drengilega tilboði,
er fólst í bréfi Jóns Þórðar
Daðasonar, sem var fremur ein-
faldur, freknóttur vinnupiltur
á bæ, sem hét að Hjöllum, hin-
um megin fjallsins. Hún vissi að
hann var vandaður og vinnu-
gefinn dugandismaður, þótt
ekki væri hann mikið svipaður
glæsimennum sumra tindrandi
ástasagna. Stundarkorn starði
hún út í bláinn og hugleiddi
ráðgátur lífsins og handleiðslu
guðs. En fram af því fór svo
penninn af stað:
„Heiðraði bezti vin.
Ég fékk bréf frá þér núna á
skírdag, sem ég þakka þér fyr-
ir, og þó er ég í hálfgerðum
vandræðum með að svara því.
Það er svo margt í þessu bréfi
þínu, sem mér geðjast ekki að,
og samt veit ég, að það er ekki
af ótuktarskap hjá þér, þó að
sumt komi svona út, sem í
bréfinu stendur. Mér finnst
hálfpartinn óþarfi af þér að
fara að koma með þá sneið, að
S. dugi ekki mikið. Heldurðu,
að þú þurfir að minna mig á
það, að hann er bundinn og
nýtur sín ekki? En þó að svona
færi fyrir okkur, þá er hann
mdæll maður samt. Ó, Nonni,
ég get aldrei gleymt honum, og
ég get ekki heyrt, að neinn
hallmæli honum.
En hvað snertir Mýrarselið,
þá vil ég ekki, að þú sitjir það
af þér minna hluta vegna, ef þú
getur fengið það til ábúðar, og
notazt við mig eins og ég er.
Og þó að mér hafi skrikað fót-
ur, langar mig til að reynast þér
væn kona, jafnt fyrir því. — Þú
þarft ekki að hafa nema einn
reiðingshestinn, því að kom-
móðuna má hafa í öðrum bagg-
anum en kistilinn, yfirsængina
og koddann í hinum. Brenndu
þessu bréfi. Þin einlæg vina,
Ingibjörg Þorgeirsdóttir."
Hún renndi augum yfir bréf-
ið og sá strax, að mikil þörf var
á að endurskrifa það, einkum
og sér í lagi framan við greina-
skilin, — þar sem hjartað af-
hjúpaðist. En í þessu bili heyrði
hún þrusk inni í göngunum, og
þá flýtti hún sér að loka bréf-
inu.
Og það stóð heima: Þorleifur
gamli rak höfuðið upp um lofts-
gatið.
„Hvern þremilinn ertu að
gaufa hér, Imba. Farðu strax
að hátta,“ sagði hann. „Held-
Framháld á bls. 42.