Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 44

Vikan - 23.03.1972, Side 44
kraftaverk. — En það hefur gengið. — Já, en að vísu með því að halda öllum kostnaði sem mest niðri. Maður hefur verið neydd- ur til þess, annars væri allt löngu strand. — Hefur það ekki verið mjög erfið aðstaða að vera bæði leik- hússtjóri og jafnframt efna- liagslegur framkvæmdastjóri hússins? — Vitaskuld fylgir því mikið erfiði að hafa þetta hvort- tveggja, en með því móti hefur maður alltaf hliðsjón af hvoru- tveggja, því fjárhagslega og því listræna. Þetta tvennt verður að samræma eins og mögulegt er, sigla milli skers og báru. En taki maður aðeins mið af öðru, hlýtur hitt að gjalda þess. Þar sem eru tveir framkvæmda- stjórar. annar fjármálalegur og hinn í forsvari fyrir listinni, þá er reynslan ákaflega víða sú, að annar reynist sterkari og sú hliðin, sem hinn stendur fyrir, verður útundan. — Þú minntist áðan á leikara Þjóðleikhússins. Telurðu ís- lenska leikara yfirleitt fyllilega sambærilega við starfsbræður sína erlendis, hvað hæfni snert- ir? — Það eru þeir alveg áreið- anlega. Ég hef séð mikið af Jeiksýningum erlendis; fer allt- af eitthvað út árlega og þá helst tiJ Lundúna og Stokkhólms. Mér finnst ég hafa mest gagn c-f því. sem ég sé í þessum tveimur borgum; það er sum- Dart kannski vegna tungumál- anna, en líka hins að ég tel að þessi tvö lönd hafi best leik- hús. Á leikhúsmenningu Eng- lendinga þarf varla að minna, og Svíarnir eru framúrskarandi á því sviði líka. Ekkert annað lítið land á líklega jafnmarga leikara á alþjóðavettvangi. Þeir cru allsstaðar í erlendum kvik- myndum, í óperum og svo fram- vegis, og allsstaðar á toppnum. Þetta sýnir að Svíar kunna að ala upp leikara; það er líka svo mikil harka og strangleiki í þessu hjá þeim. Því fremur er það mikil ánægja að sannreyna að okkar bestu leiksýningar hér eru fyllilega sambærilegar við sýningarnar í Dramaten í Slokkhólmi og leikhúsunum í Lundúnum. Ég get ekki annað séð. Til dæmis getum við nefnt þann leikara okkar, sem líklega er bestur nú, Róbert Arnfinns- son. Þegar hann fer út til Þýskalands, þá verður hann um leið stjarna þar. Þar er hann svo hátt metinn, að um hann er skrifað í leikdóm, að enginn Jeikari í Þýskalandi hafi vakið jafnmikla athygli, verið eins mikið skrifað um og jafn vel í síðastliðin fimm eða sex ár. Og þó verður hann þarna að leika á máli. sem honum er ekki tamt að túlka á. Og við eigum fleiri leikara, sem áreiðanlega eru á við þá bestu í hvaða landi sem er. — Svo hefur þú haft á hendi stjórn Edda-film. Það fyrirtæki var, ef ég man rétt, í lægð um þær mundir sem þú tókst við því. — Já, það mátti raunar heita að það væri dautt. Það hafði staðið til að filma Sölku Völku i félagi við franska aðila, og átti að taka myndina hér. Þrír franskir kvikmyndamenn, höf- undur handritsins, væntanlegur leikstjóri og tæknimaður, komu til landsins og ferðuðust mikið um. Handritið var tilbúið, og svo sendu Frakkarnir upp hing- að eitthvað af tækjum og nokkrar rauðvínstunnur. Edda- film þurfti að borga fyrir þá allan kostnað hérna, og svo gerðist ekkert meir. Sá sem rtóð fyrir þessu af hálfu Frakk- anna hafði þá lent í einhverju klandri; var sonur bankastjóra ( París og þlayboy. Edda-film tapaði þarna öllu því hlutafé, sem búið var að safna saman. Svo að það var nú ekkert álit- legt að koma inn í þetta, en ég gerði þetta helst fyrir tilmæli minna góðu vina, sem-voru við- riðnjr þetta, eins og Bjarna í Galtafelli og Harðar Bjarna- f-onar. Og þá datt mér í hug að leita til minna góðu vina Svía, sem oft hafa reynst mér vel, og fór til Stokkhólms. Þar samdi ég við Nordisk Tonefilm að gera kvikmyndina eftir nýju handriti, sem Rune Lindström gerði. Hann var helsti hand- ritahöfundur Nordisk Tonefilm og gerði meðal annars „Himla- spelet“. Eftirleikinn þekkja all- ir; myndin var gerð. Ég álit að þetta hafi verið heldur góð filma, þótt hún væri kannski fullþung, gekk ekki vel erlend- is, þótt aðsóknin væri svo góð hér, að við fengum aftur inn allt það, sem við höfðum lagt í kostnað. — Svo var það Sjötíu.og níu af stöðinni. — Já. Ég skrifaði sjálfur að benni kvikmyndahandritið. Að því sinni samdi ég ekki við Nordisk Tonefilm, því að þeir voru hvekktir á tapinu á Sölku Völku. En þá fengum við Nord- isk Film í Kaupmannahöfn og Erik Balling til samstarfs, sem bar prýðilegan árangur, eins og menn vita. Á þeirri mynd tap- aði enginn, hvorki við eða þeir. Þetta er líklega sú kvikmynd, sem flestir íslendingar hafa séð, eða um sjötíu þúsund alls. Svo áttum við hlut að „Rauðu rkikkjunni“, en þar höfðu aðr- ir frumkvæðið. — Eru nýjar myndir í undir- búningi? -— Ég hef skrifað tvö kvik- myndahandrit til viðbótar, upp úr Útnesjamönnum eftir séra Jón Thorarensen og Njáls sögu. Það er alltsaman í gthugun og ég er ekki alveg vorilaus um að ekkur takist um síðir að koma kvikmyndun Njálu í fram- kvæmd. Það yrði auðvitað geysimikið og dýrt verk. Hug- myndin er að sú mynd yrði í lit og á breiðfilmu. — Er eitthvað öðru fremur, sem þér finnst vanta í leikhús- menningu íslendinga, svo vel sé? — Það er fyrst og fremst ný Jeikrit. Frambærileg og leikhæf íslensk leikrit. Það er það sem rkortir. — Er það nú ekki heldur farið að glæðast? — Að vísu eitthvað, en það vantar yfirleitt herslumuninn á að þau séu nógu góð. Það eru allmargir sem skrifa leikrit og við höfum fengið talsvert af handritum, en það vantar yfir- leitt eitthvað á að þau séu nægilega leikhæf, að þau lifi á sviðinu. Þannig er það. Þetta er oft meira í þá átt að vera frá- sögn, saga, sem ágætt er að lesa, en hefur ekki það sem þarf til að lifa sjálfstæðu Hfi á svið- inu. Og auðvitað er það aðal- atriðið með leikrit, að þau séu þannig byggð. Leikrit geta verið ágætur litteratúr þótt þau séu ekki hæf fyrir svið. Raunar eru það fleiri en við á íslandi, sem búum við þessi vandræði. Viða úti í heimi er svipaða sögu að segja. Á Norð- urlöndum er til dæmis mikið vfir því kvartað hve lítið komi fram af nýjum og góðum inn- lendum leikritum. Það er eitt- hvað annað en var á gullöld þeirra Strindbergs og Ibsens. — Ertu ánægður með núver- andi form á stjórn Þjóðleik- bússins? — Það er nú kannski erfitt fvrir mig að svara þvi. Ég tel núverandi form að mörgu leyti gott. En auðvitað fylgir þvi mikil streita að sjá bæði um daglegan rekstur, fjármálin, og eins að velja leikritin. Maður finnur að maður hefur of lítinn tima til hvers og eins. Það sem ég tel brýnast að gert yrði til úrbóta er að til hússins yrði ráðinn dramatúrg. roaður sem hefði góða þekkingu á leikrits- formi og gæti verið til aðstoðar við að vinna verk. sem berast '>o hann sæi að væri bógur í. Þesskonar leikhússkraddarar gegna víða erlendis mikilvægu hlutverki við að veita leikrita- höfundum, sem ekki þekkja nægilega til sviðsins og þess sem það krefst, aðstoð til að gera verk sín sviðshæf. Þá hefur verið á. það minnst að hafa stjórn Þjóðleikhússins á breiðari grundvelli, dreifa völd- um og ábyrgð á fleiri herðar. Ég hef ekki trú á að það bless- ist. Það er nokkuð svioað að stiórna leikhúsi og skini, skip- stiórinn þarf að hafa öll ráð í f'num höndum til að geta verið fijótur að taka þær ákvarðanir, ‘em taka þarf. Auðvitað má 'áta leikhússtjórann hæfta, ef menn verða óánægðir með hann, nn meðan hann er leikhússtjóri á hann að ráða. — Og að síðustu, Guðlaugur? — Ekkert nema það, að ég vildi láta þess getið að ég er ákaflega þakklátur því fólki, sem ég hef unnið með. Ég hef verið ákaflega heppinn með starfsfólk. Hér er öllu skipt niður í deildir, og maður á mikið undir því að forsvarsmenn hverrar deildar standi sig vel. Og ég verð að segja að það er alveg sérstakt, hvað ég hef ver- ■ ið heppinn með þetta fólk. Það hefur unnið af mikilli kunnáttu og samviskusemi, og samstarfið hefur verið einstaklega gott og þægilegt. dþ. 44 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.