Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 60

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 60
FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. — ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. — Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 síður vegna hreinleikans en hreinlætisins. En af því að hann hefur næma tilfinningu fyrir hreinleika, er hann allra manna hreinlátastur, ef hann á annað borð fær skilið gildi hreinlæt- isins. Klæðnaður manna er nokkuð misjafn, þótt segja megi að sama stíl sé að finna í öllu iandinu. Algengt er að karl- menn í borgum, einkum í Bom- bay, hafi tekið upp vestræn föt, gangi í skyrtu og buxum, en á afskekktari slóðum ríkja enn hinar fornu venjur. Indversk föt eru yfirleitt sniðlaus. Fegurð þeirra liggur í gerð efnis og hvernig þau eru borin, — hvernig þau fara á líkamanum. Kunnastur er kvenbúningurinn, saríið, 5—7 m langur dúkur, sem konan vefur um sig og þykir fara eink- ar vel. Sarí geta verið í öllum íegnbogans litum, oft mikið skreytt, en flíkur karlmanna eru yfirleitt hvítar. Algengasta flík karla er dhoti, eins konar dúkur, sem vafinn er um neðri l'.luta líkamans líkt og pils, og eru sumir utan yfir í þvi, sem við mundum kalla, síðar milli- skyrtur með víðum ermum, en kallast kúrta. Á höfði hafa karl- menn vefjarhetti, brúna, rauða eða hvíta, en konur bera sitt hrafnsvarta hár, sem oftast er skipt í miðju, og stundum flaksast sver flettingurinn alla leið niður í hnésbætur. Sumir karlmenn ganga með báthúfur. Á Norður-Indlandi og eink- um meðal meiri háttar manna er algengt að vera í síðum frakka, hnepptum upp í háls og í afar þröngum buxum. Myndir sýna fyrirmenn þjóðarinnar helzt í slíkum fatnaði. Indverjar eru yfirleitt fast- heldnir á forna siði. Og lífið í þorpunum gengur sinn vana- gang — svo mikinn vanagang, að þannig hefur það verið í þúsundir ára. Þessi fastheldni gengur svo langt úr hófi, að oft er erfitt að sannfæra bænd- urna um smávægilegar breyt- ingar á vinnuháttum, er verða mundu til mikils léttis. Tilfinn- ingin fyrir stéttaskiptingunni, rótgróin skyldurækni og sú staðreynd, að landið hefur fram til síðustu ára verið í eign hinna fáu hefur allt stuðlað að því að fella mannlegt líf í fastar skorð- ur. Karlmenn eru fastheldnir, en konur þó fastheldnari. Marg- ar konur kæra sig ekki um að vera annað en skuggi manns sins. Og á fyrstu árum lýðveld- isins fengust margar ekki til að segja til nafns síns við kosning- ar, þótti það óþarfa hnýsni að vilja vita um það líka, sögðust t.d. bara vera kona Sri Gopala- shari eða móðir, og létu alls ekki segjast. Annars er konan ekki öfunds- verð. Fyrrum voru ekkjur rétt- indalausar jafnvel brenndar með líkum manna sinna, eða látnar búa við kröpp kjör hjá tengdafólki sínu. En kona, sem á mann og marga efnilega syni, er betur sett. Hana hafa guð- irnir blessað. Fyrrum var siður að gifta stúlku, þegar hún var tíu ára gömul, en hún fór ekki að búa með manni sínum, fyrr en hún varð kynþroska. Það hefur ver- ið siður á Indlandi frá ómuna- tíð, að synirnir búa á heimili foreldra sinna með konum sín- um og börnum, en dæturnar flytjast til tengdafólks síns, og teljast eftir það naumast til sinnar fyrri fjölskyldu. Þess vegna ber henni heimanmundur úr búi föður síns, og ef föðurn- um átti að takast að finna handa henni efnilegt mannsefni, varð heimanmundurinn að vera hár. Feður hleyptu sér því oft í skuldir til að koma dætrum sínum sæmilega út. Og þess vegna var það beinlínis fjár- bagslegt tjón fyrir heimilið, ef þar voru margar dætur en fáir synir. Gestrisni er viðbrugðið í Ind- landi. Það er líka engin furða, því að gestur er guð; það er trú þeirra: gestur er beinlínis guð. Þegar þú kemur á ind- verskt heimili, fólks, sem er ó- spillt og einlægt, þá finnurðu, að þetta er svo. Gesturinn er fulltrúi guðsins á heimilinu. Honum er sýnd öll virðing. Hann fær allt það bezta, jafn- vel þótt þröngt sé í búi, því að hvað yilja menn ekki gera fyrir sjálfan guð? Og sumir gestir eru sérstakir sendimenn æðri máttarvalda í hugum hinna óbreyttu almúga- manna: hinir andlegu föru- menn, sanjasar, sem hafnað hafa heimi. Þeir íklæðast gulu. Þeir eiga að koma, þegar búið er að matast til þess að leyfa góðum mönnum að gefa til guðs þakka. Og oft mun vera vel við þeim tekið, en ekki mega þeir, ef þeir halda hina eldfornu hefð, stanza nema þrjár nætur í hverju þorpi. Gallinn er bara sá, að misynd- ismenn hafa stundum tekið á sig gervi þeirra manna sem þannig eru álitnir heilagastir og frómastir allra, og meira að segja eru brögð að því, að glæpamenn hafi reynt að leyn- ast og komast leiðar sinnar und- an réttvísinni í hinum gula kufli. Indverskir almúgamenn eld- ast snemma. Þeir eru orðnir gamlir menn um fertugt. Venju- lega hafa þeir þá tekið einhvern sjúkleika, sem seinna dregur þá til dauða, en næringarskortur drepur úr þeim allt viðnáms- þrek. Þó eru dæmi um, að fólk verði afar gamalt, og ekki eru einsdæmi, einkum af betri stétt- um, að það nái níræðisaldri. Þegar dauðann ber að garði, eru sjaldan höfð mikil umsvif, áður en líkinu er eytt. Það er siður Hindúa að brenna lík á bálkesti, og þeir kunna það vel. í hinu heita loftslagi er engin aðferð þrifalegri. Eldsneyti er raðað að líkinu, og þannig hag- að til að glóð myndist. Eftir nokkurn tíma er ekkert eftir nema askan. Öskunni er þá gjarnan dreift í fljót eða í sjó, helzt heilagt fljót, eins og Gang- es. Líf hins indverska almúga manns er vinna. Frá blautu barnsbeini hefur hann unnið á ökrunum, og ef frátök eru, sýslar hann við handiðnir, jafn- vel lítil börn hjálpa til. Þau hjálpa til að bera glerung í út- skurðinn á koparmununum, áð- ur en þeir eru fægðir og þau taka vel eftir öllu, því að þetta eiga þau að læra. Til þess að geta haft ein- hverja nasasjón af því lífi, sem Indland lifir, þarf maður að hafa séð indverskt þorp, fundið hinn lygna straum daglegra at- hafna, hversdagslegra atvika, er spinna örlagaþræði milljón- anna, sjá hvernig sólin skín og hvernig rignir á réttláta og rangláta þar í landi. Og það er sama hvort það er i stétt- ieysingjaþorpi suður við strönd eða á hinni miklu sléttu norður undir Himalaja að þrátt fyrir allan þennan mismun, sem svo auðvelt er að sýna með tölum og staðreyndum hlýtur gestur að verða var nokkurs sameigin- leika er gefur til kynna hvað J. Nehru forsætisráðherra meinti með því að tala um fund Indlands. Til þess þyrfti maður að eyða einum degi úti á sléttunni. Það er bezt að hugsa sér, að 60 VIKAN 12.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.