Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 47

Vikan - 23.03.1972, Síða 47
ng talaði í síma. Hann virtist Kramur og óþolinmóður. Cassi nam staðar og hlustaði. Hann iieyrði manninn segja: ,,Eg leita að Barböru Mackle. Það er mjög mikilvægt." Dósent Casse hélt hægt áfram niður stigann. Hann virti mann- ínn vandlega fyrir sér og einnig stúlkuna, sem einnig var mcð honum í þetta sinn. Þau virtust ekki taka eftir honum. Hann heyrði karlmanninn segja: ,.Hún er á Roadway Inn." Og stúlkan svaraði, greinilega mjög undrandi: ,,En hvað er hún 'að gera þar?" Þau hlupu við fót ;i brott. A mánudaginn fyrir hádegt hafðl Casse, sem hafði vinnu- herbergi á þriðju hæð, orðið litið út um gluggann og sá þ;i enn eitiu sinni karlmanninn og stúlkuna, sem voru þá að stiga inn í stöðvarbílinn. Síðan hafði hann ekki séð þau. RARBARA SEGIR FRÁ Hvað eftir annað fann ég hræðsluna ásækja mig og ég hugsaði um taugapillurnar, sem óttu að vera i kistunni. Eg þreifaði í kringurn mig og fann poka. I honum voru epli og tvggigúm og súkkulaðikaka. sem ég át bita af. En ég var ekki svöng. Ég hélt áfram að leita að taugapillunum. Ég sneri mér á alla vegu, kreppti mig saman og reyndi að ná með höndunum til fóta. En kistan var of þröng, og ég hafði ekkert upp úr þessu nema að þreyta mig. (Seinna sýndi sig að ræn- ingjarnir höfðu blandað drykkj- arvatn Barböru með róandi lyfi.) Fyrst í stað gaf ég því ekki svo ýkja mikinn gaum að allt í kistunni fór að blotna. Teppið til tóta vai' orðið gegnblautt og nú fór einnig teppið, sem ég hafði sveipað um mig, að verða rakt viðkomu. Eftir nokkra stund fór að leka í andlit mér. Ég lagði lófann upp að lokinu og íann þar litla vatnsdropa. Ég mundi ekki til að hafa séð þar neina dropa áður en ljósið slokknaði. Ég dró teppið upp- fyrir höfuð. Ég hafði ekki drukkið neitt ennþá. Ég var mjög þyrst, og ég hugsaði nú til þess, að fyrir nokkrum vikum höfðum við Bobby bróðir minn talað um, hve lengi væri hægt að lifa án matar. Hann hafði sagt að það gæti gengið lengi. En vatn var mikilvægara. Og ég vissi ekki hve mikið vatn var í dúnknum til fóta. Ég taldi að minnsta kosti að vissara væri að fara sparlega með það. Þegar þau lögðu mig í kistuna hafði stúlk- an dregið frá dúnknum langa og mjóa og svarta slöngu. Gegn- um hana átti ég að taka til mín vatnið. Varir mínar voru hræði- lega aumar og bólgnar eftir svæfinguna og ég fann til þeg- ai ég reyndi að drekka. Ég varð að sjúga mjög fast. Þegar ég loksins náði upp í mig svolitlu vatni, bragðaðist það svo illa að ég drakk ekki nema lítið. Ég skildi að síðan yrði ég að blása tilbaka því vatni, sem eftir var í slöngunni. En ég blés greinilega ekki nógu fast, og eftir tvær mínútur fór ég að þreytast á því. Ég reyndi þó aftur og blés af öllum mætti. Litlu síðar varð mér það ó að losa slönguna frá dúnknum. Ég veit ekki hvernig það gerð- ist. Það gerðist sennilega ein- hverntíma meðan ég var að sjúga, því að annað veifið varð' ég að drekka smávegis, hversu bragðvont sem vatnið var. Og nú kom allt í einu ekkert vatn, Slangan var laus. Það gerði mig hrædda. Hvernig átti ég að festa slönguna í aftur? Dúnkurinn stóð til fóta, vinstra megin í kistunni. Ég dró fæturna uppundir mig og laut hálfsitjandi eins langt og hægt var. Ég reyndi að festa slönguna í dúnkinn með hægri hendi. Allt í einu sat ég föst. Það var óhugnanlegt. Ég var skorð- uð öllu megin frá. En hversu hrædd sem ég var gleymdi ég því ekki að nauðsynlegast af cllu var að koma slönguhni á dúnkinn. Ég náði næstum í hann með hægri hendi, en ekki alveg. Svo að ég varð að þreifa fvrir mér í blindni. Að lokum hitti ég á rétta staðinn. Það var hrein hundaheppni. Svo tókst mér að þrýsta niður höfðinu og bakinu um nokkra sentimetra : viðbót, svo að það losnaði um mig og ég gat aftur rétt úr mér. Ég var ekki föst nema líklega mínútu. En af henni var hver sekúnda sem eilifð. Morguninn átjánda desember birtist í öllum Miami-blöðununi tilkynningin, sem ræninginn hafði lesið fyrir. Brottnám auð- kýfingsdótturinnar var auðvit- að aðalfréttin á forsíðunum. Jafnvel blöðin í New York gerðu mikið úr ráninu. New York Times lagði áherzlu á að Robert Mackle, faðir Barbörur, væri góður vinur Richards Nixons, sem þá í nóvember hafði verið kosinn forseti Bandaríkjanna. í tómstundaherberginu i villu íjölskyldunnar biðu nú Robert Mackle, bróðir hans Frank. samstarfsmaður hans Billy Vessels og nokkrir FBI-menn. Þaðan var leitinni stjórnað. Þar yrði tekið á móti skilaboðum 12. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.