Vikan - 23.03.1972, Síða 59
urlöndum þykir fullkryddað,
mundi kallað bragðlaust í
munni Indverja.
Flestir þykjast góðir ef þeir
hafa í sig, hvað sem það er, en
fyrir hina, sem eitthvað geta
veitt sér, er ýmislegt til til-
breytingar. Á Suður-Indlandi
eru búnar til eins konar bollur
úr hrísgrjónum, kallað iglis, oft
hafðar í morgunmat. Þar er
líka dosa, eins konar pönnu-
kökur úr hrísgrjónum, réttur
sem er að verða vinsæll víða
um heim. Þá má nefna púri,
steikt brauð úr sýrðu deigi, og
oft höfð með grænmetis sósa
með kartöflum, er heitir chak.
Indverjar matast með hönd-
unum, en ef þeir matast á vest-
ræna vísu, nota þeir gaffal og
skeið, en ekki hníf. Oft er mat-
urinn borinn fram á stórum
bakka úr ryðfríu stáli og
drykkjar ílát úr sama efni eru
mjög að ryðja sér til rúms,
einnig úr plasti. En langflestir
manna í hinum dreifðu byggð-
um matast af pjötlu úr banana-
blaði, um 40 cm á hvern veg. í
stað þeirra eru notuð á Norður-
Indlandi stykki úr laufi, sem
ei nælt saman með tréflísum.
Eru skálar undir sósur og jafn-
inga líka búnar þannig til. Á
Suður-Indlandi þykir það ekki
kurteisi, ef varir snerta drykkj-
arílát, og kunna menn þar að
hella upp í sig án þess að nokk-
uð fari niður eða barmur skál-
arinnar sé snertur. Sumstaðar
hafa menn þó hver sitt ílát að
drekka úr, og er þá ekki hirt
um, þótt borið sé að vör. En á
Norður-Indlandi hefur löngum
tíðkast að nota krúsir úr
brénndum leir, og er hverri
krús fleygt, þegar hún hefur
verið einu sinni notuð.
Matast skal með hægri hendi.
Og það þykir grófur sóðaskap-
ur — eða þótti — að nota mat-
arílát, sem annar hefur notað.
Af því að Indverjinn er van-
nærður er hann heilsuveill og
ævi hans stutt. Meðalaldur er
40—50 ár, en var fyrir ekki
löngu aðeins 32 ár. Brjóstveiki
sækir mjög að fólki, ashtma og
jafnvel berklar, og barnadauði
er mikill. Hreinlæti er líka
mjög áfátt, og drykkjarvatn er
sums staðar svo mengað, að út-
iendingar i veikjast af því, þótt
innbornum verði ekki sjáan-
lega meint af því. Ekki
vantar þó, að oft fara Indverj-
ar í bað, en þeir eiga ekki mik-
inn kost á vel hreinu vatni. I
hitabeltinu er erfitt að halda
vatni hreinu, ekki sízt þegar
það er af skornum skammti.
Og Indverjinn baðar sig ekki
Enskir vor og sumar
kjólar - stuttir og síöir.
Glæsilegt úrval af
fallegum kjólaefnum
m.a.
Samkvæmiskjólaefni,
einlit og munstruð.
Jerseyefni,
margar gerðir og litir.
Terelynefni,
nýjustu tízkulitir.
Flauelsefni.
Velourefni
og ótal margt fleira.
Vefnaðarvörudeild
CAMY - OMEGA
og margar fleiri svissneskar
úrategundir.
Sendum gegn póstkröfu
um land allt.
Maonús Beniamínsson&Co
Veltusundi 3, Reykjavík
12. TBL. VIKAN 59