Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 62

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 62
og í trúnaðarstöðu hjá ríkinu. Áhugi hennar fyrir málefninu stafar frá fyrstu bernskudögum hennar í litlu þorpi í Welsh. íbúamir 300 að tölu, þar á með- al nokkrar starfandi nomir. Þar sem þær voru mjög virð- ingarverðar manneskjur, ólst Nest upp við þá vitneskju að raunverulegar nornir áttu ekk- ert sameiginlegt með hinum gömlu ljótu herfum, sem hún sá í myndabókum. Fyrir 9 ámm síðan flutti þún til London og þá átti hún af tilviljun samtal við vin, og varð það til þess, að hún gekk í regluna, sem hún tilheyrir núna. „Ég þurfti að biðja um inn- göngu, nornir eru ekkert hrifn- ar af nýliðum. Það að vera norn, veitir mér tilfinninguna af tilgangi og að tilheyra. Ég hefi fundið það sem mig hefur alltaf vantað. Ég vildi að ég gæti sagt yður meira frá því, en við sverjum öll þagmælskueið, sem er venja síðan á tímum ofsóknanna og var til verndar. Ég samþykkti það, svo það eru vissir hlutir sem ég get ekki sagt frá. En ég get sagt yður að við reynum að sameina líkama og sál og ná krafti. Við trúum á afl, bæði skapandi og eyði- leggjandi, sem er táknað með Gyðjunni og Guði. Þau eru tákn aflsins sem er allsstaðar ná- lægt, en aðallega með manns- huganum. Við segjum að guð- irnir séu innra með manni. Þeir eru afl í sjálfum þér sem þú getur notað ef þú veizt hvernig þú átt að fara að því. Nú, er ég hefi lært nokkra andlega þjálfun, get ég mætt vandamálum, sem hefðu bugað mig fyrir nokkrum árum. Sum- ar hinar eldri erfðanornir, eru gæddar því öryggi og hæfileika til að mæta vandamálum, sem maður fyrirfinnur sjaldan. Þær eiga sjálfsþekkingu, sem er jafnvel enn mikilvægari.“ Nest hefur hálfgerða fyrir- litningu fyrir sumum almenn- um hugmyndum um galdra. Nest líkar jafnvel ekki orðið galdur, sem henni finnst að leiði hugann hjá óinnvígðum, að göróttum drykk og ógeðs- legum galdraþulum. Helgisiðir eru eingöngu hjápartæki til að ná mismunandi ástandi meðvit- undarinnar; eins og mikilvægi tals er ekki í sjálfum orðunum, heldur í því að hjálpa huganum til einbeitingar. Nornir nota 8 mismunandi aðferðir til að deyfa meðvitundina svo hið innra sjálf komist að — en það rnarkmið er einnig hægt að finna í mörgum fomum austur- lenzkum trúarbrögðum. „Við erum oft beðin um hjálp,“ segir Nest, „jafnvel af fólki, sem á almannafæri myndi sveia við hugmyndinni um galdra. Það kemur til okkar með persónuleg vandamál og heilsufarsleg, sem venjuleg meðul geta ekki læknað. Stund- um getum við hjálpað. En oft notar þetta fólk sinn eigin andlega kraft, án þess að vita af því. Kona, sem þjáðist af liðagigt, bað reglu mína um að hjálpa sér. Við getum ekki náð nema takmörkuðum krafti á hverri samkomu til að vinna úr. Við ætluðum að hjálpa þess- ari konu, en við höfðum hafi margar beiðnir og röðin var ekki komin að henni. En lyin skrifaði okkur og sagði að hún vissi að við hefðum verið að hjálpa sér, því sér liði svo mik- ið betur. Hún hafði einfaldlega leyst úr læðingi sín eigin já- kvæðu öfl. Hún trúði því að við gætum hjálpað sér, svo hugur hennar tók við taumunum. Hvað ég álíti um endur- vakningu galdra? Það er ekki svo mikið um endurvakningu að ræða, eins og hægfara opin- berun á því sem alltaf hefur verið til með leynd. Enginn veit tölu meðlima. Við vitum um nokkrar reglur víðsvegar um landið en fjöldi félaga er mest ágizkun. Margar fornar galdra- reglur á afskekktum stöðum vilja ekki koma fram í dags- ljósið. Þó að iðkunin sé kvenveldis- trúarbrögð, þá eru margir karl- menn, sem vilja vera með. Mína reglu — og nokkrar aðrar sem ég veit um — vantar fleiri kon- ur. Við erum mjög varkár gagn- vart innlimun nýrra félaga. \'esalingar, óstöðuglynt fólk og fólk, sem sækist eftir auð og völdum fær aldrei inngöngu. Ég er nú æðsti kvenorestur, en ég á enn margt ólært. Ég hefi aukið sálarkraft minn með aðferðum galdra og mér hefur crðið nokkuð ágengt í fjar- skynjun. En ég á enn langt í land með að geta yfirgefið lík- amann. En þar sem við trúum á endurholdgun, veit ég að ég á eftir að lifa mörgum sinnum í framtíðinni og taka frajnför- um.“ Patricia Crowther er æðsti kvenprestur Sheffield og Man- chester reglunnar. Eiginmaður hennar, Amold, er æðsti prest- ur Sheffield-reglunnar. And- stætt hinum nornunum, sem ég átti viðtal við, hafa þau ekkert á móti að gefa upp sitt rétta nafn. „Hvað á öll þessi launung að þýða?“ spyr Arnold Crowther. ,.Fólk skammast sín ekki fyrir að vera kristið, gyðingatrúar eða Búddhatrúar, hversvegna ættum við þá að skammast okk- ar fyrir „Hina gömlu trú“? Ég hefi umgengizt nomir allt mitt lif og er heiðingi. Hugsunin um krossfestinguna andkristnaði mig er ég var mjög ungur — mig hryllti við henni.“ Crowther hjónin eru sýning- arfólk. Arnold, sem er þrek- vaxinn, dauflegur maður, hann er atvinnutöframaður og skemmtikraftur. Patricia er há- vaxin, Ijóshærð, og segist hafa unnið við öll leikhús í Englandi, sem söngkona, dansmey og har- moníkuspilari. Hún er hlýleg, opin og óþvinguð í framkomu og notar hvert tækifæri til að kynna fólk galdramálefnin. Takmark hennar í lífinu er að fá galdra viðurkennda opinber- lega sem trúarbrögð, og auka hróður þeirra, með því að sanna fyrir fólki að þeir séu ekki af hinu illa. Hún vill að allar nornir komi saman á allsherjar móti — undir berum himni, eins og algengt var á miðöldum og dró að sér fjöldann. Hún álít- ur að nornir geti komið fram í öagsljósið, meðan þær ljósti ekki upp leyndardómunum. „Það er framkvæmanlegt," segir hún. „Eftir að ég hafði komið fram í sjónvarpi nýlega, íékk ég bréf frá gamalli norn í Skotlandi, hún skrifaði: „Ég er sannfærð um að þú ert ein af hinum einlægu, af því þú ljóstaðir engu upp“.“ í galdratrúnni er Gyðja og æðsti kvenprestur, fulltrúi hennar, æðri Guði og æðsta nresti, en það hefur engin ó- beppileg áhrif á Crowther- hjónabandið. „Við trúum á jafnrétti kynj- anna,“ útskýrir Arnold. „Bæði verða að vinna saman og bæta hvort annað upp. Ef það væri ekki þannig, myndum við ekki hafa jafn marga karlmenn með- al okkar. Trúarathafnaár okk- ar skiptist í tvo helminga, öðr- um helmingi stjórnar Gyðjan og hinum helming ársins stjórnar Guðinn." Frú Crowther er sannfærð um að fleira fólk tæki upp galdratrú yrði mannlífið heil- brigðara. „Meinið er, að flestir hafa lát- ið menninguna kæfa sig,“ segir hún. „Það man ekki lengur hvað eða hvar það er. Það bara situr og starir á sjónvarpið og þar endar það. Öll þessi taugaveikl- un og taugaáföll stafa af því, að fólk hefur borizt of langt frá því sem er eðlilegt og mikils- vert. Galdratrú gæti leitt það aftur til uppruna síns. Hún gæti einnig gefið þeim heilbrigða siðafræði. Eitt af lögmálum okkar er: Gerðu engum mein, elskaðu fullkomlega og treystu fullkomlega.“ Ég hefi fengið andlega fyll- ingu og efnislega hamingju í trúnni. Ég myndi ekki kunna að lifa öðruvísi, í einlægni sagt,“ hún bætir við og brosir glað- lega. „Ég held að lífið á jörð- unni sé lægsta tilverustig, sem til er. Það ,er ekkert annað hel- víti til, skaltu vita. Hinn efnis- legi heimur er nóg víti og við erum hér aðeins til að læra. Það að vera norn hjálpar manni til að læra meira og fljótar." Hún lætur samt ekki skoðanir sinar verða kímninni yfirsterk- ari. í anddyrinu lætur hún standa kunnáttusamlega útbúið kústskaft. En Maple, andafræðingurinn, verður að hafa síðasta orðið: ,,Við lifum á mjög dapurlegum tímum — menn hungrar eftir hinu óvenjulega." -fr ÞEGAR Es.GEYSIR... Framhald af bls. 17. fulla ferð áfram. Þeir sjá skip til stjórnborða sem nálgast óð- fluga. ,,Geysir“ stanzar og síg- ur síðan afturá, fyrst hægt, en síðan hraðar. Allt útlit er fyr- ir að árekstri, sem fyrir andar- taki síðan var fyrirsjáanlegur verði forðað. En allt í einu breytir hitt skipið stefnu til bakborða og það skiptir engum togum, að það rekst með heljarafli á stjórnborðssíðu „Geysis" rétt um stórsiglu. Hárbeitt stefnið sker sundur byrðing og bönd og gengur inn í mitt skip. Um leið þekkja Möller skipstjóri og 62 VIKAN 12.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.