Vikan - 23.03.1972, Side 58
Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum
- VERÐIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKKI
NOTIÐ
COPPERTON E
COPPERTONE er langvinsaelasti sólaráborðurinn
í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir fram-
kvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper-
tone sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt
brúnni og fallegri á skemmri tíma, en nokkur
annar sólaráburður sem völ er á.
Heildverzlunin Ymir
Sími 14191.
Haraldur Árnason
heildverzlun, sími 15583.
ari merkingu en orðið skylda
hefur í voru máli. Það þýðir
eiginlega bæði skylda og köll-
un, lög og sannindi.
Um 70—80% Indverja búa í
þorpum. Hið indverska þorp er
eiginlega þyrping sveitabæja og
miðstöð handiðna. í hverju
þorpi eru margir brunnar, ■ og
þar er líka musteri, því að það
þarf bæði að vökva akrana og
sálina.
Húsin eða kofarnir eru með
ýmsu móti, þó alls staðar fer-
hyrndir með háu risþaki. Á
Suður-lndlandi eru kofarnir
gerðir úr pálmablöðum að
mestu. Mottur, flettaðar á sér-
stakan hátt úr pálmablöðum,
hafðar í veggi, en annars stað-
ar eru leirveggir. Þökin eru
úr pálmablöðum, lögð kyrfilega
og eftir vissum reglum til þess
að bægja regni himins frá. Er
frá líður þykkna þökin og verða
likust torfþökum. Þau eru brött
og steypa vel af sér. Á Mið-Ind-
landi eru víðast leirkofar. En
á Norður-Indlandi eru kofa-
veggirnir yfirleitt úr múrstein-
um og þökin úr hellum, nema á
regntímanum. Þá er skipt um
þak, sett upp stráþök.
Indland er landbúnaðarland.
Þar eiga menn allt sitt undir
sól og regni. Ef monsúninn
bregzt — og það gerir hann við
og við — verður uppskerubrest-
ui, og þá þrengist i búi. Fólkið
sveltur.
Þar sem votviðrasamast er, á
Vesturströndinni og i Assam,
er mest ræktuð hrisgrjón, og
einnig í óshólmum fljótanna,
nokkuð vestur eftir Ganges-
sléttunni og suður alla austur-
strönd skagans. Hveiti er mest
ræktað á Norður-Indlandi og
suður eftir Deccan. En suður
eftir allri Deccan og nokkuó
vestan til á Norður-Indlandi er
hirsi aðalkorntegundin. Maís er
ræktaður í hálendinu og bygg
á svipuðum slóðum og hveiti,
en það lætur sér nægja ófrjórri
jarðveg. Baðmull er mikið
ræktuð á miðri Deccan. Þá
rækta indverskir bændur baun-
ir. sykurreyr, te, kaffi, einkum
á Suður-Indlandi og er það'
mjög ljúffengt, tóbak. gúmmi
ng m.fl. Og ekki má gleyma
ávaxtaræktinni; t.d. bönunum,
kokoshnetum og hinum einstak- >
lega ljúffenga mangó, sem er
liinn eiginlegi ávöxtur Indlands.
AIls staðar er vatnið mesta
vandamálið. Hrisgrjónaakrar
þurfa að vera yfirflotnir af
vatni og þótt aðrar nytjajurtir
séu ræktaðar er jörðin frek á
vatn. Það gerir sólbreizkjan.
Áveitur eru aðallega með
þrennu móti: Frá stórum vatns-
föllum; frá svokölluðum vatns-
geymum, þar sem slakkar eða
farvegir lítilla áa eru stíflaðar
og í dældina sem þannig hefur
myndazt látið safnast vatn með-
an á regntímanum stendur; —
og frá brunnum, sem dælt er
úr eða ausið, eða vatnið halað
upp með afli dráttardýra. Það
er líka svo, að þótt yfirborð
jarðarinnar sé skrælnað er
skammt niður á gott vatn.
Af húsdýrum Indverja ber
lyrst að nefna kúna. En mikið
er um sauðfé, einkum á Suður-
Indlandi og norður eftir Deccan.
Og geitfé og buffalóar eru víða.
Indverska kýrin er heilög, og
létttrúaðir Indverjar neyta ekki
kjöts af kúm og lóga þeim ekki.
enda margir jurtaneytendur,
auk þess sem kjöt er ekki geðs-
legt víða i hinum heitu löndum.
Um uppruna indversku kýrinn-
ar veit engin. Hún er grá að
lit, með stóran fitukepp á
herðakambinum, vinalegt og ró-
lyndislegt dýr — eins og auð-
vitað heilagri skepnu ber að
vera.
Úlfaldar eru óalgengir nema
i Rajasthan.
Daglegan kost manna má sjá
af því, hvað helzt er ræktað,'
þvi fólk lifir á kornmat, ávöxt-
um og mjólk. Mjólkin er sýrð
eða hleypt. Á Suður-Indlandi
neyta menn hrísgrióna, en
hirsis og hveitis norðar, nema í
Assam og óshólmunum.
Algengasti maturinn um
mestan hluta landsins er brauð,
þunnar steiktar kökur, kallaðar
chaoatti, úr hveiti eða hirsi.
Gular baunir eru einnig algeng
fæða, kallaðar dhal. Hrísgrjón
eru borðuð soðin og stundum
er hveiti matreitt þannig lika,
og þá hafðir með ýmiss konar
jafningar eða sósur úr kryddi
og grænmeti. Kryddið er afar
sterkt, rauður pipar mikið not-
aður, og það, sem fólki á Vest-
58 VIKAN 12. TBl.