Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 21

Vikan - 23.03.1972, Side 21
um, heldur vatt sér úr léttum flíkunum og óð út í ána, og vatnið steig upp eftir indælum líkama hennar allt upp að mjallhvítum öxlum. Það var engan veginn auðvelt verk að losa öngulinn úr blómavendin- um, sem færið hafði flækzt um. En þolinmæði þrautir vinnur allar. Að um það bil stundar- fjórðungi liðnum steig hin unga mær ljómandi af kæti upp úr vatninu og hélt sigri hrósandi á önglinum í hendinni, og átti sér einskis ills von. En þegar hún kom upp á árbakkann kom í ljós, að þorparar höfðu stolið öllum fötum hennar, og ekkert skilið eftir nema dósina með ánamöðkunum. Höfðu þar ver- ið að verki sömu þrjótarnir og stálu fötum Smytjkovs. Hvað á ég nú að taka til bragðs, snökti veslings stúlk- an. Ekki get ég farið hænufet svona í Evuklæðum. É’g get það ekki! Nei, þá dey ég heldur! Ég bíð þangað til skyggir, þá heimsæki ég Agötu frænku og bið hana að skreppa heim eftir fötum . . . þangað til get ég leynzt undir brúnni. Og kvenhetjan okkar laum- aðist bogin gegnum hátt grasið til brúarinnar. .Þegar hún skreið undir hana og kom þar auga á allsnakinn karlmann með langt listamannshár og kafloðið brjóst, æpti hún upp yfir sig og féll í ómegin. Smytjkov varð næstum eins skelkaður. í fyrstu hélt hann að hér væri vatnadís á ferð. Hugsa sér, ef þetta væri nú hafmey, komin til að frelsa mig! Hugsunin kitlaði hégóma- girnd hans, þvi hann hafði löngum ímyndað sér, að hann væri allra fríðasti karlmaður. En sé þetta nú ekki vatnadís, heldur manneskja, þá eru góð ráð dýr. Hvað var hún að vilja hingað undir brúna? Hvað gekk eiginlega að henni? Meðan hann var í þessum þönkum, vaknaði vatnadísin til meðvitundar. Drepið þér mig ekki! hvísl- aði hún. Ég er dóttir Bibulovs fursta. Þér skuluð fá alla pen- ingana mína! Ég varð að fara niður í vatnið til þess að losa öngulinn og á meðan var skóm mínum, fötum og öllu stolið. Ungfrú góð! sagði Smytjkov róandi röddu. Fötum mínum hefur einnig verið stolið. Þeir tóku meira að segja viðar- kvoðumolann, sem lá í buxna- ^asanum mínum. Kontrabassa- og básúnuleik- arar eru yfirleitt ekki neitt snarræðisfólk, en Smytjkov var skinandi undantekning frá reglunni. Ég sé, að ungfrúin er feim- in vegna útlits míns, sagði hann, en þér hljótið að skilja, að af sömu ástæðum og yður var mér ómögulegt að fara héð- an. Mér hefur því komið í hug að leggja til, að þér leggizt í kassann af kontrabassanum mínum og lokið honum. Þá sé ég yður ekki . . . Þyí næst tók Smytjkov kontrabassann upp úr kassan- um. Honum var að vísu full- ljóst, að hann vanhelgaði hina héilögu list með því að leyfa henni þessi afnot af kassanum, en hann sá að við svo búið mátti ekki standa. Hin fagra mær lagðist því í kassann og kom sér vel fyrir, en hann lok- aði honum og spennti ólarnar um lokið; og hrósaði hann þá happi yfir því, að gæfan hefði gætt hann slíkri ráðsnilli. Nú sjáið þér mig ekki, ung- frú. Liggið þér nú bara kyrr þarna og verið öldungis róleg. Þegar fer að skyggja skal ég bera yður heim. Kontrabass- ann get ég sótt seinna. Þegar rökkva tók snaraði Smytjkov kassanum með feg- urðardísinni á bak sér og hélt sem leið liggur til villu Bibu- lovs fursta. Ráðagerð hans var þessi: Fyrst ætlaði hann til næsta bændabýlis og fá þar lánuð föt og síðan hugðist hann halda áfram ferðinni með hina dýr- mætu byrði sína. Fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott, hugs- aði hann, þar sem hann staul- aðist boginn undir byrði sinni eftir rykugum veginum. Bibu- lov fursti launar mér án vafa ríkulega fyrir vikið. Fer sæmilega um ungfrúna? spurði hann kurteislega líkt og herra, sem er að bjóða dömu í dans. Hafið þér engar áhyggj- ur af hljóðfæriskassanum mín- um, látið alveg eins og ^ér sé- uð heima hjá yður. Allt í einu virtist Smytjkov hann koma auga á einhverjar verur framundan í rökkrinu. Hanjí hvessti á þetta augum og gekk úr skugga um, að hér var engin missýning á ferð- inni, þetta voru virkilega tveir Framhald á bls. 65.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.