Vikan


Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 9
sönnun þess að tilheyra reglunni. Maður erfir kraftinn, hvort sem maður vill eða ekki. Ég erfði minn frá ömmu minn, sem ég þekkti ekki einu sinni. En þegar ég var mjög lítil, var móðir mín, sem ekki er norn, vön að segja, „ef þú ert óþekk, þá verðirðu norn eins og hún amma þín.“ En það er einmitt það sem ég varð. Þegar ég var abrn, þá fékk ég vitranir. Ég gat alltaf sagt móður minni frá, hvar hún gæti fundið það sem týndist. Einu sinni, til að prófa mig, faldi hún nokkuð af peningum; ég sagði, „þeir eru undir gólffjölunum í litla herberginu", en hún varð hvít sem lín, því þetta var enn einu sinni rétt. „En það er ekki alltaf þægilegt að hafa kraftinn. Vinkona mín, sem er norn, líður fyrir það. Sjáið til, sá sem er skyggn, veit um yfirvofandi dauðsföll og ógæfur, einnig getur maður lesið hugsanir fólks. Það er hægt að skrúfa fyrir kraftinn, eins og fyr- ir krana og stundum neyðist maður til þess, því að vera opinn fyrir hugsunum fólks getur tekið á taugarnar — en þessi vinkona mín hefur enn ekki lært það.“ Frú Temple gifti sig 21 árs og eyddi fyrstu árum hjónabandsins í að halda heimili og ala börn. „En jafnvel þá,“ seg- ir hún, „ef það var eitthvað sem ég óskaði eftir að myndi ske, gat ég fengið það til að ske. Þetta var svo undarlegt, að ég óskaði mér aðeins þeirra hluta sem ég var viss um að mig vantaði í raun og veru.“ Þegar börn hennar voru orðin stálpuð, hitti frú Temple mann sem sagði við hana. „Þú hlýtur að vita að þú ert norn?“ Frú Temple hafði lesið bækur um efnið og vissi um tilveru galdrareglu, en hafði ekki fundið neina. Er henni bauðst tækifærið, fékk hún kennslu hjá vinkonu, sem aftur hafði annan kennara. „Þannig hefur kennslan borizt mann fram af manni,“ sagði hún, „og það er or- sökin til þess að krafturinn hefur lifað af gegnum aldirnar. Galdraregla í Bristol hefur óbreyttar erfðir síðan árið 1500, og önnur mjög forn í Lancashire, en það eru þær sem maður heyrir ekki talað um. Reglurnar sem stöðugt eru í sviðsljósinu, eru hálf tortryggilegar. Þar að auki dvínar krafturinn við að ræða hann við óviðkomandi. Þessvegna er mér illa við mikið umtal og neita að segja mitt rétta nafn. Önnur ástæða er, að ef ég yrði þekkt í nágrenninu sem norn, myndi börnunum mínum verða strítt af skólafélögum sínum.“ Börn frú Temple, sem eru 14 ára og 10 ára, vita ekki að móðir þeirra er norn. Hún elur þau upp í kristinni trú og í setustofunni hangir málverk af Kristi, en hún er ekki kristin sjálf. Að hennar áliti er Kristindómurinn fögur trúarbrögð, en þau fjalla of mikið um synd og boð og Framhald. á hls. 61. Nornaaltari með þeim tólum, sem til þarf til að magna kraftsendingu. Athafnirnar fara alltaf fram viS kertaljós. 12. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.