Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 61

Vikan - 23.03.1972, Side 61
maður sé staddur einhvers stað- ar í grennd við Nagpur. Ekki langt þar frá má segja að sé hinn landfræðilegi miðdepill landsins. Við erum annað hvort stödd á víðri sléttu eða í breiðu dalverpi. í kring eru stakir hnjúkar, blásnir á köflum en annars grónir þyrkingslegu kjarri. Eða þá að nokkuð til hliðar á báðar hendur eru ával- ar brúnir, og svo kemur brún og önnur brún. Einhvern veginn er sléttan óskaplega óendanleg og einstak- lingurinn óskaplega umkomu- laus. Það er miklu styttra upp í stjörnur, en út af þessari enda- lausu sléttu. Húsin í þorpinu eru grágul eins og sléttan, enda búin til úr því efni, er hún leggur til. Þau eru hnípin og lágreist, og hverfa gersamlega inn í lands- lagið, og þó að hér og hvar sé eitthvert fólk á gangi, rýfur það ekki fremur samræmi nátt- úrunnar en trén uppi í hlíðinni. Upp úr þessari mold er það vaxið. Þorpið vaknar rétt fyrir sól- arupnrás. Koma dagsins hefur verið boðuð með gargi fuglanna i trjánum, og um svipað leyti fara húsbændur að skreiðast út. Þeir fara til þorpstjarnar- innar eða 'vatnsbólanna til þess að fá sér morgunbað. Síðan er farið út á akurinn, eftir að menn hafa fengið sér morgun- bita. Konurnar sýsla við matinn. Inni er fátt um húsbúnað ann- að en eldstæði og rúmstæði, einhverjar skápa myndir og ef til vill litprentaðar myndir af einhverjum guði. Súran þef af brenndu taði leggur fyrir vitin, því að eldsneytið er þurrkuð mykja. Á sléttum bökkum, veggjum og görðum sjást flekk- ir af fallega mótuðum mykju- skánum, sem hafa verið breidd- ar til þerris. En sums staðar er brennt úrgangs viði. Og þennan reykjareim leggur á móti gest- inum, strax og hann nálgast byggðina. Úti á akrinum vinnur fólkið. Uxar draga plóga, sem senni- lega eru að miklu úr tré. Með- an heitast er gera menn nokk- urt hlé, því að það vinnst bet- ur, ef morgunstundirnar og kvöldin eru notuð. Hinar heilögu kýr rölta fram og aftur um plássið. Þær fá að vera þar sem þær vilja, og það fá yfirleitt allir. Vesturlanda- írienn gera mikið veður út úr veru þeirra á götum þorpa og borga, en það er nú ekki ein- göngu af lotningu fyrir hinni heilögu skepnu sem þeim er veitt þetta frjálsræði. Það er líka og ekki síður bara fram- taksleysi, og er það raunar engu betri afsökun. Og vatna-buffaláarnir fá líka að vera þar sem þeir vilja. Þeir sækjast eftir að standa úti í ám og tjörnum, þegar heitast er, og sést oft ekki á annað en granirnar. Þannig líður dagurinn í mik- illi kyrrð og tilhlýðilegri virð- ingu fyrir húsbóndanum, elzta karlmanni í hverri fjölskyldu, og kúnni. Og vatna-buffalóarnir fá líka dagarnir liðið — nokkurn veg- inn alveg eins — allir þessir dagar, sem liðnir eru síðan guð- inn Sri Krishna var að alast upp og gera strákapör einhvers staðar á þessari miklu víðáttu, og stela smjöri frá húsmæðrum í nágrenninu, sem hann fékk flengingu fyrir hjá móður sinni. Og svo kemur kvöldið. Ekk- ert er eins indversk og kvöldið. Við einhvern kofavegginn situr maður undir dökkgrárri buffalókú og mjólkar. Mjólkin er snjóþvít en mun þykkri en venjuleg kúamjólk. Þótt buff- alókýrin sé ekki heilög, er mjólkin úr henni ekki lakari. Fyrir aftan kúna stendur alls nakinn strákhnokki og heldur í halann. Það er ekkert utan á honum annað en baðmullar- þráður. sem bundinn er um magann. En allir Hindúar hafa slíkan spotta bundinn um sig miðjan. Það er bæði þeirra trú- arlega og þjóðfélagslega merki. Utan af sléttunni kemurungur hjarðsveinn eða líklega frem- ur hjarðmær með kindahóp. Kindurnar renna sína gamal- kunnu slóð. Þær koma langt utan að og streyma eftir götun- um á milli akurskákanna. Hjarðmærin er með staf og saríið blaktir í golunni. Þótt hún sé fátæk, er hún alveg vafalaust með hring á tánni, og jafnvel nokkra í eyrunum eða smáa perlu í nasavængnum. Hennar framtíð er það, hvernig hún verður gefin og hvort mað- urinn hennar verður langlífur. Við vatnsbólin er mest líf. Það er verið að þvo krakkana, og þau emja eins og börn eiga að gera. Konurnar masa saman. En sumar eru ekki að þvo börn- um. Þær eru að sækja vatn. Þær fylla hvern koparbrúsann af öðrum. Þeir eru höldulausir svo þær bera þá á höfðinu eða á mjöðminni. Sumar' bera marga brúsa, hvern upp af öðr- um á höfðinu og styðja ekkí við með hendinni. Þess gerist ekki þörf... Eða þær eru með tágkörfu fulla af taði. Þeim er gefin sú jafnvægislist að geta gengið eins og þær snerti ekki jörðina, og hreyfingarnar undir marglitu saríinu líkjast mjúk- um ölduleiðingum, sem manni finnst að muni fjara alveg út á hverri stundu. En það gerir ekkert til, því að hin indverska kona svífur. Það er eitthvað álfkonulegt við hana, eitthvað ójarðneskt. Og maður á ævin- lega hálfvegis von á því, að hún hverfi inn í næsta hól og sjáist ekki framar. Og hún er bæði stolt og fá- skiptin. Það er óvíst, að hún sjái aðkomumann, og eins vist að hún leyfi honum ekki að sjá sín svörtu og angurværu augu. Hún er hnarreist og horf- ir hátt, og ef til vill dregur hún saríið fyrir andlitið. Og svo kemur nóttin. Slétt- an verður rauð í nokkrar mín- útur. Svo kemur í ljós svört rönd niður við sjóndeildarhring er síðan breikkar, unz allt er orðið jafndökkt. Og þorpið væri algerlega horfið inn í nóttina, ef ekki væru nokkrir menn með olíuluktir á gangi. Og ef til vill eru einhverjir þeirra að baksa við að reyria að læra að lesa eða skrifa við olíuljósið. Og þegar gesturinn kveður, leggja þorpsbúar lófana saman fyrir framan brjóst sér, hneigja höfuð sín og segja: „'Mama- stej“. Það er þeirra kveðja. Þetta er einstaklega einfalt líf. Það var þetta líf, sem Gandhi vildi ekki að þjóð sín glataði. Hann vildi læra allt gagnlegt af nútímanum á Vest- urlöndum, en hann vildi ekki, að þjóð sín smitaðist af óró- leika Vesturlanda, vildi ekki að hún yrði eins og þau, svo upp- tekin af sinum möguleikum, að bún gleymdi deginum, sem er að líða, gerði líf sitt flókið og yrði að lokum þræll þeirra framfara, sem áttu að hjálpa henni til frelsis. Þess vegna spann Jiann á sinn rokk, og mjólkaði sína geit. ☆ NORNIR ERU ENNÞA til Framhald af bls. 9. bönn í kringum það eðlilega og ánægjulega í lífinu. ,,Ég lít á galdra sem trúar- brögð og lífsviðhorf," segir hún. „Mér finnst þeir veita mér jafnvægi og fyllingu, líkt og ég væri sífellt endurnærð af sjálfri uppsprettu lífsins. Ég er hrædd um að dulrænni reynslu verði ekki lýst með orðum; maður verður sjálfur að hafa upplifað hana. Fólk furðar sig oft á, hvort hinn sálræni kraftur sem við mögnum á samkomum okkar sé raunverulegur kraftur. Allt, sem ég veit, er að ég hefi verið vitni að merkilegum fyrirbær- um, sem hægt væri að skil- greina sem tilviljanir, en hvern- ig á að fara að sanna að það hafi ekki verið annað og meira? Ég ætla aðeins að segja yður frá einum viðburði. Vinir okk- ar höfðu verið rændir og á næsta fundi einbeitti ég kraft- inum að því að finna þýfið. Ég sá ræningjann mjög greinilega, þar sem hann birtist mér. 3 vikum seinna gaf maður sig fram við lögregluna, og er ég sá myndina af honum, var hún í smáatriðum eins og sú sem mér birtist. „Oft erum við beðin um að lækna fólk, eða það þarfnast hughreystingar, líkt og kona ein, sem var yfir sig komin af hræðslunni við dauðann. Ég útskýrði fyrir henni, að dauðinn væri ekki öðruvísi en að ganga úr einu herbergi og inn í annað. Við nornir trúum fastlega á framhald lífsins og á endur- holdgun og getum þá hughreyst aðra. Fólk sem stendur fyrir utan, furðar sig oft á mismun góðs og ills töframáttar. Sannleikurinn er sá að galdur er hlutlaus. Það er hægt að nota hann til ills eða góðs. Hið fyrrnefnda er ekki ráðlegt — svartur galdur getur skaðað mann sjálfan, og misnoti maður kraft sinn á maður á hættu að missa hann.“ Nest Griffiths — það er ekki hennar raunverulega nafn — hefur verið norn i 4 ár og varð æðsti kvenprestur síðastliðinn nóvember, en hún hefur ekki enn fengið sína eigin reglu. Hún er lagleg og blíðleg stúlka 31 árs að aldri, með háskólapróf 12. TBL. VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.