Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 64
tal okkar verður stutt eða
langt. Hvar er Gérard Laguen?
— Ég veit það ekki.
Hún sagði þetta rólega. En
dómarinn var vanur alls kon-
ar undanbrögðum. Hann trúði
henni ekki.
— Gaeti það ekki verið að
þér vissuð það, ef þér hugsuð-
uð yður vel um? spurði hann
vingjarnlega.
En Daniéle lét hann ekki fipa
sig.
— Nei, sagði hún rólega.
— Ég trúi yður ekki.
— En það er samt satt, sagði
unga konan.
En svo fékk sannleiksást
hennar yfirhöndina og hún
bætti við:
— Þegar ég vissi að verið
var að leita að honum, lét ég
vara hann við. Ég veit ekki
hvert hann fór.
Dómarinn melti þetta með
sér stundarkorn. Eitthvað í
rödd Daniéle fékk hann til að
trúa henni. En það var nú einu
sinni starf hans að sýna tor-
tryggni.
— Vitið þér hve gamall hann
er? surði hann.
Daniéle hló háðslega.
— Hafið þér séð hann?
Dómarinn hallaði undir flatt.
Hann gat ekki séð hvað það
kom málinu við.
— Ég þarf ekki að sjá hann
til að vita að hann er ekki
myndugur. Hann er ómyndug-
ur!
— í mínum augum er hann
maður, sagði Daniéle. — Ung-
ur maður og ég elska hann.
Þarna kom ennþá eitt atriði,
sem að mati dómarans kom
þessu máli ekkert við. Dómar-
inn stundi þungan.
— Ég get virt ást yðar, sagði
hann, til að missa ekki vald á
málinu.
Hún skellti upp úr. Dómar-
inn leit reiðilega á hana. Hon-
um fannst nú hann skilja mál-
ið. Þessi unga kona var ákaf-
lega háttvís í framkomu, en
þessar hláturgusur hennar
leiddu nú ýmislegt í ljós að
hans áliti.
— Ég álasa yður ekki fyrir
ást yðar á Gérard, sagði dóm-
arinn í ströngum tón, — en ég
álasa yður fyrir að hafa kom-
ið honum undan, að þér hald-
ið honum leyndum fyrir for-
eldrum hans.
Daniéle leit undrandi á hann.
Dómarinn virtist vera að tala
um barn,' það var greinilega
hugarfóstur hans.
— Ég ásaka yður fyrir það
að koma í veg fyrir að foreldr-
ar hans geti náð sambandi við
hann.
— Þetta er ekki rétt. Til
dæmis get ég sagt yður að
Gérard hefði aldrei farið til
Chamoix nema fyrir mín orð
og loforð frá mér um að ég
skyldi koma og heimsækja
hann.
— Þér höfðuð ekki rétt til
að lofa því, sagði dómarinn. —-
Skiljið þér það ekki?
— Nei, sagði Daniéle og nú
var hún orðin reið.
— Af sömu orsökum, hélt
dómarinn áfram í vingjarnleg
um tón, — höfðuð þér ekki
heldur rétt til að fara til Cha-
moix.
— Ég varð að gera það,
vegna þess að ég var búin að
lofa því!
Er hún svona heimsk eða
þykist hún bara vera það?
hugsaði dómarinn, sem nú var
orðinn óþolinmóður. Honum
fannst hann vera að tala við
þrjózkan krakka. Hann gat
ekki séð annað en að lagabók-
stafurinn væri augljós.
— Nei, sagði hann, — þér
voruð ekki bundin af loforði,
sem þér höfðuð engan rétt til
að gefa.
— Mér finnst þetta bókstaf-
lega hlægilegt, sagði Daniéle.
Dómarinn stóð upp og náði
i vélritaða örk, sem lá á borði
ritarans.
— Hvernig er það með börn-
in yðar? sagði hann og þóttist
ekki leggja mikið upp úr þess-
ari spurningu. — Hver annast
þau, þegar þér eruð ekki
heima?
— Hjálparstúlkan mín, sagði
Daniéle.
Nú var eins og röddin sviki
hana, hún varð hrædd. Dómar-
inn tók eftir því. Það gat kann-
ski orðið til að brjóta þrjózku
hennar á bak aftur.
— Getur hún annazt þau um
lengri tíma?
— Ég veit það ekki, sagði
Daniéle. Hana langaði mest til
að öskra hátt, en hún stillti
sig og sagði, eins rólega og hún
gat:
— Það getur verið . . .
— Ef ég skyldi þurfa að
setja yður í gæzluvarðhald,
sagði dómarinn. — Mynduð þér
þá frekar óska eftir því að þau
yrðu sett á upptökuheimili?
— Ætlið þér að láta taka
mig fasta? spurði Daniéle.
— Svarið spurningu minni!
— Nei, sagði Daniéle, — ég
myndi ekki vilja láta setja þau
á upptökuheimili.
Hún lagði áherzlu á orðið
ekki. Hún var sannarlega erf-
ið. Það er um að gera að sýna
þolinmæði, hugsaði dómarinn.
Hann leit á örkina, sem hann
hélt á.
— í morgun, sagði hann, —
genguð þér inn á bar. Þér
hringduð á járnbrautarstöðina
og spurðuð um ferðir til París.
— Nei, sagði Daniéle.
— Þér Ijúgið, sagði dómar-
inn og vár sérstaklega vin-
gjarnlegur á svipinn. — Er
Gérard í París?
— Ég veit ekki hvar Gérard
er! æpti hún. — Ég veit það
ekki! Ég veit það ekki! Ég veit
það ekki! Nú var hún komin
að því að brotna. Dómarinn
var sýnilega ánægður.
Nokkrum dögum síðar var
Daniéle tekin föst. Vinkona
hennar, frú Jais, kom til að
hugsa um börnin. Nábúarnir í
íbúðunum fyrir ofan, hölluðu
sér yfir stigariðin, til að fylgj-
ast sem bezt með, þegar lög-
reglan kom, en svo hurfu all-
ir, nema frú Jais, sem stóð
kyrr. Hún gekk til Daniéle,
sem lagði af stað niður stig-
ann, eins og í leiðslu. — Gráttu
ekki, Daniéle, þú ert hugrökk,
það veiztu sjálf. Viltu að ég
iáti foreldra þína vita?
— Nei, sagði Daniéle. — Það
má ekki gera þau hrædd.
Mamma þolir það ekki, hún er
svo lasin. En viltu láta föður
barnanna vita þetta. Og segðu
honum að ég komi fljótlega
aftur.
-— Þú verður að vera sterk,
sagði frú Jais.
Framhald í nœsta blaði.
LETT undir með ■ ■ ■
Framhald af bls. 19.
leita að, kemur í leitirnar um
leið og við erum að leggja af
stað. Okkur líður oft illa á
meðan á leitinni stendur. Það
er erfitt að taka ákvörðun um
hvort leitinni skuli haldið
áfram, en vellíðanin eftir vel-
heppnaða og árangursríka leit
er þess virði.“
„í ÞESSU FANN ÉG
HAMINGJUNA"
Ketill Larsen er reykvískur
leikari. Hann er starfsmaður
Æskulýðsráðs Reykjavíkur og
hefur undanfarin ár verið for-
svarsmaður Leikflokks unga
fólksins (sem var stofnaður
upp úr leifunum af Leikhúsi
æskunnar. í nokkur ár hefur
Leikflokkur unga fólksins far-
ið á milli ýmiss konar stofnana
og skemmt fólki með söng og
leik. Hafa þau m. a. heimsótt
Kleppsspítalann, Hvítabandið,
Skálatún, sjúkrahús og fleiri
staði.
Á milli 40 og 50 ungmenni
á aldrinum 14—25 ára eru
starfandi í Leikflokki unga
fólksins. „Sumir starfa mikið
og aðrir lítið,“ sagði Ketill
okkur. „Þetta er svona eins og
gengur. Fólk hefur mismun-
andi mikinn tíma, en margir
úr klúbbnum hafa haldið áfram
á leiklistarbrautinni og náð
langt.“
Ketill segir það ekki hafa
verið af ævintýraþrá, að þau
fóru að heimsækja stofnanir
hinna ólánssömu, heldur vegna
þess að „þörfin var svo brýn.
Þetta fólk á ekki kost á mikl-
um skemmtunum, sumt reynd-
ar alls engum, og okkur þótti
gaman að gleðja það. Það fer
á mis við svo margt í lífinu og
gleði okkar verður margföld,
er við sjáum, að því er skemrnt."
Af þeim 40-—60 sem starfa 1
Leikflokki unga fólksins, eru
þó ekki nema 5—6 sem fara í
hverja heimsókn; annað yrði
of dýrt og kostnaður við rekst-
ur flokksins er einungis ferða-
kostnaður, sem viðkomandi
stofnun greiðir yfirleitt. Við
sáum, að það þurfti ekki nema
5 eða 6 af hópnum til að troða
upp í eina til eina og hálfa
klukkustund," sagði Ketill, ,,og
því förum við svona að þessu.
Svo er efnið breytilegt eftir
hverjum stað. Við þurfum að
breyta og staðfæra það eftir
aldri áheyrenda, rými á hverj-
um stað og svo fram eftir göt-
unum. Það eina sem mér finnst
nokkuð svipað hvar sem við
komum er, að þörfin virðist
alls staðar jafn brýn og undir-
tektirnar góðar.“
Leikflokkur unga fólksins er
sannarlega „lifandi leikhús"
en það hefur verið að þróast í
64 VIKAN 12. TBL.