Vikan


Vikan - 23.03.1972, Side 65

Vikan - 23.03.1972, Side 65
mörg ár, eins og áður segir, allt frá því að nokkur ung- menni stóðu fyrir kvöldvökum í húsi Æskulýðsráðs löngu áð- ur en Tónabær hóf starfsemi sína. Síðan var farið að heim- sækja æskulýðsfélög og hópa í Reykjavík og nágrenni og smátt og smátt færðist starfsemin í núverandi mynd. Ketill segir þau hafa fengið nokkrar hugmyndir frá Tengl- um (sem nú hafa því miður hætt starfseminni), en með þeim starfaði hann um tíma. „Þau voru mjög þjálfuð í þessu,“ sagði hann, „sérstak- lega þó Sveinn Hauksson, for- sprakkinn. Þau vissu nákvæm- lega hvernig þau áttu að haga svona starfsemi. Frá þeim höf- um við meðal annars hugmynd- ina að því að slá upp dansleik eftir að við höfum troðið upp, og þá dönsum við gjarnan við áhorfendur okkar. Það vekur geysilega hrifningu." Ketill Larsen: önnum kafinn maður sem veitir ljósi inn í tilbreytingarlaust líf þeirra sem minna mega sín. „FYLLING í TILVERUNA" Einn liður í endurhæfingu sjúklinga á Kleppsspítala er rekstur samkomusalar, þar sem þeir og aðrir koma saman til skemmtana og fundahalda. Á sunnudögum halda þeir pönnukökusölu fyrir sjúklinga og gesti þeirra, svo og starfs- fólk staðarins. Selja þeir þá kaffi og pönnukökur sem þeir hafa sjálfir bakað, á kr. 30,00 skammtinn. Tvo eftirmiðdaga í viku kem- ur leikfimikennari, sem þjálfar sjúklingana og endurhæfir. Á fimmtudögum eru kvöldvökur; er þá ýmist spilað bingó eða skemmtiatriði og dans á eftir. Nýlega hefur verið tekinn upp sá háttur að halda þar „bað- stofukvöld" á þriðjudögum, þar sem sjúklingamir sjálfir skemmta, baka með kaffinu og taka þátt í undirbúningnum, og skemmta sér þá fram eftir kvöldi. Séu sjúklingarnir óupplagð- ir, reynir umsjónarkona salar- ins, frú Árný Friðriksdóttir, að hvetja þá og styðja; segir þeim, að geti þeir unnið störfin, þá finni þeir til ánægjukenndar að dagsverki loknu. Árný umsjónarkona er gift og tveggja barna móðir á bezta aldri. Árið 1968 kynntist hún starfsemi þessari og byrjaði sem sjálfboðaliði, þegar mikið var að gera. Réðist hún svo til starfa fyrir ári síðan, sem að- stoðarstúlka í hálfa vinnu. Nú hefur hún tekið að sér umsjón- arstörfin ásamt ungum manni, Jóni Þorsteinssyni, sem nýlega hefur tekið til starfa við sam- komusalinn. „Ég gerði mér grein fyrir því, að í rauninni fékk ég sjálf mik- ið út úr starfi þessu því hér voru aðilar sem þurftu sannar- lega á hjálp að halda, og hafi maður ánægju af að hjálpa öðr- um þá fæst vissulega mikið út úr slíku starfi,“ sagði Árný þegar við litum inn á baðstofu- kvöld ekki alls fyrir löngu. „Eg man að Kleppsspítalinn var ekki mjög aðlaðandi í mín- um augum, áður en ég kynnt- ist honum, en nú er ég sann- færð um, að ekki er til betri stofnun. í þessu starfi mínu hér hef ég raunverulega fundið sjálfa mig, hér er gott að vera og allir eru jafnir. Fólk þyrfti endilega að koma hér meira og kynnast starfsem- inni, t. d. aðstandendur sjúkl- inga, og ég neita því ekki, að það hefur valdið mér dálitlum vonbrigðum, hvað fáir fyrrver- andi sjúklingar koma og lyfta undir með hinum, sem ekki eru eins langt komnir á batavegi. Það myndi veita fólki fyllingu í tilveruna og draga úr lífsleið- anum. Þannig hefur það að minnsta kosti verið með mig.“ Jón Þorsteinsson er tvítugur nemi í framhaldsdeild Lindar- götuskólans. Hann ákvað að verða geðhjúkrunarmaður, þeg- ar hann fór að heimsækja frænku sína, sem hefur verið sjúklingur á Kleppi í 10 ár. Þá var Jón nýfluttur frá Ólafs- firði og fljótlega kom að því, að hann sótti um vinnu við spítalann. En um sama leyti hóf hann nám í Lindargötu- skólanum, þar eð hann hyggst fara í Hjúkrunarskólann og sérhæfa sig síðan í hjúkrun geðsjúkra. Þegar hann var nýbyrjaður í skólanum í haust, sá hann að honum ætti að vera leikur einn að vinna eitthvað með skólan- um, svo að hann hringdi í Guð- rúnu Guðnadóttur, forstöðu- konu á Kleppi, og bað um ein- hverja vinnu. Hann sér nú um salinn ásamt Árnýju og vinnur Jón 20 tíma á viku, en Árný vinnur 22 klst. og oft yfirvinnu. „Ég fann að mjög fljótlega eftir að ég fór að koma hér,“ sagði Jón, „að sama er hve lít- ið gert er fyrir sjúklingana, þeir eru alltaf jafn þakklátir. Mér finnst þetta eiginlega mest einkennandi fyrir staðinn og sennilega er það þess vegna, að þegar ég er kominn hingað, finnst mér ég vera kominn heim.“ Starfsemi salarins er þannig háttað að af hálfu spítalans er skipuð nefnd sem í sitja lækn- ir, sálfræðingur, hjúkrunar- kona og forstöðukona staðar- ins. Eru þau ráðgefandi og halda fundi af og til með starfs- liði þar. Síðan er skipuð svokölluð salsnefnd, og eru í henni ein- göngu sjúklingar skipaðir af yfirstjórn spítalans og sjúkrun- arfólki. Heldur nefndin fundi reglulega til að skipuleggja starfið í salnum, og eru þau Árný og Jón bæði viðstödd þá, til að gefa góð ráð ef á þarf að halda og eins til að útfæra þær hugmyndir, sem fram kunna að koma af sjúklinganna hálfu. Þau voru sammála um, að vissulega væri dálítið álag að vinna með sumum sjúklinganna á Kleppsspítala. „Maður þarf að setja sig inn í margar per- sónur, allt eftir ástandi þess sjúklings sem maður er að tala við í það og það skiptið," sagði Árný að lokum. „Hér komast raunar færri að en vilja til að vinna,“ bætti Jón við, „og þess vegna getur maður verið þakklátur fyrir að fá að vera hér. En raunar er nóg að finna þakklæti sjúkl- inganna." ☆ KONTRABASSINN Framhald af bls. 21. menn og báru þeir eitthvað, sem líktist bögglum... Hugsa sér, ef þetta væru nú þjófarnir, tautaði hann með sjálfum sér. Ætli bögglarnir, sem þeir halda á séu ekki föt- in okkar! Og Smytjkov lagði kassann varlega á vegarbrúnina og hljóp sem fætur toguðu á eftir þjófunum. — Stanzið! hrópaði hann. Er mennirnir sáu að þeir voru eltir tóku þeir til fótanna. Furstadóttirin heyrði fótatak hlaupandi mannanna og hróp- ið. Síðan varð allt kyrrt. Smytjkov komst í veiðihug við að elta þjófana, og senni- lega hefði hin fagra mær feng- ið að liggja stundarlangt í kassanum þarna á veginum, ef annað hefði ekki viljað henni til happs. Rétt á eftir áttu sem sé tveir af félögum Smytjkovs leið þarna framhjá, flautuleik- arinn Sjutjkov og klarinett- leikarinn Rasmachaikin, en þeir voru einnig á leiðinni út í villu Bibulovs fursta. Þeir urðu agn- dofa af undrun, þegar þeir komu þarna auga á hljóðfæris- kassa og horfðu hvor á annan spyrjandi augnaráði. Kontrabassi! sagði Sjutjkov. Mér sýnist þetta vera hljóð- færið hans Smytjkovs. Hvern- ig stendur á því hér? Það hef- ur eitthvað komið fyrir haim, sagði Rasmachaikin. Annað hvort hefur hann lent á blind- fylliríi eða honum hefur verið rænt. En hvað sem því líður; ekki getum við látið hljóðfær- ið liggja hérna. Við tökum það með okkur. Og Sjutjkov snaraði kassan- um á bak sér og þeir félagar héldu áfram ferð sinni. Andskoti er hann þungur, stundi flautuleikarinn. Enginn mannlegur máttur gæti fengið mig til að leika á þetta ferlíki. Pú. Er þeir komu í villu furstans lögðu hljóðfæraleikararnir kassann á þann stað, sem ætl- aður var hljómsveitinni og gengu að skenkiborðinu til þess að tína eitthvað í svang- inn. Það var einmitt verið að tendra ljósakrónurnar. Unnusti ungfrúr Bibulov, Lakevits kammerherra, reffilegur og að- laðandi embættismaður í þjón- ustu vegamálastjórnarinnar, stóð með hendur í vösum og rabbaði við Sjalikov greifa. Samtalið snerist um hljómlist. í Neapel kynntist ég fiðlu- snillingi, herra greifi, sem var hreinasti galdramaður á hljóð- færi. Þótt ótrúlegt megi virð- ast, þá gat hann til dæmis feng- ið úr venjulegum kontrabassa þvílíkar djöflatrillur, að það var blátt áfram óhugnanlegt. Hann lék meira að segja rapsó- díur eftir Liszt. Nei, það er ómögulegt, sagði greifinn. Jú, hverju orði sannara. Ég bjó á sama hóteli og hann og mér til dundurs lét ég hann kenna mér að leika eina Liszt- rapsódíu. Rapsódíu eftir Liszt! Nei, nú eruð þér að gera að gamni yð- ar! Þér trúið þessu ekki? sagði Lakjevits hlæjandi. Ég skal nú ekki vera lengi að sanna yður það. Komið þér hérna og takið eftir! Þeir kammerherrann og greifinn gengu saman að hljóð- færunum. Þeir opnuðu kassann utan af kontrabassanum . . . Og, herra minn trúr! Og meðan þú, lesandi góður, 12. TBL. VIKAN 65

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.