Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 20

Vikan - 23.03.1972, Page 20
KONTRA Gamansaga eftir Anton Tjekov Ævar Kvaran þýddi BASSINN Hvað á ég nú að taka til bragðs? Ekki get ég farið hænufet svona í Evuklæðum... Kven- hetjan okkar laumaðist bogin gegnum hátt grasið til brúarinnar. Þegar hún skreið undir hana og kom þar auga á allsnakinn karlmann með langt listamannshár og kafloðið brjóst - þá æpti hún upp yfir sig og féll í ómegin ... Hljóðfæraleikarinn Smytjkov var á leiðinni innan úr bæ út í villu Bibulovs fursta, en þar átti að halda dansleik í tilefni þess, að dóttir furstans opin- beraði trúlofun sína. Hann bar á baki feiknastóran kontra- bassa í leðurkassa. Leiðin lá meðfram fljótinu. Þótt lygn og svalur straumur þess væri ekki sérlega tignarlegur, vérkaði hann þó skáldlega á Smytjkov. Ætti maður að fá sér bað? hugsaði hann. Og hann var ekki lengi að tvínóna við það, heldur af- klæddist og stakk sér í svalar bárurnar. Þetta var yndislegt kvöld. Skáldleg sál Smytjkovs komst í samræmi við umhverf- ið; og ólýsanleg var sú unaðs- tilfinning, sem greip hann, er hann hafði synt um það bil hundrað metra móti straumi og kom auga á fagra, unga stúlku, sem lá á bröttum árbakkanum Og fiskaði. Hann hélt niðri í sér andanum og honum blöskr- aði næstum allar þær hugsan- ir, sem stungu upp kollinum við þessa sýn; æskuminningar, þrá eftir hinu liðna, nývakin ást . . . Já, herra minn trúr, hann var nú reyndar búinn að telja sjálfum sér trú um, að hann myndi aldrei framar verða ástfanginn! Þegar konan hans hafði hlaupizt á brott með vini hans, básúnuleikaranum Sabakin — þá hafði hann glat- að trúnni á mennina, fyllzt tóm- leikatilfinningu og gerzt mann- hatari. Hvað er lífið? hafði hann spurt sjálfan sig oftar en einu sinni. Til hvers lifum við? Líf- ið er þjóðsaga, heilaspuni . . . En þegar hann stóð þarna fyrir framan þessa blundandi þyrnirós — því það leyndi sér ekki að hún svaf —, þá bærð- ust í brjósti hans tilfinningar, sem minntu á ást. Hann stað- næmdist um stund og starði agndofa á stúlkuna. Jæja, hugsaði hann að lok- um og andvarpaði þungan. Far vel, dýrðlega sýn! Það er tími til þess kominn að ég fari að koma mér á dansleik hennar náðar . . . Er hann hafði litið stúlkuna augum .hinzta sinn og ætlaði að fara að synda til baka, kom honum allt í einu dálítið í hug. Ég verð að gefa henni eitt- hvað til endurminningar um mig! hugsaði hann. Ég ætla að festa eitthvað í öngulinn henn- ar. Það skal vera kveðja frá ,,ókunnum“. Smytjkov nálgaðist nú bakk- ann varlega og tíndi nokkur blóm í vönd, og festi hann síð- an á öngulinn. Blómvöndurinn sökk til botns og dró flotkubbinn með sér niður í vatnið. Satt er það, að skynsemin, náttúrulögmálin og þjóðfélags- staða söguhetjunnar gera kröfu til þess að sögunni ljúki hér, en . . . þetta er annað en gam- an! Enginn fær umflúið örlög sín. Vegna kringumstæðna, sem höfundur fékk ekki ráðið við, endar sagan því ekki á blóm- vendínum. Þvert gégn heil- brigðri skynsemi og eðli máls- ins átti það fyrir veslings kontrabassaræflinum að liggja að skipta miklu máli í lifi .hinn- ar ríku og tignu fegurðardísar. Þegar Smytjkov hljóp upp á bakkann þar sem hann hafði afklæðzt, brá honum heldur en ekki í brún. Hann gat hvergi fundið fötin sín. Það var búið að stela þeim . . . Meðan h'ann var að votta hinni fögru mey aðdáun sína, höfðu einhverjir þorparar komið og stolið öllu steini léttara, nema pipuhattin- um hans og kontrabassanum. Bölvaðir bófarnir! hrópaði hann. Hvílík djöfulsins kvik- indi! Ekki vegna þess, að ég sjái svo mikið eftir fötunum, en nú neyðist ég til þess að ganga hérna nakinn og brjóta þarmeð allar velsæmisreglur. Hann settist á hljóðfæriskass- ann sinn og tók nú að brjóta heilann um það, hvernig hann ætti að ráða fram úr þessum hryggilega vanda. Vitanlega get ég ekki mætt allsber hjá Bibulov fursta, hugsaði hann, þar sem dömur eru viðstaddar! Og til þess að kóróna nú alla bölvunina hafa þjófarnir líka tekið viðarkvoðu- molann (harpiks) sem lá í buxnavasanum. Og hann velti þessu nú fyrir. sér og braut heilann um úr- lausn, þangað til hann var bú- inn að fá höfuðverk. En þá minntist hann þess, að hann hafði komið auga á brú eina þar skammt frá. Ég ætti að geta setið undir brúnni svo lengi sem mér þókn- ast, hugsaði hann, og þegar rökkva tekur, þá leita ég hælis í næsta hreysi . . . Og hann lét hendur standa framúr ermum. Smytjkov setti upp pípuhattinn, brá kontra- bassanum upp á bakið og hélt af stað til brúarinnar. Þar sem hann gekk þarna leiðar sinnar nakinn með hljóðfærið á bak- inu var hann engu líkari en einhverjum hálfguði frá horfn- um öldum. Og nú skulum við, lesandi góður, skilja við söguhetjuna þar sem hún situr í þungum þönkum undir brúnni, og að- gæta hvernig fiskimeynni fögru vegnar. Þegar hún vaknaði og sá að flotkubburinn var kominn á kaf, kippti hún í færið með veiðistönginni; það strengdi á færinu, en hvorki flotkubbur- inn né öngullinn komu upp. Blómvöndur Smytjkovs hafði augsýnilega festst í botninn. Annað hvort er þetta stór fiskur, hugsaði stúlkan, eða öngullinn er fastur í botni. Er hún enn hafði gert nokkr- ar árangurslausar tilraunir til þess að losa færið, þóttist hún hafa gengið úr skugga um það, að öngullinn hefði festst. Henni sárnaði að þetta skyldi endi- lega þurfa að henda og það að kvöldi, þegar hann bítur sem gráðugast. Hvað á ég nú að taka til bragð? Hún hugsaði sig ekki lengi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.