Vikan


Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 36

Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 36
Steikur eru alltaf hátíðamatur og eru hér nokkrar upp- skriftir sem ekki eru alltaf á borðum og skemmti- legt væri að reyna. Ofnsteiktur hamborgarhryggur Hamborgarhryggur beinlaus ca. 1 Vs kg nægir fyrir 6—7 manns. Setjið kjötið á rist í ofninn og skúffuna undir. Kryddið með salvíu eða rósmarin. Setjið nokkra desilítra af vatni í botn- inn á skúffunni og setjið ofninn á ca. 170°. Eftir u. þ. b. 40 mín. er hryggurinn tilbúinn. — Mjög gott er að bera með hamborg- arhryggnum maískorn (úr dós- um), sem soðinu er hellt af og hitað upp í smjöri. Þá er einnig gott að setja púrruhringi létt- steikta í smjöri saman við maís- inn. Berið fram ofnbakaðar kart- öflur með, eða brúnaðar kart- öflur. Ef vill má strá púðursykri yfir hrygginn, og setja hann í ofninn mjög heitan eða undir grill, og sömuleiðis má setja sinnep saman við púðursykur- inn og er þá hryggurinn látinn vera í ofninum þar til púður- sykurinn myndar karamelluhúð. Sósuna má síðan búa til á hefð- bundinn hátt eða setja dálítinn tómatkraft saman við síað soð- ið og jafna það örlítið. Steikt kálfabrjóst O Reiknið með 250—300 gr á mann. Nuddið kjötið með salti, pipar salvíu eða rósmarin. Setj- ið steikina ( skúffu, á grænmet- isundirlag, t. d. smáttskornar gulrætur, púrruhringi, selleribita og steinselju. Steikið kálfabrjóst- ið í ca. 2 tíma við 170°. Setjið dálítinn tómatdjús úr dós á grænmetið. Berið fram soðsósu með og agúrkusalat, ásamt bök- uðum kartöflum eða soðnum. Rauðvínsmarineruð svínasteik O Svínakjötið, annaðhvort úr bógi eða læri ca. 1V2 kg. Látið kjöt- ið liggja í marineringu úr 1 fl. af rauðvíni, 2 ms. edik, V2 Itr. af vatni, 50 gr einiber (fást í apóteki), látið liggja í þessum legi á köldum stað. Snúið kjöt- inu nokkrum sinnum á dag. — Takið það síðan upp og ristið í skrápinn ferningslaga teninga, ca. 1 cm á kant. Kryddið með salti og pipar. Setjið steikina á ofnristina með skúffuna undir og setjið dálítið af leginum með. Steikið við 200° í ca. 2 tíma. Síið soðið og bætið ef vill meiru af marineringunni saman við. — Jafnið með örl. maizenamjöli. Berið fram með soðnum kart- öflum stráðum steinselju og grænum baunum. T-beinsteik © Steikin er eiginlega tvöfalt buff, með T-laga beini í miðj- unni og er nafnið dregið þar af. Steikina má því skera eftir því hve margir eiga að borða hana. 2—3 cm þykk fyrir 2 og 4—5 cm þykk fyrir 4—5. Steik- ina má grilIsteikja eða steikja á pönnu. Brúnið hana fyrst á pönnu í smjöri og kryddið með salti og ef vill hvítlauksdufti. Sé steikin 4—5 cm þykk þarf að steikja hana í ca. 40 mínútur, þó fer steikingartíminn eftir því hve rauð steikin má vera að innan. Berið síðan með hrært smjör sem bragðað er til með hvítlauk, rifinni piparrót, klipptri steinselju eða kaperskornum. — Berið með glóðarsteikta tómata, franskar kartöflur eða mósaðar kartöflur. Lambasteik © Lambslæri er þvegið og í það er stungið hvítlauksbitum inn að beini. Nuddið lærið að utan með blöndu af salti, pipar og salvíu eða rósmarin. Setjið steik- ina á ofnristina og skúffuna undir. Setjið dál. vatn í skúff- una. Reiknið ca. 50 mínútur á hvert kg kjöts, en dálítið styttri tíma ef kjötið á að vera rautt að innan. Steikið við ca. 170°. Brúnið að lokum við sterkari hita. Síið soðið og jafn- ið. Berið fram ofnbakaðar kart- öflur með, hálfsoðin epli, með hlaupi í miðjunni þar sem kjarnahúsið var og spínat, fros- ið, hitað í smjöri. o> Nautasteik © Nautasteik með be-ini, má reikna með 250 gr á mann. — Nuddið með salti og pipar, leggið á ofnristina m^ð skúff- una undir, með dálitlu vatni í. Framhald á bls. 45. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.