Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 5

Vikan - 23.03.1972, Page 5
18 TIAOM A UNEAN! seytjánda febrúar 1972 blöskr- aði mér alveg, og er ég þó ýmsu vanur. Ég er helzt á því að sá karlskarfur, sem skrifar bréfið: „Að dýrka djöfulinn sem guð", ætti bara að reyna að halda sig á mottunni. Það er al- veg undravert hvað einn maður getur blaðrað á „góðri íslenzku". Ég er alveg sammála Vikunni með það, að rétt sé að taka bréf til meðferðar, hvert svo sem efnið í þeim er. Og hvort bréf- in eru innantóm eða fátæk, get- ur Vikan ekkert að gert, ekki semur hún þau. En ef þér finnst þau fátæk, skaltu bara reyna að semja betri, en ég efast um að þér takist það. Og ég held að það væri frekar þitt að biðja Vikuna afsökunar á framferði þínu, en hennar að biðja lesend- ur sína afsökunar. Hvort sög- urnar í blaðinu eru lélegar eða ekki, skal ég ekki segja um, en um það eru mjög skiptar skoð- anir. Þátturinn „Síðan síðast" finnst mér bara ágætur, og er ég sjálfsagt ekki einn um það. En nú ætla ég að víkja að því, sem mér blöskrar mest, og það eru kynferðismálin. Ætlar þú að gera tilraun til að koma þeirri fjarstæðu inn hjá lesend- um Vikunnar að mikið sé um: óskilgetin börn, hjónaskilnaði, heimilisófrið, ofbeldi, ofdrykkju, eiturlyfjaneyzlu og að barnung- ar stúlkur verði mæður, vegna þess hvað mikið er um kyn- fræðslu? Þvert á móti. Og þú, maður minn, vogar þér að gagnrýna þátt sem þú augsjá- anlega hefur ekkert vit á, en það er þátturinn „Heyra má". Sjálfum finnst mér þátturinn misjafn, enda ekki nema von, hann er ekki eingöngu fyrir mig. En þegar verið er að tauta um að í þættinum sé tóm þvæla, er mér nóg boðið. Það sem þú segir um hann sýnir að þú ert íhaldssamur fram úr hófi, og skilur ekki unglinga nú til dags. Jæja, gamli minn, ég ætla ekki að eyða meiru bleki í þig að sinni. Blessaður, ævinlega. Rúnar Þorsteinsson, Lyngholti, Stöðvarfirði. Ekki tekizt að húkka í hann Kæri Pósturl Ég er hér ein í vanda stödd. Svo er mál með vexti að ég er mjög hrifin af strák héðan, en hef ekki verið með honum, því mér hefur ekki tekizt að húkka í hann. Hvernig á ég að haga mér í framkomu minni við hann? (Ég tek það fram að ég er ekki feimin, heldur þori ég alveg að láta bera á mér). En hvað á ég að gera? Svo hann liti á mig? Því að ég er svo hrifin af hon- um. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Með fyrirfram þökk. Gunný. Skriftin bendir frekar til þess að þú sért allmikið barn, og kæmi okkur ekki á óvart að sú væri ástæðan til áhugaleysis drengs- ins á þér. Þú segir okkur ekk- ert um hvernig þessi drengur er, svo það er erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur ákveðin ráð. Það ætti varla að saka að sýna honum vissan áhuga, án þess þó beinlínis að vera frek. Þá ættirðu að sjá hvort þú átt yfirleitt nokkurn séns í hann. Hlaup og stökk Kæra Vika! Ég les þig oft en er ekki áskrif- andi. Ég skal ekki hafa bréfið óþarfa langt, og því sný ég mér að efninu. Mig langar að vita hvar ég get komizt í kynni við frjálsíþróttir, hlaup, stökk og svo framvegis. Með fyrirfram þökk. Helga. P.S. Ég gleymdi að taka fram að ég á heima í Reykjavík. — Hvernig er skriftin? Hafðu samband við eitthvert íþróttafélagið, annaðhvort sím- leðiis eða bréflega. Þú finnur til dæmis utanáskriftir íþrótta- bandalags Reykjavikur, Knatt- spyrnufélags Reykjavikur (KR) og Iþróttafélags Reykjavikur (ÍR) i símaskránni. Skriftin er skýr og lofar góðu, en þú þarft að æfa þig betur. 12. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.