Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 3
\ 14. tölublaS - 6. apríl 1972 - 34. árgangur Barn rauða hersins Enn er veriS aS draga fram í dagsljósiS frá- sagnir úr heimsstyrjöld- inni siSari. Sagan um tökubarn rauSa hersins er dagsönn og örstutt siSan hún var gerS heyrinkunn. Sjá bls. 8. Kræfar tvíbura- systur Þær voru tvíburasystur og gerSu alltaf eins — síSast myrtu þær báSar eigin- menn sína. Frásögnin um Barböru og Bettinu hefur birzt víSa erlendis aS undanfömu — enda harla óvenjuleg. Sjá bls. 16. Palladómur um Pétur sjómann Lúpus heldur áfram meS palladómana. AS þessu sinni ræSir hann um Pétur SigurSsson, sem löngum er nefndur eftir upprunalegri atvinnu sinni og kallaSur sjó- maSur. Sjá bls. 10. KÆRI LESANDi! Þá er páskunum lolcið og vænt- anlega hafa menn notið þeirra vel og rækilega — liver með sínu móti. S'umir hafa ef til vill flog- ið suður á Mallorka og haðað sig í sálinni, en aðrir setið heima í ró og næði, borðað veizlumat og kannski brugðið sér í kirkju. ■ Fyrirferðarmest af efni þessa blaðs eru myndir af því fræga Pressuballi, sem Blaðamannafé- lag Islands hefur nú vakið til lífs- ins aftur eftir fimm ára hlé. Ball þetta varð heldur betur umtalað, eins og allir vita — vegna heið- ursgestsins sem lét sig vanta — Bernadettu Devlin. Nóg hefur verið rætt um það margflókna og stórpólitíska mál; yfirlýsingarnar hafa gengið á víxl, eins og venjulega. Hins vegar von- um við, að lesendur hafi gaman af að skoða myndir af þessu fræga og fína balli — og þær birtum við í ríkum mæli, bæði litmyndir og svart-hvítar myndir. Myndirnar af pressuballinu birtast tæpum þremur vikum eftir að ballið er haldið — og er það alminnsti frestur, sem hugs- anlegur er, miðað við núverandi vinnuskipulag blaðsins. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Tökubarn rauÖa hersins, frásögn úr heims- styrjöldinni síðari 8 Gusar á alþingi eins og framur vösólfur, en veður grunna polla; palladómur um Pétur Sigurðsson 10 Grafin lifandi á fjórða sólarhring, fjórði og síðasti hluti framhaldsgreinar 14 Barbara og Bettina, grein um furðulegt sakamál tvíburasystra 16 VIÐTÖL Við erum uppreisn, rætt við Magnús Tómas- Son í tilefni af þriggja ára afmæli SUM 24 SÖGUR Lokasöngur ættarinnar, smásaga eftir Saki 12 Ást hennar var afbrot, framhaldssaga, 6. hl. 32 Úlfkonan frá Josselin, framhaldssaga, 2. hl. 20 ÝMISLEGT PressuballiS, fjögurra siSna myndasyrpa frá pressuballi BlaSamannafélags íslands, sem haldið var að Hótel Sögu 17. marz sl. 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 Heyra má 18 Simplicity-snið 23 Myndasögur 36, 38, 42 Krossgáta 49 FORSÍÐAN A forsíSunni eru nokkrar svipmyndir frá Pressu- ballinu. Efst til vinstri sést háborSiS; fremst er Halldóra, eiginkona Arna Johnsens, blaSamanns og söngvara, þá Páll Ásgeir Tryggvason, veizlu- stjóri, Árni Gunnarsson, formaSur BlaSamanna- félags íslands, SigurSur Magnússon, blaSafull- trúi LoftleiSa og fleiri. Á neSri myndinni er m. a. Arni GarSar Kristjánsson, auglýsingastjóri MorgunblaSsins. Sjá fleiri myndir á bls. 26—29. VIKAN l'tgpianclí; Hilmir hf. Kitstjón: Gylfi Gröndai. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og SigríSur Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS í lausa- sölu kr. 60,00. ÁskriftarverS er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöS ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 14. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.